Fréttamenn CNN lýsa óþægilegri veiruskimun og troðfullum veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2020 10:38 Barir og veitingastaðir hafa verið þéttsetnir á góðviðrisdögum það sem af er sumri, þrátt fyrir faraldur kórónuveiru. Vísir/Vilhelm „Ísland er nú eins og kórónuveiran hafi aldrei borist þangað.“ Svo hljóðar fyrirsögnin á langri og ítarlegri umfjöllun fréttamanna CNN, sem dvöldu hér á landi í vikunni og tóku viðtöl við landsmenn um kórónuveirufaraldurinn. „Barirnir og veitingastaðirnir eru fullir. Fólk er úti að njóta lífsins. Mögnuð jarðfræðileg undur eru galopin ferðamönnum. Það væri hægt að fyrirgefa hverjum þeim sem heimsækir Ísland núna fyrir að halda að hann sé kominn inn í hliðstæðan raunveruleika þar sem faraldur kórónuveiru varð aldrei,“ segir í fréttinni. Fréttamenn CNN komu hingað til lands strax og ferðamönnum var hleypt inn í landið á mánudag án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komu. CNN-hópurinn fór þannig í gegnum veiruskimun á landamærunum, sem einmitt er tekin til umfjöllunar í greininni. „Þetta [skimunin] getur verið óþægileg reynsla. Hún er fólgin í því að vera skipað inn í bás þar sem tvær manneskjur, klæddar frá toppi til táar í hlífðarbúnað, nota löng plastprik til að pota mun dýpra en viðbúið var til að taka sýni.“ Þá er rætt við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem furðar sig á því að önnur lönd skuli ekki hafa tekið upp íslensku leiðina, þ.e. að skima skipulega og beita sóttkví líkt og Íslendingar hafa gert með góðum árangri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir jafnframt í samtali við CNN að krafan um að opna landið á ný hafi verið hávær. „Þetta snýst ekki bara um efnahagslífið, þetta snýst líka um að við erum eyja og á þessum tímum, bara það að ganga að hefðbundnum samgöngum milli landa er nauðsynlegur þáttur,“ segir Katrín. Umfjöllun CNN, bæði í riti og á myndbandi, má nálgast í heild hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30 Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
„Ísland er nú eins og kórónuveiran hafi aldrei borist þangað.“ Svo hljóðar fyrirsögnin á langri og ítarlegri umfjöllun fréttamanna CNN, sem dvöldu hér á landi í vikunni og tóku viðtöl við landsmenn um kórónuveirufaraldurinn. „Barirnir og veitingastaðirnir eru fullir. Fólk er úti að njóta lífsins. Mögnuð jarðfræðileg undur eru galopin ferðamönnum. Það væri hægt að fyrirgefa hverjum þeim sem heimsækir Ísland núna fyrir að halda að hann sé kominn inn í hliðstæðan raunveruleika þar sem faraldur kórónuveiru varð aldrei,“ segir í fréttinni. Fréttamenn CNN komu hingað til lands strax og ferðamönnum var hleypt inn í landið á mánudag án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komu. CNN-hópurinn fór þannig í gegnum veiruskimun á landamærunum, sem einmitt er tekin til umfjöllunar í greininni. „Þetta [skimunin] getur verið óþægileg reynsla. Hún er fólgin í því að vera skipað inn í bás þar sem tvær manneskjur, klæddar frá toppi til táar í hlífðarbúnað, nota löng plastprik til að pota mun dýpra en viðbúið var til að taka sýni.“ Þá er rætt við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem furðar sig á því að önnur lönd skuli ekki hafa tekið upp íslensku leiðina, þ.e. að skima skipulega og beita sóttkví líkt og Íslendingar hafa gert með góðum árangri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir jafnframt í samtali við CNN að krafan um að opna landið á ný hafi verið hávær. „Þetta snýst ekki bara um efnahagslífið, þetta snýst líka um að við erum eyja og á þessum tímum, bara það að ganga að hefðbundnum samgöngum milli landa er nauðsynlegur þáttur,“ segir Katrín. Umfjöllun CNN, bæði í riti og á myndbandi, má nálgast í heild hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30 Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31
Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30
Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34