Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 12:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir létt í bragði á Jaðarsvelli. Hún er komin í úrslit, af miklu öryggi. mynd/seth@golf.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. Ólafía hefur leikið af miklu öryggi á mótinu á Jaðarsvelli á Akureyri og ekki varð breyting á í morgun þegar hún sló út Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur með 5/3 sigri. Ólafía hefur unnið Íslandsmótið í holukeppni tvisvar, árin 2011 og 2013, en þarf að vinna Evu Karen í dag til að ná í þriðja titilinn. Eva Karen vann öruggan sigur á Ragnhildi Kristinsdóttur, sigurvegara mótsins frá því fyrir tveimur árum, 4/3. Axel Bóasson þekkir það að vinna Íslandsmót.mynd/seth@golf.is Hákon Örn, sem keppir fyrir GR, vann Guðmund Ágúst Kristjánsson í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á 18. holu en Hákon hafði einnar holu forskot fyrir hana og varði það. Hakon fyrir sigri https://t.co/dNgjJOp6Hh— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 GK-ingurinn Axel, sem vann mótið árið 2015, hafði betur gegn Ólafi Birni Loftssyni í undanúrslitunum, 2/1. Úrslitaleikirnir hefjast núna rétt eftir hádegi og einnig verður leikið um 3. sæti. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. Ólafía hefur leikið af miklu öryggi á mótinu á Jaðarsvelli á Akureyri og ekki varð breyting á í morgun þegar hún sló út Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur með 5/3 sigri. Ólafía hefur unnið Íslandsmótið í holukeppni tvisvar, árin 2011 og 2013, en þarf að vinna Evu Karen í dag til að ná í þriðja titilinn. Eva Karen vann öruggan sigur á Ragnhildi Kristinsdóttur, sigurvegara mótsins frá því fyrir tveimur árum, 4/3. Axel Bóasson þekkir það að vinna Íslandsmót.mynd/seth@golf.is Hákon Örn, sem keppir fyrir GR, vann Guðmund Ágúst Kristjánsson í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á 18. holu en Hákon hafði einnar holu forskot fyrir hana og varði það. Hakon fyrir sigri https://t.co/dNgjJOp6Hh— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 GK-ingurinn Axel, sem vann mótið árið 2015, hafði betur gegn Ólafi Birni Loftssyni í undanúrslitunum, 2/1. Úrslitaleikirnir hefjast núna rétt eftir hádegi og einnig verður leikið um 3. sæti.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira