Íslandsmót í holukeppni: Ólafía og Guðrún Brá mætast í undanúrslitum Ísak Hallmundarson skrifar 20. júní 2020 19:00 Ólafía Þórunn hefur spilað vel um helgina og leikur í undanúrslitum á morgun. mynd/gsí/golf.is Átta liða úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í golfi, sem fram fer á Akureyri, lauk nú í þessu. Tveir af bestu kylfingum landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, mætast í undanúrslitum kvenna og það verður GR-slagur í undanúrslitum karla. Ólafía sigraði klúbbfélaga sinn frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Sögu Traustadóttur, 5-4 í skemmtilegum leik. Hún mun mæta Guðrúnu Brá sem sigraði Heiðrúnu Önnu úr Golfklúbbnum Selfossi 6-5 í dag. Bæði Ólafía og Guðrún hafa leikið glymrandi vel á mótinu og má búast við spennandi rimmu milli þeirra. Hákon Örn Magnússon sigraði Aron Snæ Júlíusson úr GKG, 2-1, en hann mun mæta Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem sigraði Andri Má Óskarsson fyrr í dag. Hákon og Guðmundur Ágúst eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og verður þetta því barátta GR-inga um sæti í úrslitum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr sama klúbb, 3-2 og mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem sigraði Evu Karen Björnsdóttur eftir eina holu í bráðabana. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili mun mæta Ólafi Loftssyni úr GKG á morgun í undanúrslitum. Axel sigraði Andra Þór Björnsson en Ólafur hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús. Sigurvegarar í undanúrslitum mætast síðan í úrslitaeinvígi á morgun. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Átta liða úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í golfi, sem fram fer á Akureyri, lauk nú í þessu. Tveir af bestu kylfingum landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, mætast í undanúrslitum kvenna og það verður GR-slagur í undanúrslitum karla. Ólafía sigraði klúbbfélaga sinn frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Sögu Traustadóttur, 5-4 í skemmtilegum leik. Hún mun mæta Guðrúnu Brá sem sigraði Heiðrúnu Önnu úr Golfklúbbnum Selfossi 6-5 í dag. Bæði Ólafía og Guðrún hafa leikið glymrandi vel á mótinu og má búast við spennandi rimmu milli þeirra. Hákon Örn Magnússon sigraði Aron Snæ Júlíusson úr GKG, 2-1, en hann mun mæta Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem sigraði Andri Má Óskarsson fyrr í dag. Hákon og Guðmundur Ágúst eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og verður þetta því barátta GR-inga um sæti í úrslitum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr sama klúbb, 3-2 og mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem sigraði Evu Karen Björnsdóttur eftir eina holu í bráðabana. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili mun mæta Ólafi Loftssyni úr GKG á morgun í undanúrslitum. Axel sigraði Andra Þór Björnsson en Ólafur hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús. Sigurvegarar í undanúrslitum mætast síðan í úrslitaeinvígi á morgun.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira