Hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna Sylvía Hall skrifar 27. júní 2020 13:17 Apu er einn þekktasti karakter þáttanna. Nú mun hann fá nýja rödd. Youtube Framleiðendur hinna geysivinsælu The Simpsons hafa gefið það út að hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna. Þetta þýðir til að mynda að nýr leikari mun taka við því hlutverki að tala fyrir indverska karakterinn og búðareigandann Apu. Leikarinn Hank Azaria hefur talað fyrir Apu frá upphafi, eða í þrjátíu ár, en það hefur lengi þótt umdeilt. Hann greindi frá því fyrr á árinu að hann myndi hætta í því hlutverki. Azaria hefur einnig séð um að tala fyrir aðrar persónur í þáttunum, til að mynda lögreglumanninn Lou og mexíkóska býflugnamanninn. Hann sagðist vera miður sín ef einhver hefði upplifað túlkun sína á Apu fordómafulla. Í stuttri yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna er það tekið skýrt fram að meiri fjölbreytileiki verði í vali á raddleikurum og það sé það rétta í stöðunni. „Við tókum þessa ákvörðun saman. Við vorum sammála. Okkur líður eins og þetta sé rétt ákvörðun,“ segir í yfirlýsingunni. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Framleiðendur hinna geysivinsælu The Simpsons hafa gefið það út að hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna. Þetta þýðir til að mynda að nýr leikari mun taka við því hlutverki að tala fyrir indverska karakterinn og búðareigandann Apu. Leikarinn Hank Azaria hefur talað fyrir Apu frá upphafi, eða í þrjátíu ár, en það hefur lengi þótt umdeilt. Hann greindi frá því fyrr á árinu að hann myndi hætta í því hlutverki. Azaria hefur einnig séð um að tala fyrir aðrar persónur í þáttunum, til að mynda lögreglumanninn Lou og mexíkóska býflugnamanninn. Hann sagðist vera miður sín ef einhver hefði upplifað túlkun sína á Apu fordómafulla. Í stuttri yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna er það tekið skýrt fram að meiri fjölbreytileiki verði í vali á raddleikurum og það sé það rétta í stöðunni. „Við tókum þessa ákvörðun saman. Við vorum sammála. Okkur líður eins og þetta sé rétt ákvörðun,“ segir í yfirlýsingunni.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira