Dánargjafir skipta máli Gréta Ingþórsdóttir skrifar 18. júní 2020 13:00 Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að standa við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. Yfirleitt þarf a.m.k. eitt foreldri að taka sér frí úr vinnu og stuðningur vinnuveitenda og rétturinn til greiðslna úr sjúkrasjóðum er afar mismunandi. Sumir geta orðið fyrir verulegu tekjutapi. SKB greiðir fyrir sálfræðiaðstoð og aðra heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og systkini að 18 ára aldri. Félagið á tvær íbúðir fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna. Fjölskyldur í félaginu hafa forgang um dvöl í þeim en þeim er ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna ef SKB-fjölskyldur þurfa ekki á þeim að halda. Félagið greiðir ferðakostnað fyrir lækna og hjúkrunarfólk í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins til að sækja ráðstefnur, fræðslu- og samráðsfundi erlendis og hefur komið að kostun sambærilegra viðburða sem haldnir eru hér á landi. Á þarsíðasta ári var stærsta einstaka framlag til félagsins dánargjöf sem það fékk ásamt tveimur öðrum líknarfélögum, ríflega 20 mkr. Slíkar gjafir geta því skipt verulegu máli í starfi félags eins og SKB. Þegar félaginu var komið á laggirnar árið 1991 og átti ekki neitt var efnt til stórrar söfnunar í sjónvarpi og um svipað leyti barst félaginu rausnarleg gjöf þegar Sigurbjörg Sighvatsdóttir arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún sat í óskiptu búi sínu og Óskars Th. Þorkelssonar. Óhætt er að segja að þetta tvennt, sjónvarpssöfnunin og hin stóra dánargjöf, hafi lagt grunninn undir félagið. Sá grunnur hefur verið vel ávaxtaður og við hann hefur auðvitað bæst en án hans hefði stuðningur félagsins við börn með krabbamein ekki orðið eins myndarlegur og hann hefur verið. Ekki er í raun svo langt síðan það voru aðeins afar fáir Íslendingar sem náðu að safna eignum og sjóðum umfram fasteign, innbú og bíl. Nú eru margir í góðum efnum á efri árum og jafnvel afkomendur þeirra líka og þeir gætu hugsað sér að styrkja málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Dánargjöf kann þá að vera góður kostur og þess verður að kynna sér gaumgæfilega. Líknarfélög eru undanþegin erfðafjárskatti, þannig að dánargjafir renna óskertar til starfsemi þeirra og koma sér ævinlega vel. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að standa við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. Yfirleitt þarf a.m.k. eitt foreldri að taka sér frí úr vinnu og stuðningur vinnuveitenda og rétturinn til greiðslna úr sjúkrasjóðum er afar mismunandi. Sumir geta orðið fyrir verulegu tekjutapi. SKB greiðir fyrir sálfræðiaðstoð og aðra heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og systkini að 18 ára aldri. Félagið á tvær íbúðir fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna. Fjölskyldur í félaginu hafa forgang um dvöl í þeim en þeim er ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna ef SKB-fjölskyldur þurfa ekki á þeim að halda. Félagið greiðir ferðakostnað fyrir lækna og hjúkrunarfólk í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins til að sækja ráðstefnur, fræðslu- og samráðsfundi erlendis og hefur komið að kostun sambærilegra viðburða sem haldnir eru hér á landi. Á þarsíðasta ári var stærsta einstaka framlag til félagsins dánargjöf sem það fékk ásamt tveimur öðrum líknarfélögum, ríflega 20 mkr. Slíkar gjafir geta því skipt verulegu máli í starfi félags eins og SKB. Þegar félaginu var komið á laggirnar árið 1991 og átti ekki neitt var efnt til stórrar söfnunar í sjónvarpi og um svipað leyti barst félaginu rausnarleg gjöf þegar Sigurbjörg Sighvatsdóttir arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún sat í óskiptu búi sínu og Óskars Th. Þorkelssonar. Óhætt er að segja að þetta tvennt, sjónvarpssöfnunin og hin stóra dánargjöf, hafi lagt grunninn undir félagið. Sá grunnur hefur verið vel ávaxtaður og við hann hefur auðvitað bæst en án hans hefði stuðningur félagsins við börn með krabbamein ekki orðið eins myndarlegur og hann hefur verið. Ekki er í raun svo langt síðan það voru aðeins afar fáir Íslendingar sem náðu að safna eignum og sjóðum umfram fasteign, innbú og bíl. Nú eru margir í góðum efnum á efri árum og jafnvel afkomendur þeirra líka og þeir gætu hugsað sér að styrkja málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Dánargjöf kann þá að vera góður kostur og þess verður að kynna sér gaumgæfilega. Líknarfélög eru undanþegin erfðafjárskatti, þannig að dánargjafir renna óskertar til starfsemi þeirra og koma sér ævinlega vel. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun