Ísak Örn Baldursson, 16 ára körfuboltaleikmaður, hefur samið við Fjölni og mun leika með liðinu í 1. deild í vetur. Hann kemur til Fjölnis frá uppeldisfélagi sínu Snæfelli.
Fjölnir lék í Dominos-deildinni á síðasta tímabili en endaði í neðsta sæti og féll um deild þegar mótinu var aflýst vegna Kórónuveirufaraldursins.
Ísak hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og var með 8 stig að meðaltali í leik hjá Snæfelli í 1. deildinni á síðustu leiktíð.
Fjölnir hyggst byggja á ungum leikmönnum á komandi tímabili og hafa nú samið við Ísak sem er fæddur árið 2003.