Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2020 11:35 Um 1400 manns gengu í gegnum þessar dyr á Keflavíkurflugvelli í gær. Vísir/Vilhelm Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. „Það voru 22 einstaklingar sem fóru í sóttkví tengt því og það er flest allt fólk sem var í flugvélinni. Við vinnum eftir verklagsreglum sem hafa verið í gildi varðandi smitrakningar í flugvélum en okkar upplýsingar eru þannig að sóttvarnastofnun Evrópu er að að fara að gefa út nýjar reglur út af þessum grímunotkunum í flugvélum en þangað til við fáum þær staðfestar vinnum við eftir eldri reglum með ákveðna fjarlægð í kring um einstakling í flugvélum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Víðir sagði að 21 hafi farið í sóttkví úr flugvélinni, „svo er einn til viðbótar sem hann umgekkst en hann fylgdi öllum reglum.“ Þá mun sýnataka hafa gengið vel í gær. „Allir ferlar virkuðu vel en við lærum alltaf á hverjum degi. Eins og við töluðum um í gær þá bættum við upplýsingagjöfina til farþega varðandi það að halda sig til hlés þangað til þeir fá niðurstöðurnar og við bættum við gögnum til farþega sem koma til landsins,“ sagði Víðir. Þá greindist einn lögreglumannanna sem settur var í sóttkví á laugardag eftir að hafa átt samskipti við, Rúmena sem grunaðir eru um þjófnað, með smit í gær. Sextán lögreglumenn fóru í sóttkví vegna málsins en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við Fréttastofu að enginn annar hafi sýnt einkenni. Önnur sýnataka sé fyrirhuguð á morgun og enn önnur á mánudaginn næsta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. „Það voru 22 einstaklingar sem fóru í sóttkví tengt því og það er flest allt fólk sem var í flugvélinni. Við vinnum eftir verklagsreglum sem hafa verið í gildi varðandi smitrakningar í flugvélum en okkar upplýsingar eru þannig að sóttvarnastofnun Evrópu er að að fara að gefa út nýjar reglur út af þessum grímunotkunum í flugvélum en þangað til við fáum þær staðfestar vinnum við eftir eldri reglum með ákveðna fjarlægð í kring um einstakling í flugvélum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Víðir sagði að 21 hafi farið í sóttkví úr flugvélinni, „svo er einn til viðbótar sem hann umgekkst en hann fylgdi öllum reglum.“ Þá mun sýnataka hafa gengið vel í gær. „Allir ferlar virkuðu vel en við lærum alltaf á hverjum degi. Eins og við töluðum um í gær þá bættum við upplýsingagjöfina til farþega varðandi það að halda sig til hlés þangað til þeir fá niðurstöðurnar og við bættum við gögnum til farþega sem koma til landsins,“ sagði Víðir. Þá greindist einn lögreglumannanna sem settur var í sóttkví á laugardag eftir að hafa átt samskipti við, Rúmena sem grunaðir eru um þjófnað, með smit í gær. Sextán lögreglumenn fóru í sóttkví vegna málsins en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við Fréttastofu að enginn annar hafi sýnt einkenni. Önnur sýnataka sé fyrirhuguð á morgun og enn önnur á mánudaginn næsta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira