Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 14:11 Hinn átján ára gamli Kristófer Karl Karlsson vann óvæntan sigur á Haraldi Franklín Magnús í gær en tapaði fyrir stóra bróður sínum í dag. mynd/seth@golf.is Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. Mosfellingurinn Kristófer Karl Karlsson vann atvinnukylfinginn Harald Franklín Magnús í gær en náði ekki að fylgja því eftir í dag. Kristófer tapaði fyrir eldri bróður sínum, Theodór Emil, í æsipennandi bráðabana og þar með höfðu þeir, og Haraldur, unnið tvo leiki hver. Haraldur komst í átta manna úrslitin á fleiri unnum holum þegar allt er talið í leikjunum. Ragnhildur Kristinsdóttir á röltinu um Jaðarsvöll.mynd/seth@golf.is Mikil spenna var einnig hjá Reykvíkingunum Ragnhildi Kristinsdóttur og Nínu Margréti Valtýsdóttur en Ragnhildur vann á fyrstu holu í bráðabana og kom sér í átta manna úrslitin. Aðrar af sigurstranglegustu kylfingunum í kvennaflokki; Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, komust áfram af nokkru öryggi. Nína Margrét fékk annan séns þegar þrír kylfingar með bestan árangur í 2. sæti börðust um síðasta sætið í átta manna úrslitum kvenna, í bráðabana. Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir léku einnig í umspilinu og var það Jóhanna sem vann sigur. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Valdís Þóra Jónsdóttir, GL – Eva Karen Björnsdóttir, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – Saga Traustadóttir, GR Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – Andri Már Óskarsson, GOS Hákon Örn Magnúsons, GR – Aron Snær Júlíusson, GKG Haraldur Franklín Magnús, GR – Ólafur Björn Loftsson, GKG Axel Bóasson, GK – Andri Þór Björnsson, GR Átta manna úrslitin fara fram í dag. Undanúrslit og úrslit eru svo á morgun. Öll úrslit á mótinu má sjá með því að smella hér. Golf Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. Mosfellingurinn Kristófer Karl Karlsson vann atvinnukylfinginn Harald Franklín Magnús í gær en náði ekki að fylgja því eftir í dag. Kristófer tapaði fyrir eldri bróður sínum, Theodór Emil, í æsipennandi bráðabana og þar með höfðu þeir, og Haraldur, unnið tvo leiki hver. Haraldur komst í átta manna úrslitin á fleiri unnum holum þegar allt er talið í leikjunum. Ragnhildur Kristinsdóttir á röltinu um Jaðarsvöll.mynd/seth@golf.is Mikil spenna var einnig hjá Reykvíkingunum Ragnhildi Kristinsdóttur og Nínu Margréti Valtýsdóttur en Ragnhildur vann á fyrstu holu í bráðabana og kom sér í átta manna úrslitin. Aðrar af sigurstranglegustu kylfingunum í kvennaflokki; Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, komust áfram af nokkru öryggi. Nína Margrét fékk annan séns þegar þrír kylfingar með bestan árangur í 2. sæti börðust um síðasta sætið í átta manna úrslitum kvenna, í bráðabana. Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir léku einnig í umspilinu og var það Jóhanna sem vann sigur. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Valdís Þóra Jónsdóttir, GL – Eva Karen Björnsdóttir, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – Saga Traustadóttir, GR Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – Andri Már Óskarsson, GOS Hákon Örn Magnúsons, GR – Aron Snær Júlíusson, GKG Haraldur Franklín Magnús, GR – Ólafur Björn Loftsson, GKG Axel Bóasson, GK – Andri Þór Björnsson, GR Átta manna úrslitin fara fram í dag. Undanúrslit og úrslit eru svo á morgun. Öll úrslit á mótinu má sjá með því að smella hér.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Valdís Þóra Jónsdóttir, GL – Eva Karen Björnsdóttir, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – Saga Traustadóttir, GR
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – Andri Már Óskarsson, GOS Hákon Örn Magnúsons, GR – Aron Snær Júlíusson, GKG Haraldur Franklín Magnús, GR – Ólafur Björn Loftsson, GKG Axel Bóasson, GK – Andri Þór Björnsson, GR
Golf Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira