Táningur kom Haraldi í afar slæma stöðu - Berglind og Saga bítast um sæti í 8 manna úrslitum Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 18:52 Saga Traustadóttir og Rúnar Arnórsson hafa titil að verja og unnu sína leiki í dag. mynd/seth@golf.is Hinn 18 ára gamli Kristófer Karl Karlsson úr GM gerði sér lítið fyrir og vann sigur gegn Haraldi Franklín Magnús í riðlakeppni Íslandsmótsins í holukeppni á Akureyri í dag. Nú er tveimur af þremur umferðum riðlakeppninnar lokið, bæði í karla- og kvennaflokki, en lokaumferðin fer fram í fyrramálið og 8 manna úrslit hefjast eftir hádegi. Haraldur, sem vann mótið 2012, þarf að treysta á að Kristófer tapi gegn bróður sínum, Theodór Emil, til að eiga möguleika á að komast í 8 manna úrslit. Aðeins efsti maður hvers riðils kemst þangað en leikið er í átta fjögurra manna riðlum í karlaflokki. Kristófer vann báða leiki sína í dag, 1/0 gegn Haraldi en 2/0 gegn Sigurði Arnari Garðarssyni. Alls eru sex leikmenn með í karlaflokki sem unnið hafa Íslandsmótið í holukeppni. Rúnar Arnórsson hefur titil að verja og vann báða leiki sína í dag. Auk hans og Haraldar hafa þeir Kristján Þór Einarsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson orðið Íslandsmeistarar í holukeppni. Axel og Guðmundur eru í góðum málum en Kristján tapaði gegn Aroni Snæ Júlíussyni og Arnór Ingi hefur tapað báðum sínum leikjum. Í kvennaflokki eru einnig sex kylfingar sem orðið hafa Íslandsmeistarar í holukeppni, og er hver þeirra búin að vinna báða sína leiki. Saga Traustadóttir á titil að verja en þær Berglind Björnsdóttir, sem sigraði 2016, eru saman í riðli og leika á morgun um sæti í 8 manna úrslitum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur unnið mótið tvisvar og þær Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir einu sinni hver. Öll úrslit á mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Kristófer Karl Karlsson úr GM gerði sér lítið fyrir og vann sigur gegn Haraldi Franklín Magnús í riðlakeppni Íslandsmótsins í holukeppni á Akureyri í dag. Nú er tveimur af þremur umferðum riðlakeppninnar lokið, bæði í karla- og kvennaflokki, en lokaumferðin fer fram í fyrramálið og 8 manna úrslit hefjast eftir hádegi. Haraldur, sem vann mótið 2012, þarf að treysta á að Kristófer tapi gegn bróður sínum, Theodór Emil, til að eiga möguleika á að komast í 8 manna úrslit. Aðeins efsti maður hvers riðils kemst þangað en leikið er í átta fjögurra manna riðlum í karlaflokki. Kristófer vann báða leiki sína í dag, 1/0 gegn Haraldi en 2/0 gegn Sigurði Arnari Garðarssyni. Alls eru sex leikmenn með í karlaflokki sem unnið hafa Íslandsmótið í holukeppni. Rúnar Arnórsson hefur titil að verja og vann báða leiki sína í dag. Auk hans og Haraldar hafa þeir Kristján Þór Einarsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson orðið Íslandsmeistarar í holukeppni. Axel og Guðmundur eru í góðum málum en Kristján tapaði gegn Aroni Snæ Júlíussyni og Arnór Ingi hefur tapað báðum sínum leikjum. Í kvennaflokki eru einnig sex kylfingar sem orðið hafa Íslandsmeistarar í holukeppni, og er hver þeirra búin að vinna báða sína leiki. Saga Traustadóttir á titil að verja en þær Berglind Björnsdóttir, sem sigraði 2016, eru saman í riðli og leika á morgun um sæti í 8 manna úrslitum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur unnið mótið tvisvar og þær Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir einu sinni hver. Öll úrslit á mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira