Þrír úr Arsenal í einangrun eftir gallað próf Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2020 11:30 Arsenal-menn hafa átt erfitt uppdráttar síðustu daga. VÍSIR/GETTY Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Arsenal eftir að keppni hófst að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrír leikmanna liðsins gátu ekki æft í aðdraganda tapsins gegn Manchester City vegna gruns um kórónuveirusmit. Arsenal steinlá gegn City, 3-0, síðastliðinn miðvikudag í fyrsta leik sínum eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. The Athletic hefur nú greint frá því að í reglubundinni skimun úrvalsdeildarinnar fyrir veirunni, viku fyrir leikinn, hafi einn leikmanna Arsenal greinst með jákvætt sýni. Leikmaðurinn hafi því þurft að fara í einangrun, sem og tveir liðsfélagar sem hann var í mestum samskiptum við. Grunur lék á því að um falska niðurstöðu væri að ræða en leikmennirnir urðu samkvæmt reglum deildarinnar að vera í einangrun, jafnvel þótt að Arsenal tæki sín eigin próf sem reyndust neikvæð. Leikmennirnir þrír misstu því af þremur æfingadögum en fengu að mæta á æfingu á þriðjudag, degi fyrir leikinn við City. Samkvæmt The Athletic ferðuðust þeir allir með til Manchester og voru í leikmannahópi Arsenal. Arsenal, sem hafði ekki tapað í átta leikjum í röð fyrir hléið og unnið þrjá síðustu leikina, hefur nú tapað tveimur fyrstu leikjum eftir hléið. Liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Brighton á laugardaginn og er komið niður í 10. sæti deildarinnar. Við þetta bætist að markmaðurinn Bernd Leno meiddist í hné í leiknum við Brighton, og gæti hugsanlega verið frá keppni næsta árið, og þeir Pablo Mari og Granit Xhaka meiddust í ökkla gegn City. Arsenal mætir næst Southampton á útivelli á fimmtudaginn. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. 20. júní 2020 16:26 Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Arsenal eftir að keppni hófst að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrír leikmanna liðsins gátu ekki æft í aðdraganda tapsins gegn Manchester City vegna gruns um kórónuveirusmit. Arsenal steinlá gegn City, 3-0, síðastliðinn miðvikudag í fyrsta leik sínum eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. The Athletic hefur nú greint frá því að í reglubundinni skimun úrvalsdeildarinnar fyrir veirunni, viku fyrir leikinn, hafi einn leikmanna Arsenal greinst með jákvætt sýni. Leikmaðurinn hafi því þurft að fara í einangrun, sem og tveir liðsfélagar sem hann var í mestum samskiptum við. Grunur lék á því að um falska niðurstöðu væri að ræða en leikmennirnir urðu samkvæmt reglum deildarinnar að vera í einangrun, jafnvel þótt að Arsenal tæki sín eigin próf sem reyndust neikvæð. Leikmennirnir þrír misstu því af þremur æfingadögum en fengu að mæta á æfingu á þriðjudag, degi fyrir leikinn við City. Samkvæmt The Athletic ferðuðust þeir allir með til Manchester og voru í leikmannahópi Arsenal. Arsenal, sem hafði ekki tapað í átta leikjum í röð fyrir hléið og unnið þrjá síðustu leikina, hefur nú tapað tveimur fyrstu leikjum eftir hléið. Liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Brighton á laugardaginn og er komið niður í 10. sæti deildarinnar. Við þetta bætist að markmaðurinn Bernd Leno meiddist í hné í leiknum við Brighton, og gæti hugsanlega verið frá keppni næsta árið, og þeir Pablo Mari og Granit Xhaka meiddust í ökkla gegn City. Arsenal mætir næst Southampton á útivelli á fimmtudaginn.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. 20. júní 2020 16:26 Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. 20. júní 2020 16:26
Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15