Hollywood-fréttir: Framkoma Joss Whedons sögð fyrir neðan allar hellur Heiðar Sumarliðason skrifar 4. júlí 2020 11:43 Joss Whedon sá um að sigla Justice League í höfn. Leikarinn Ray Fisher, sem lék Cyborg í kvikmyndinni Justice League, hefur nú tjáð sig um hræðilega framkomu leikstjórans Joss Whedon, við tökur myndarinnar. Myndinni var leikstýrt af Zack Snyder, sem þurfti frá að hverfa vegna sjálfsvígs dóttur sinnar, en Whedon tók við taumunum og sigldi skútunni í höfn. Ummælin lét Fisher frá sér á Twitter s.l. mánudag, en þar birti hann myndband af sér frá Comic Con árið 2017, þar sem hann hrósar Whedon fyrir vinnu sína við myndina. Fyrir neðan myndbandið segist hann taka öll ummæli sín þar til baka. Nokkrum dögum síðar skýrði hann yfirlýsingu sína nánar og sagði um Whedon: „Framkoma hans á tökustað við leikara og tökulið var ruddaleg, móðgandi, ófagleg, algjörlega óásættanleg og viðgekkst undir verndarvæng framleiðenda myndarinnar, Geoff Johns og Jon Berg.“ Fisher (t.v) ber Whedon ekki góða söguna. Tíst Fishers kemur í kjölfar þess að hann hrósaði Snyder fyrir að hleypa sér að borðinu á handritsstigi myndarinnar, en Snyder hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að því að setja saman sína eigin útgáfu af myndinni, sem mun koma á HBO-Max á næsta ári. Sú útgáfa myndarinnar sem Whedon skilaði af sér í kvikmyndahús á sínum tíma, þótti ekki upp á marga fiska. Demókratar vilja breyta nafn John Wayne-flugvallar Fulltrúar Demókrataflokksins í Orange County í Kaliforníu krefjast þess að flugvöllur sýslunnar verði endurnefndur, en hann ber nú nafn leikarans John Wayne. Einnig er þess krafist að stytta af honum sem stendur við flugvöllinn verði fjarlægð. Ályktun þeirra vísar í „þá samfélagslega útbreiddu hreyfingu um að fjarlægja merki og nöfn sem vísa í yfirburði hvíta kynstofnsins, sem nú endurmótar bandarískar stofnanir, minnismerki, fyrirtæki, góðgerðasamtök, íþróttadeildir og -lið, þar sem það er almennt samþykkt að tákn með rasískri skírskotun valdi fólki sífelldu líkamlegu og andlegu álagi. Sérlega ef það tilheyrir samfélagi blökkumanna, og öðrum þjóðfélagshópum sem eru dökkir á hörund, sem og öðrum minnihlutahópum.“ Umrædd stytta af John Wayne. Ályktunin vísar í að krafan um að nafn og andlit Johns Waynes sé afmáð af flugvellinum, tengist skoðunum hans um yfirburði hvíta kynstofnsins, sem og fjandsamlegum viðhorfum Waynes gagnvart samkynhneigðum og frumbyggjum Norður-Ameríku. Ályktunin vísar í orð hans í viðtali við tímaritið Playboy frá árinu 1971, þar sem hann sagði: „Ég trúi á yfirburði hvíta kynstofnsins.“ Einnig sagði Wayne á sama stað: „Ég hef enga sektarkennd gagnvart því að fyrir fimm eða tíu kynslóðum var þetta fólk þrælar.“ Demókrataflokkurinn stingur upp á því að best væri að flugvöllurinn taki aftur upp sitt fyrra nafn, Orange County Airport. Hluti úr umræddu viðtali. Duffy óánægð með ábyrgðarleysi Netflix Pólsku kvikmyndina 365 Days er nú hægt að sjá á Netflix. Söngkonan Duffy hefur látið í ljós óánægju sína með nýja kvikmynd Netflix, 365 Days. Myndin er kynnt sem erótískt drama, og fjallar um mann sem rænir konu og heldur henni í gíslingu, en ætlar að gefa henni 365 daga til að verða ástfangna af sér. Duffy sagði nýlega í fyrsta sinn opinberlega frá því þegar henni var byrlað eitur, rænt og svo nauðgað. Henni var haldið fanginni í fjórar vikur, af óþekktum manni, árið 2010. Þetta var einmitt um það leyti sem hún hvarf skyndilega af sjónarsviðinu, í kjölfar mikillar velgengni. Duffy segir um myndina að hún ætti ekki að vera hugmynd neins um skemmtiefni, né eigi að lýsa henni sem slíku. Hún segir einnig að henni þyki ótrúlegt að stjórnendur Netflix átti sig ekki á hve kærulaust, ónærgætið og hættulegt þetta sé. Hún bætir við að Netflix sé að sýna af sér mikla hræsni. „Við vitum öll að Netflix myndi aldrei sýna efni sem upphefur barnaníð, rasisma, hómófóbíu, þjóðarmorð, eða glæpi gegn mannkyninu. Heimurinn myndi rísa upp og æpa.“ Hún hvetur Reed Hastings, forstjóra Netflix, til að nýta fjárráð fyrirtækisins og styðja kvikmyndagerðarfólk frekar við að gera efni sem sýnir á raunsæjan máta þá lífsreynslu sem 365 Days reynir að gera að kæruleysislegu skemmtiefni. Ný þáttaröð af The Great fær grænt ljós Síminn Premium hóf nýlega sýningar á þáttaröðinni bráðskemmtilegu The Great. Aðdáendur Hulu-þáttaraðarinnar The Great, sem nú er hægt að sjá hjá Símanum Premium, ættu að vera glaðir, þar sem tilkynnt hefur verið að sagan um Katrínu Rússadrottningu fær framhaldslíf. Þættirnir fjalla um raunverulega atburði sem áttu sér stað á 18. öld, þó töluvert sé fært í stílinn. Elle Fanning leikur prússneska aðalskonu sem giftist Pétri, þáverandi konungi Rússlands, en í ljós kemur að ráðahagurinn er ekki jafn vænn og fyrst leit út. Af þeim þáttaröðum sem nýlega hafa hlotið endurnýjun má helst nefna: Never Have I Ever (Netflix), The Kominsky Method (Netflix), The Goldbergs (Stöð 2), Stumptown (Síminn Premium), Prodigal Son (Stöð 2), Upload (Amazon Prime), Jack Ryan (Amazon Prime), The Morning Show (Apple TV+), See (Apple TV+), Star Trek Discovery (Netflix), Why Woman Kill (Síminn Premium), Curb Your Enthusiasm (Stöð 2), Westworld (Stöð 2), Love Life (Síminn Premium), Shril (Stöð 2), The Crown (Netflix), Russian Doll (Netflix), Sex Education (Netflix), McMafia (RÚV) og Pennyworth (Stöð 2). Charlie Kaufman segir kvikmyndaverin hafa eyðilagt bíómyndirnar Leikstjórinn og handritshöfundurinn Charlie Kauffmann, hefur nú blandað sér í umræðuna um Netflix og áhrif þess á kvikmyndagerð. Margir hafa haldið því fram að streymisveiturnar séu að skemma bíóupplifunina, en Kauffman segir hana nú þegar hafa verið ónýta, og það hafi verið kvikmyndaverin sjálf sem skemmdu hana. Kaufman er mikill Netflix-maður. „Áður fyrr gat ég leikið mér og gert tilraunir, en bransinn hefur breyst ótrúlega mikið. Það gerðist árið 2008, þegar kvikmyndaverin hættu að gera kvikmyndir og fóru að gera viðburði,“ segir Kauffmann. Hann útskýrir svo: „Ástæðan fyrir því að kvikmyndagerðarfólk laðast að Netflix er vegna þess að þar er eini staðurinn til að gera það sem við viljum. Það gerir mig bálreiðan þegar fólk segir Netflix vera að skemma bíóið, því það voru bíómyndirnar sjálfar sem skemmdu bíóið og það voru kvikmyndaverin sem skemmdu bíómyndirnar.“ Stjörnubíó Hollywood Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikarinn Ray Fisher, sem lék Cyborg í kvikmyndinni Justice League, hefur nú tjáð sig um hræðilega framkomu leikstjórans Joss Whedon, við tökur myndarinnar. Myndinni var leikstýrt af Zack Snyder, sem þurfti frá að hverfa vegna sjálfsvígs dóttur sinnar, en Whedon tók við taumunum og sigldi skútunni í höfn. Ummælin lét Fisher frá sér á Twitter s.l. mánudag, en þar birti hann myndband af sér frá Comic Con árið 2017, þar sem hann hrósar Whedon fyrir vinnu sína við myndina. Fyrir neðan myndbandið segist hann taka öll ummæli sín þar til baka. Nokkrum dögum síðar skýrði hann yfirlýsingu sína nánar og sagði um Whedon: „Framkoma hans á tökustað við leikara og tökulið var ruddaleg, móðgandi, ófagleg, algjörlega óásættanleg og viðgekkst undir verndarvæng framleiðenda myndarinnar, Geoff Johns og Jon Berg.“ Fisher (t.v) ber Whedon ekki góða söguna. Tíst Fishers kemur í kjölfar þess að hann hrósaði Snyder fyrir að hleypa sér að borðinu á handritsstigi myndarinnar, en Snyder hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að því að setja saman sína eigin útgáfu af myndinni, sem mun koma á HBO-Max á næsta ári. Sú útgáfa myndarinnar sem Whedon skilaði af sér í kvikmyndahús á sínum tíma, þótti ekki upp á marga fiska. Demókratar vilja breyta nafn John Wayne-flugvallar Fulltrúar Demókrataflokksins í Orange County í Kaliforníu krefjast þess að flugvöllur sýslunnar verði endurnefndur, en hann ber nú nafn leikarans John Wayne. Einnig er þess krafist að stytta af honum sem stendur við flugvöllinn verði fjarlægð. Ályktun þeirra vísar í „þá samfélagslega útbreiddu hreyfingu um að fjarlægja merki og nöfn sem vísa í yfirburði hvíta kynstofnsins, sem nú endurmótar bandarískar stofnanir, minnismerki, fyrirtæki, góðgerðasamtök, íþróttadeildir og -lið, þar sem það er almennt samþykkt að tákn með rasískri skírskotun valdi fólki sífelldu líkamlegu og andlegu álagi. Sérlega ef það tilheyrir samfélagi blökkumanna, og öðrum þjóðfélagshópum sem eru dökkir á hörund, sem og öðrum minnihlutahópum.“ Umrædd stytta af John Wayne. Ályktunin vísar í að krafan um að nafn og andlit Johns Waynes sé afmáð af flugvellinum, tengist skoðunum hans um yfirburði hvíta kynstofnsins, sem og fjandsamlegum viðhorfum Waynes gagnvart samkynhneigðum og frumbyggjum Norður-Ameríku. Ályktunin vísar í orð hans í viðtali við tímaritið Playboy frá árinu 1971, þar sem hann sagði: „Ég trúi á yfirburði hvíta kynstofnsins.“ Einnig sagði Wayne á sama stað: „Ég hef enga sektarkennd gagnvart því að fyrir fimm eða tíu kynslóðum var þetta fólk þrælar.“ Demókrataflokkurinn stingur upp á því að best væri að flugvöllurinn taki aftur upp sitt fyrra nafn, Orange County Airport. Hluti úr umræddu viðtali. Duffy óánægð með ábyrgðarleysi Netflix Pólsku kvikmyndina 365 Days er nú hægt að sjá á Netflix. Söngkonan Duffy hefur látið í ljós óánægju sína með nýja kvikmynd Netflix, 365 Days. Myndin er kynnt sem erótískt drama, og fjallar um mann sem rænir konu og heldur henni í gíslingu, en ætlar að gefa henni 365 daga til að verða ástfangna af sér. Duffy sagði nýlega í fyrsta sinn opinberlega frá því þegar henni var byrlað eitur, rænt og svo nauðgað. Henni var haldið fanginni í fjórar vikur, af óþekktum manni, árið 2010. Þetta var einmitt um það leyti sem hún hvarf skyndilega af sjónarsviðinu, í kjölfar mikillar velgengni. Duffy segir um myndina að hún ætti ekki að vera hugmynd neins um skemmtiefni, né eigi að lýsa henni sem slíku. Hún segir einnig að henni þyki ótrúlegt að stjórnendur Netflix átti sig ekki á hve kærulaust, ónærgætið og hættulegt þetta sé. Hún bætir við að Netflix sé að sýna af sér mikla hræsni. „Við vitum öll að Netflix myndi aldrei sýna efni sem upphefur barnaníð, rasisma, hómófóbíu, þjóðarmorð, eða glæpi gegn mannkyninu. Heimurinn myndi rísa upp og æpa.“ Hún hvetur Reed Hastings, forstjóra Netflix, til að nýta fjárráð fyrirtækisins og styðja kvikmyndagerðarfólk frekar við að gera efni sem sýnir á raunsæjan máta þá lífsreynslu sem 365 Days reynir að gera að kæruleysislegu skemmtiefni. Ný þáttaröð af The Great fær grænt ljós Síminn Premium hóf nýlega sýningar á þáttaröðinni bráðskemmtilegu The Great. Aðdáendur Hulu-þáttaraðarinnar The Great, sem nú er hægt að sjá hjá Símanum Premium, ættu að vera glaðir, þar sem tilkynnt hefur verið að sagan um Katrínu Rússadrottningu fær framhaldslíf. Þættirnir fjalla um raunverulega atburði sem áttu sér stað á 18. öld, þó töluvert sé fært í stílinn. Elle Fanning leikur prússneska aðalskonu sem giftist Pétri, þáverandi konungi Rússlands, en í ljós kemur að ráðahagurinn er ekki jafn vænn og fyrst leit út. Af þeim þáttaröðum sem nýlega hafa hlotið endurnýjun má helst nefna: Never Have I Ever (Netflix), The Kominsky Method (Netflix), The Goldbergs (Stöð 2), Stumptown (Síminn Premium), Prodigal Son (Stöð 2), Upload (Amazon Prime), Jack Ryan (Amazon Prime), The Morning Show (Apple TV+), See (Apple TV+), Star Trek Discovery (Netflix), Why Woman Kill (Síminn Premium), Curb Your Enthusiasm (Stöð 2), Westworld (Stöð 2), Love Life (Síminn Premium), Shril (Stöð 2), The Crown (Netflix), Russian Doll (Netflix), Sex Education (Netflix), McMafia (RÚV) og Pennyworth (Stöð 2). Charlie Kaufman segir kvikmyndaverin hafa eyðilagt bíómyndirnar Leikstjórinn og handritshöfundurinn Charlie Kauffmann, hefur nú blandað sér í umræðuna um Netflix og áhrif þess á kvikmyndagerð. Margir hafa haldið því fram að streymisveiturnar séu að skemma bíóupplifunina, en Kauffman segir hana nú þegar hafa verið ónýta, og það hafi verið kvikmyndaverin sjálf sem skemmdu hana. Kaufman er mikill Netflix-maður. „Áður fyrr gat ég leikið mér og gert tilraunir, en bransinn hefur breyst ótrúlega mikið. Það gerðist árið 2008, þegar kvikmyndaverin hættu að gera kvikmyndir og fóru að gera viðburði,“ segir Kauffmann. Hann útskýrir svo: „Ástæðan fyrir því að kvikmyndagerðarfólk laðast að Netflix er vegna þess að þar er eini staðurinn til að gera það sem við viljum. Það gerir mig bálreiðan þegar fólk segir Netflix vera að skemma bíóið, því það voru bíómyndirnar sjálfar sem skemmdu bíóið og það voru kvikmyndaverin sem skemmdu bíómyndirnar.“
Stjörnubíó Hollywood Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira