Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2020 15:28 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá landi einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. Mat um slíka frávísun byggir að mestu leyti á huglægu mati en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast ekki að fordómar kunni að spila inn í komi til þess að heimildinni verði beitt, þar sem margir aðilar komi að gerð hættumats. Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var hann sérstaklega spurður út í þessa heimild og hvort henni hafi verið beitt frá því að skimanir á landamærum Íslands hófust. „Nei, það hefur engum verið vísað fá landi á grundvelli þessarar heimildar,“ sagði Víðir. Þá var hann spurður í hvort einhverjir verkferlar væru til í tengslum við þessa heimild. Sagði Víðir að ferlið væri ekki alveg niðurnegld, engu að síður fylgdi lögreglan á Keflavíkurflugvelli ákveðnu ferli í tengslum við gerð hættumats. „Þetta er að mjög stóru leyti huglægt mat nema aðrar sérstakar aðstæður séu. Eins og fram hefur komið erum við búin að taka sjö þúsund inn og það hefur engum verið vísað frá á þessum grundvelli,“ sagði Víðir. Bætti hann við að ef þessari heimild yrði beitt yrði það gert af mikilli varfærni. „Vegna þess að á bak við hana liggur þetta huglæga mat sem þarf þá að minnsta kosti að geta staðið mjög vel,“ sagði Víðir. Hann sagðist þó vera ánægður með að þessi heimild væri til staðar. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa heimild ef að vísbendingar eða annað slíkt koma upp við eftirlitið sem benda til þess að þetta sé gert að þá sé hægt að gera þetta strax en ekki að fara í langt ferli þar sem margir aðilar verða þá í mikilli óvissu,“ sagði Víðir. Hann var þá í framhaldinu spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að ef heimildinni yrði beitt, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að einhvers konar geðþóttaákvörðun byggð á litarhafti eða þjóðerni þess sem yrði vísað frá myndi spila inn í ákvörðunina. Víðir sagði ekkert benda til þess að til þess gæti komið. „Það er aldrei einn einstaklingur sem framkvæmir svona hættumat. Það eru nokkuð margir sem koma að því. Ég hef ekki áhyggjur af því, ekki neina reynslu eða vísbendingar um að slíkt geti gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá landi einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. Mat um slíka frávísun byggir að mestu leyti á huglægu mati en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast ekki að fordómar kunni að spila inn í komi til þess að heimildinni verði beitt, þar sem margir aðilar komi að gerð hættumats. Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var hann sérstaklega spurður út í þessa heimild og hvort henni hafi verið beitt frá því að skimanir á landamærum Íslands hófust. „Nei, það hefur engum verið vísað fá landi á grundvelli þessarar heimildar,“ sagði Víðir. Þá var hann spurður í hvort einhverjir verkferlar væru til í tengslum við þessa heimild. Sagði Víðir að ferlið væri ekki alveg niðurnegld, engu að síður fylgdi lögreglan á Keflavíkurflugvelli ákveðnu ferli í tengslum við gerð hættumats. „Þetta er að mjög stóru leyti huglægt mat nema aðrar sérstakar aðstæður séu. Eins og fram hefur komið erum við búin að taka sjö þúsund inn og það hefur engum verið vísað frá á þessum grundvelli,“ sagði Víðir. Bætti hann við að ef þessari heimild yrði beitt yrði það gert af mikilli varfærni. „Vegna þess að á bak við hana liggur þetta huglæga mat sem þarf þá að minnsta kosti að geta staðið mjög vel,“ sagði Víðir. Hann sagðist þó vera ánægður með að þessi heimild væri til staðar. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa heimild ef að vísbendingar eða annað slíkt koma upp við eftirlitið sem benda til þess að þetta sé gert að þá sé hægt að gera þetta strax en ekki að fara í langt ferli þar sem margir aðilar verða þá í mikilli óvissu,“ sagði Víðir. Hann var þá í framhaldinu spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að ef heimildinni yrði beitt, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að einhvers konar geðþóttaákvörðun byggð á litarhafti eða þjóðerni þess sem yrði vísað frá myndi spila inn í ákvörðunina. Víðir sagði ekkert benda til þess að til þess gæti komið. „Það er aldrei einn einstaklingur sem framkvæmir svona hættumat. Það eru nokkuð margir sem koma að því. Ég hef ekki áhyggjur af því, ekki neina reynslu eða vísbendingar um að slíkt geti gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira