Mega brjóta reglur UEFA út af COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 09:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City með eigendum félagsins. Getty/Victoria Haydn Það er öllum ljóst að tekjustreymi knattspyrnufélaga hefur að mestu stöðvast vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Fyrst fóru engir leikir fram en núna fara leikir fram án áhorfenda. Félögin eru vön að fá miklar tekjur í gegnum heimaleiki sína en það eru engar slíkar tekjur að koma inn þessa dagana. Þá má ekki gleyma því að það kreppir að hjá mörgum fyrirtækjum sem hefur líka áhrif á styrktaraðila knattspyrnufélaganna. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill koma til móts við félögin sem hafa hingað til hamast við að vera réttum megin núllið á tímum þegar kaupverð og laun leikmanna eru komin upp úr öllu valdi. Uefa adjusts FFP rules with clubs unable to comply this season. By @david_conn https://t.co/J3XysDddvZ— Guardian sport (@guardian_sport) June 19, 2020 Eigendur knattspyrnufélaga Evrópu fá þess vegna tímabundið leyfi til þess að brjóta reglur UEFA um rekstur knattspyrnufélaga á meðan félög þeirra eru að vinna sig út úr öllum fjárhagsvandræðum sínum vegna kórónuveirufaraldrins. Forráðamenn UEFA tilkynntu það að rekstrarárið 2020 mun ekki falla undir sömu rekstrarreglur og önnur ár, fyrir og eftir. UEFA segir að þessi undanþága sé sett inn svo að félögin fái meiri tíma til að mæla og gera sér grein fyrir ófyrirséðu tapi á tekjum vegna faraldursins. Félögin hafa þurft að sýna fram á góðan rekstur og það er ekki ásættanlegt ef ríkir eigendur dæli inn peningum í félagið til að búa til ósanngjarnt forskot á önnur félög. Góður rekstur tryggir líka góða framtíð fyrir félögin í stað þess að safna skuldum. Hvert félag má ekki tapa meira en 30 milljónum evra á hverjum þremur árum en eigendurnir mega koma til bjargar vegna 25 milljóna af því tapi. UEFA leggur samt áherslu á hagkvæman rekstur fótboltafélaga þrátt fyrir þetta tímabundna leyfi til þess að brjóta reglurnar. 2020 mun á endanum teljast með því litið verður á árinu 2020 og 2021 sem eitt heilt fjárhagsár þegar bækurnar verða gerðar upp. Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Það er öllum ljóst að tekjustreymi knattspyrnufélaga hefur að mestu stöðvast vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Fyrst fóru engir leikir fram en núna fara leikir fram án áhorfenda. Félögin eru vön að fá miklar tekjur í gegnum heimaleiki sína en það eru engar slíkar tekjur að koma inn þessa dagana. Þá má ekki gleyma því að það kreppir að hjá mörgum fyrirtækjum sem hefur líka áhrif á styrktaraðila knattspyrnufélaganna. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill koma til móts við félögin sem hafa hingað til hamast við að vera réttum megin núllið á tímum þegar kaupverð og laun leikmanna eru komin upp úr öllu valdi. Uefa adjusts FFP rules with clubs unable to comply this season. By @david_conn https://t.co/J3XysDddvZ— Guardian sport (@guardian_sport) June 19, 2020 Eigendur knattspyrnufélaga Evrópu fá þess vegna tímabundið leyfi til þess að brjóta reglur UEFA um rekstur knattspyrnufélaga á meðan félög þeirra eru að vinna sig út úr öllum fjárhagsvandræðum sínum vegna kórónuveirufaraldrins. Forráðamenn UEFA tilkynntu það að rekstrarárið 2020 mun ekki falla undir sömu rekstrarreglur og önnur ár, fyrir og eftir. UEFA segir að þessi undanþága sé sett inn svo að félögin fái meiri tíma til að mæla og gera sér grein fyrir ófyrirséðu tapi á tekjum vegna faraldursins. Félögin hafa þurft að sýna fram á góðan rekstur og það er ekki ásættanlegt ef ríkir eigendur dæli inn peningum í félagið til að búa til ósanngjarnt forskot á önnur félög. Góður rekstur tryggir líka góða framtíð fyrir félögin í stað þess að safna skuldum. Hvert félag má ekki tapa meira en 30 milljónum evra á hverjum þremur árum en eigendurnir mega koma til bjargar vegna 25 milljóna af því tapi. UEFA leggur samt áherslu á hagkvæman rekstur fótboltafélaga þrátt fyrir þetta tímabundna leyfi til þess að brjóta reglurnar. 2020 mun á endanum teljast með því litið verður á árinu 2020 og 2021 sem eitt heilt fjárhagsár þegar bækurnar verða gerðar upp.
Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira