Bergþór Pálsson verður skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 13:16 Bergþór Pálsson er ekki á leið til Bessastaða í þetta skiptið, Hann heldur nú vestur á Ísafjörð þar sem hann mun taka við skólastjórastöðu Tónlistarskóla Ísafjarðar. Facebook Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar og mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Hann segir mikilvægt að taka að sér nýjar áskoranir og kveðst spenntur fyrir verkefninu. Það er því stutt í flutninga á næstunni en Bergþór og Albert Eiríksson, eiginmaður hans, festu nýlega kaup á húsi í Grafarvogi og voru því í flutningum nú þegar. Hann segir svolítið sérstakt að undirbúa flutninga í miðjum flutningum en það sé þó spennandi að taka við þessu starfi – í rauninni gamall draumur að rætast. „Það er svo mikilvægt í lífinu að staðna ekki. Maður verður að taka að sér ögrandi verkefni. Þegar ég var í námi í Bandaríkjunum tók ég aukagrein í stjórnun listastofnanna, þannig það hefur alltaf blundað í mér. Ég hef bara alltaf haft svo mikið að gera á öðrum sviðum en það er kannski kominn tími til þess að nýta sér það,“ segir Bergþór í samtali við Vísi. Hann voni að hann verði réttur maður á réttum stað, enda sé Ísafjörður dásamlegur staður. „Ég hef alltaf dáðst að orkunni í fjöllunum og mannlífinu á Ísafirði, þessari menningarhefð sem er svo sterk og þessum rótum sem þessi skóli stendur á.“ Hann segir Tónlistarskólann á Ísafirði vera einn besta tónlistarskóla á landinu. Þar sé gott fólk fyrir og hann gangi því fullur tilhlökkunar inn í spennandi samstarf. „Það gerist ekkert nema með samvinnu og það er frábært fólk að vinna við tónlistarskólann á Ísafirði. Ég hef kynnst því þegar ég hef komið þangað að prófdæma og þetta er einn af topp tónlistarskólum landsins.“ Tónlist Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar og mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Hann segir mikilvægt að taka að sér nýjar áskoranir og kveðst spenntur fyrir verkefninu. Það er því stutt í flutninga á næstunni en Bergþór og Albert Eiríksson, eiginmaður hans, festu nýlega kaup á húsi í Grafarvogi og voru því í flutningum nú þegar. Hann segir svolítið sérstakt að undirbúa flutninga í miðjum flutningum en það sé þó spennandi að taka við þessu starfi – í rauninni gamall draumur að rætast. „Það er svo mikilvægt í lífinu að staðna ekki. Maður verður að taka að sér ögrandi verkefni. Þegar ég var í námi í Bandaríkjunum tók ég aukagrein í stjórnun listastofnanna, þannig það hefur alltaf blundað í mér. Ég hef bara alltaf haft svo mikið að gera á öðrum sviðum en það er kannski kominn tími til þess að nýta sér það,“ segir Bergþór í samtali við Vísi. Hann voni að hann verði réttur maður á réttum stað, enda sé Ísafjörður dásamlegur staður. „Ég hef alltaf dáðst að orkunni í fjöllunum og mannlífinu á Ísafirði, þessari menningarhefð sem er svo sterk og þessum rótum sem þessi skóli stendur á.“ Hann segir Tónlistarskólann á Ísafirði vera einn besta tónlistarskóla á landinu. Þar sé gott fólk fyrir og hann gangi því fullur tilhlökkunar inn í spennandi samstarf. „Það gerist ekkert nema með samvinnu og það er frábært fólk að vinna við tónlistarskólann á Ísafirði. Ég hef kynnst því þegar ég hef komið þangað að prófdæma og þetta er einn af topp tónlistarskólum landsins.“
Tónlist Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira