Endar Ronaldo ferilinn eftir allt í Bandaríkjunum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 17:00 Er Ronaldo farinn að hugsa um að flytja til Miami og vera besti vinur David Beckham eða til vinar síns Nani í Orlando? EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Þó svo að Cristiano Ronaldo hafi tekið fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum þá virðist sem portúgalska ofurstjarnan hafi mögulega skipt um skoðun. Ítalska stórliðið Juventus tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Napoli í gær er liðin mættust í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem Napoli hafði betur gegn áttföldum Ítalíumeisturum Juventus. Er þetta annar úrslitaleikurinn sem Juventus tapar í röð en liðið tapaði fyrir Lazio í ítalska Ofurbikarnum undir lok síðasta árs. Það er spurning hversu marga úrslitaleiki til viðbótar Ronaldo leikur með Juventus en Luis Nani, fyrrum samherji hins 35 ára gamla Ronaldo hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu, sagði á dögunum að Ronaldo hefði sagt við sig að hann hefði áhuga á að enda ferilinn í MLS-deildinni. Cristiano Ronaldo told Nani he will probably end up in MLS (via @TaylorTwellman) pic.twitter.com/W7Cg0nr3DD— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2020 Ronaldo tók fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum en mögulega hefur hann skipt um skoðun í dag. Það virðist sem flestir knattspyrnumenn Evrópu séu tilbúnir að fara í MLS-deildina og spila fyrir lið David Beckham, Inter Miami. Hver veit nema Ronaldo gangi svo bara til liðs við Orlando City og endi ferilinn með áðurnefndum Nani sem gekk í raðir félagsins á síðasta ári. Hefur Nani skorað tólf mörk í 30 leikjum fyrir Orlando. Þar með yrði Ronaldp önnur stórstjarnan sem hefði spilað fyrir bæði spænska stórveldið Real Madrid og Orlando City. Hin stórstjarnan er hinn brasilíski Kaka en hann gekk í raðir Real Madrid sumarið 2009 líkt og Ronaldo. Fimm árum síðar gekk hann í raðir Orlando og lék með þeim allt til ársins 2017 þegar skórnir fóru á hilluna. Fótbolti Ítalski boltinn MLS Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Þó svo að Cristiano Ronaldo hafi tekið fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum þá virðist sem portúgalska ofurstjarnan hafi mögulega skipt um skoðun. Ítalska stórliðið Juventus tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Napoli í gær er liðin mættust í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem Napoli hafði betur gegn áttföldum Ítalíumeisturum Juventus. Er þetta annar úrslitaleikurinn sem Juventus tapar í röð en liðið tapaði fyrir Lazio í ítalska Ofurbikarnum undir lok síðasta árs. Það er spurning hversu marga úrslitaleiki til viðbótar Ronaldo leikur með Juventus en Luis Nani, fyrrum samherji hins 35 ára gamla Ronaldo hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu, sagði á dögunum að Ronaldo hefði sagt við sig að hann hefði áhuga á að enda ferilinn í MLS-deildinni. Cristiano Ronaldo told Nani he will probably end up in MLS (via @TaylorTwellman) pic.twitter.com/W7Cg0nr3DD— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2020 Ronaldo tók fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum en mögulega hefur hann skipt um skoðun í dag. Það virðist sem flestir knattspyrnumenn Evrópu séu tilbúnir að fara í MLS-deildina og spila fyrir lið David Beckham, Inter Miami. Hver veit nema Ronaldo gangi svo bara til liðs við Orlando City og endi ferilinn með áðurnefndum Nani sem gekk í raðir félagsins á síðasta ári. Hefur Nani skorað tólf mörk í 30 leikjum fyrir Orlando. Þar með yrði Ronaldp önnur stórstjarnan sem hefði spilað fyrir bæði spænska stórveldið Real Madrid og Orlando City. Hin stórstjarnan er hinn brasilíski Kaka en hann gekk í raðir Real Madrid sumarið 2009 líkt og Ronaldo. Fimm árum síðar gekk hann í raðir Orlando og lék með þeim allt til ársins 2017 þegar skórnir fóru á hilluna.
Fótbolti Ítalski boltinn MLS Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira