Mickelson efstur eftir tvo daga á Travelers | Rory meðal efstu manna Ísak Hallmundarson skrifar 26. júní 2020 23:00 Phil Mickelson lætur aldurinn ekki stoppa sig og heldur áfram að spila golf í hæsta gæðaflokki. getty/Elsa Phil Mickelson, einn besti golfari heims og fimmfaldur sigurvegari á risamótum, er efstur eftir tvo hringi á Travelers-mótinu. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Mickelson er nýorðinn fimmtugur en hann er á samtals 13 höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari í gær og fylgdi því eftir í dag með því að leika á 7 höggum undir pari eða 63 höggum. Hann byrjaði á því að fá skolla á 2. braut og var tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar í dag. Hann náði síðan góðum spretti og var fjórum undir á síðustu sex holunum, fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. braut og endaði 18. holu á fugli. Jafnir í 2. sæti eru Will Gordon og Mackenzie Hughes, sem eru á 12 höggum undir pari. Hughes var efstur eftir gærdaginn en hann átti stórkostlegan fyrsta hring sem hann lék á tíu höggum undir pari. Fimm leikmenn eru síðan jafnir í 4. sætinu á níu höggum undir pari. Einn af þeim er Rory McIlroy, sá sem er efstur á heimslistanum, en hann lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og í dag lék hann á tveimur undir. Síðustu tveir dagar mótsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf um helgina og hefst útsending kl. 17 bæði laugardag og sunnudag. Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Phil Mickelson, einn besti golfari heims og fimmfaldur sigurvegari á risamótum, er efstur eftir tvo hringi á Travelers-mótinu. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Mickelson er nýorðinn fimmtugur en hann er á samtals 13 höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari í gær og fylgdi því eftir í dag með því að leika á 7 höggum undir pari eða 63 höggum. Hann byrjaði á því að fá skolla á 2. braut og var tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar í dag. Hann náði síðan góðum spretti og var fjórum undir á síðustu sex holunum, fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. braut og endaði 18. holu á fugli. Jafnir í 2. sæti eru Will Gordon og Mackenzie Hughes, sem eru á 12 höggum undir pari. Hughes var efstur eftir gærdaginn en hann átti stórkostlegan fyrsta hring sem hann lék á tíu höggum undir pari. Fimm leikmenn eru síðan jafnir í 4. sætinu á níu höggum undir pari. Einn af þeim er Rory McIlroy, sá sem er efstur á heimslistanum, en hann lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og í dag lék hann á tveimur undir. Síðustu tveir dagar mótsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf um helgina og hefst útsending kl. 17 bæði laugardag og sunnudag.
Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira