Bréfið: „Ég er straight, en vil sjá kærastann minn með öðrum karlmanni“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. júní 2020 21:21 Makamálum barst bréf frá konu sem tjáir sig um kynferðislegt blæti sem hún upplifir sem skömm. Getty Í þessum lið, Bréfinu, höfum við fjallað um málefni sem að yfirleitt eru af kynferðislegum toga. Málefnin eru oftast af því meiði að viðmælendur kjósa að koma fram undir nafnleynd. Tekið skal fram, að gefnu tilefni, að öll Bréfin sem hafa verið birt eru viðtöl við raunverulega viðmælendur. Eitt viðtal, við íslenskan mann sem útskýrði þörf sína til að sjá konuna sína kynferðislega með öðrum karlmönnum, vakti mikla athygli. Þar kom meðal annars fram að karlmenn sem hafa þessar langanir og þarfir kallast á ensku Cuckold og er nokkuð þekkt blæti. Á íslensku kallast þetta að vera kokkáll. Greinin vakti mikil viðbrögð og efuðust einhverjir lesendur um að viðtalið væri raunverulegt. Þegar Makamál fjallaði um þennan pistil í Brennslunni á FM957 einn morguninn kom upp sú vangavelta hvort að það væri til nafn, eins og kokkáll, fyrir konur sem vilja sjá mennina sína með öðrum mönnum. Eða hvort að konur hafi yfirleitt slíkt blæti? Sexy þegar tvær konur eru saman Það sem mér sjálfri þótti nokkuð athyglisvert var að í eitt skiptið þegar ég var spurð um þetta tiltekna viðtal þá var viðkomandi að furða sig á því að karlmaðurinn hafi viljað sjá konuna sína með öðrum karlmönnum frekar en öðrum konum. Hann sagði að flestum karlmönnum þætti það svo sexy að sjá tvær konur saman en honum finndist það óbærilegt að ímynda sér sína konu með öðrum karlmanni, því þá yrði hann afbrýðissamur. Afhverju ætti að vera munur þarna á? Stuttu eftir að ég ræddi þetta viðtal í Brennslunni þar sem ég viðraði þessar vangaveltur mínar barst mér póstur frá konu sem vildi segja sína sögu. Konan, sem við skulum hér eftir kalla Evu, tók það fram oftar en einu sinni í samtali okkar að þetta væri eitthvað sem hún skammaðist sín fyrir og eitthvað sem hún þorði ekki að ræða við neina vini sína. Ég sagði fyrrverandi kærastanum mínum aldrei frá þessu. Mér fannst ég eiga eitthvað svart leyndarmál sem enginn, aldrei mátti komast að. Leyndarmálið hennar Evu er það að hún segir það örva hana kynferðislega að sjá tvo karlmenn saman í ástarlotum. Hún talar um að hafa horft á hommaklám í laumi fyrir kærasta sínum og stundað sjálfsfróun. Ég horfi eingöngu á hommaklám og mér finnst í raun erfitt að segja frá því! Staðreyndin er sú að ég er alveg staight en það örvar mig bara að sjá tvo karlmenn saman. Faldi kenndir sínar fyrir kærastanum Ég var í sambandi með manni í ellefu ár og ég faldi alltaf þessar kenndir. Ég var óánægð í sambandinu mínu og stundaði mikla sjálfsfróun síðustu árin. Á þeim tíma sem við vorum saman hafði mig langað að prófa mig áfram með honum og snerta á honum endaþarminn. Jafnvel nota strap-on. Ég þorði aldrei að nefna þetta með strap-oninn en þegar ég spurði hann hvort að hann vildi prufa sig áfram með að ég myndi snerta á honum rassinn var svarið einfaldlega, NEI. Eva segir að þegar sambandið hafi endað hafi hún lofað sér því að hún myndi aldrei segja nokkrum einasta manni frá kenndum sínum og aldrei aftur biðja karlmann um að fá að snerta hann á þennan máta. Hún segir skömmina hafa verið mikla og að hún hafi verið mjög óörugg hvort þetta blæti hennar væri eðlilegt. Stuttu seinna byrjaði hún svo í nýju sambandi. Strákurinn var nokkrum árum yngri en hún og segist Eva hafa ætlað sér að halda þessu leyndu fyrir honum. Eitt kvöldið þegar við vorum saman var rétta stundin og ég þorði að nefna þetta. Mér til mikils léttis þá tók hann vel í þetta og við prufuðum okkur áfram. Vá hvað ég fékk mikið út úr því. Þó sérstaklega því ég sá að hann fékk svo mikið út úr þessu líka. Eva segir þau hafa prófað sig áfram í þessum dúr af og til en hún hafi ekki þorað að segja honum strax frá öllum kenndum sínum á þessu sviði. Nýr kærasti sem vildi prófa Ári seinna, þá trúir hann mér fyrir leyndarmáli um reynslu sína sem unglingur með öðrum strák. Hann sagðist þó hafa fundið að það væri ekki fyrir hann. En þarna opnaðist smá gluggi. Ég greip tækifærið og nefndi það við hann að ég hafi stundum horft á hommaklám. Ég sagði honum líka frá því að mig langaði að prófa strap-on. Viti menn, hann kippti sér ekkert upp við þetta. Hann dæmdi mig ekki og var mjög opinn fyrir því að prófa. Kynlífið okkar eftir þessar játningar er vægast sagt geggjað, mér liður eins og við getum sagt hvort öðru allt og við gerum núna allt sem okkur langar að gera. Við treystum hvoru öðru. Eva segir að núna langi hana að prófa sig enn meira áfram en sé hrædd. Enn og aftur líður mér eins og að þetta sé ekki nóg, að mig langi til að prófa meira. Mig langar að sjá hann með öðrum karlmanni. Ég vil ekkert endilega að karlmaðurinn snerti mig, ég vil að hann einbeiti sér að kærastanum mínum. Eva segir kærastann hennar vera mjög opinn fyrir þessu. Opinn fyrir því að annar karlmaður bætist í kynlífið og snerti ekki Evu heldur stundi kynlíf einungis með honum. Eva segist vera mjög spennta en á sama tíma mjög hrædda. Hræðslan við að kynlífið þeirra verði ekki nóg eftir þetta er það sem Eva segir vera hennar mesta ótta ef þau ákveða að prófa að hleypa öðrum karlmanni í kynlífið. Hvað ef það þarf svo alltaf að vera annar karlmaður með? Hvað ef hann vill hann meira en mig? Þetta er svo kaldhæðnislegur ótti hjá mér þar sem þetta kemur allt frá mér. Það var ég sem stakk upp á þessu, ég veit það. Er þetta tabú? Eva talar um að hún velti því oft fyrir sér hvort að hún sé óeðlileg og að hún hafi aldrei heyrt um þetta áður. Aldrei heyrt talað um að konur æsist við að sjá tvo karlmenn saman. Hún skilur ekki hvernig hún geti verið gagnkynhneigð en samt viljað þetta. Ég hef aldrei heyrt talað um að stelpur vilji þetta, heldur alltaf öfugt. Karlmenn vilja sjá konur með öðrum konum. Afhverju er það? Er ég óeðlileg? Eftir þessa frásögn veltir maður því eðlilega fyrir sér af hverju þetta horfir svona ólíkt við kynjunum. Af hverju þykir í raun svona fullkomlega eðlilegt að gagnkynhneigðum karlmönnum finnist kynæsandi að sjá tvær konur saman, en aldrei á hinn veginn? Af hverju upplifir Eva þessar kenndir sínar, verandi kona, sem svona mikla og djúpa skömm? Hvers vegna er hennar hlið á málinu tabú? Eða er þetta kannski allt bara hið eðlilegasta mál þar sem ég og Eva erum bara að ofhugsa það að það sé einhver munur þarna milli kynja? Fyrir þá sem vilja deila sögum, reynslu eða senda okkur ábendingar, er hægt að senda tölvupóst á netfangið makamal@syn.is. Fullum trúnaði er heitið. Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég vil láta binda mig“ „Ég hef vitað það frá unga aldri að ég hneigðist til BDSM og bindinga en eins og svo margir þá vissi ég ekki alveg hverju ég væri að leita eftir“. 15. júní 2020 19:59 Haltu mér, slepptu mér Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það hin samböndin. 14. júní 2020 21:32 Helmingur segist hafa leitað aftur í gamla sambandið Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segist helmingur lesenda hafa tekið aftur upp samband með fyrrverandi maka. 13. júní 2020 12:29 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Í þessum lið, Bréfinu, höfum við fjallað um málefni sem að yfirleitt eru af kynferðislegum toga. Málefnin eru oftast af því meiði að viðmælendur kjósa að koma fram undir nafnleynd. Tekið skal fram, að gefnu tilefni, að öll Bréfin sem hafa verið birt eru viðtöl við raunverulega viðmælendur. Eitt viðtal, við íslenskan mann sem útskýrði þörf sína til að sjá konuna sína kynferðislega með öðrum karlmönnum, vakti mikla athygli. Þar kom meðal annars fram að karlmenn sem hafa þessar langanir og þarfir kallast á ensku Cuckold og er nokkuð þekkt blæti. Á íslensku kallast þetta að vera kokkáll. Greinin vakti mikil viðbrögð og efuðust einhverjir lesendur um að viðtalið væri raunverulegt. Þegar Makamál fjallaði um þennan pistil í Brennslunni á FM957 einn morguninn kom upp sú vangavelta hvort að það væri til nafn, eins og kokkáll, fyrir konur sem vilja sjá mennina sína með öðrum mönnum. Eða hvort að konur hafi yfirleitt slíkt blæti? Sexy þegar tvær konur eru saman Það sem mér sjálfri þótti nokkuð athyglisvert var að í eitt skiptið þegar ég var spurð um þetta tiltekna viðtal þá var viðkomandi að furða sig á því að karlmaðurinn hafi viljað sjá konuna sína með öðrum karlmönnum frekar en öðrum konum. Hann sagði að flestum karlmönnum þætti það svo sexy að sjá tvær konur saman en honum finndist það óbærilegt að ímynda sér sína konu með öðrum karlmanni, því þá yrði hann afbrýðissamur. Afhverju ætti að vera munur þarna á? Stuttu eftir að ég ræddi þetta viðtal í Brennslunni þar sem ég viðraði þessar vangaveltur mínar barst mér póstur frá konu sem vildi segja sína sögu. Konan, sem við skulum hér eftir kalla Evu, tók það fram oftar en einu sinni í samtali okkar að þetta væri eitthvað sem hún skammaðist sín fyrir og eitthvað sem hún þorði ekki að ræða við neina vini sína. Ég sagði fyrrverandi kærastanum mínum aldrei frá þessu. Mér fannst ég eiga eitthvað svart leyndarmál sem enginn, aldrei mátti komast að. Leyndarmálið hennar Evu er það að hún segir það örva hana kynferðislega að sjá tvo karlmenn saman í ástarlotum. Hún talar um að hafa horft á hommaklám í laumi fyrir kærasta sínum og stundað sjálfsfróun. Ég horfi eingöngu á hommaklám og mér finnst í raun erfitt að segja frá því! Staðreyndin er sú að ég er alveg staight en það örvar mig bara að sjá tvo karlmenn saman. Faldi kenndir sínar fyrir kærastanum Ég var í sambandi með manni í ellefu ár og ég faldi alltaf þessar kenndir. Ég var óánægð í sambandinu mínu og stundaði mikla sjálfsfróun síðustu árin. Á þeim tíma sem við vorum saman hafði mig langað að prófa mig áfram með honum og snerta á honum endaþarminn. Jafnvel nota strap-on. Ég þorði aldrei að nefna þetta með strap-oninn en þegar ég spurði hann hvort að hann vildi prufa sig áfram með að ég myndi snerta á honum rassinn var svarið einfaldlega, NEI. Eva segir að þegar sambandið hafi endað hafi hún lofað sér því að hún myndi aldrei segja nokkrum einasta manni frá kenndum sínum og aldrei aftur biðja karlmann um að fá að snerta hann á þennan máta. Hún segir skömmina hafa verið mikla og að hún hafi verið mjög óörugg hvort þetta blæti hennar væri eðlilegt. Stuttu seinna byrjaði hún svo í nýju sambandi. Strákurinn var nokkrum árum yngri en hún og segist Eva hafa ætlað sér að halda þessu leyndu fyrir honum. Eitt kvöldið þegar við vorum saman var rétta stundin og ég þorði að nefna þetta. Mér til mikils léttis þá tók hann vel í þetta og við prufuðum okkur áfram. Vá hvað ég fékk mikið út úr því. Þó sérstaklega því ég sá að hann fékk svo mikið út úr þessu líka. Eva segir þau hafa prófað sig áfram í þessum dúr af og til en hún hafi ekki þorað að segja honum strax frá öllum kenndum sínum á þessu sviði. Nýr kærasti sem vildi prófa Ári seinna, þá trúir hann mér fyrir leyndarmáli um reynslu sína sem unglingur með öðrum strák. Hann sagðist þó hafa fundið að það væri ekki fyrir hann. En þarna opnaðist smá gluggi. Ég greip tækifærið og nefndi það við hann að ég hafi stundum horft á hommaklám. Ég sagði honum líka frá því að mig langaði að prófa strap-on. Viti menn, hann kippti sér ekkert upp við þetta. Hann dæmdi mig ekki og var mjög opinn fyrir því að prófa. Kynlífið okkar eftir þessar játningar er vægast sagt geggjað, mér liður eins og við getum sagt hvort öðru allt og við gerum núna allt sem okkur langar að gera. Við treystum hvoru öðru. Eva segir að núna langi hana að prófa sig enn meira áfram en sé hrædd. Enn og aftur líður mér eins og að þetta sé ekki nóg, að mig langi til að prófa meira. Mig langar að sjá hann með öðrum karlmanni. Ég vil ekkert endilega að karlmaðurinn snerti mig, ég vil að hann einbeiti sér að kærastanum mínum. Eva segir kærastann hennar vera mjög opinn fyrir þessu. Opinn fyrir því að annar karlmaður bætist í kynlífið og snerti ekki Evu heldur stundi kynlíf einungis með honum. Eva segist vera mjög spennta en á sama tíma mjög hrædda. Hræðslan við að kynlífið þeirra verði ekki nóg eftir þetta er það sem Eva segir vera hennar mesta ótta ef þau ákveða að prófa að hleypa öðrum karlmanni í kynlífið. Hvað ef það þarf svo alltaf að vera annar karlmaður með? Hvað ef hann vill hann meira en mig? Þetta er svo kaldhæðnislegur ótti hjá mér þar sem þetta kemur allt frá mér. Það var ég sem stakk upp á þessu, ég veit það. Er þetta tabú? Eva talar um að hún velti því oft fyrir sér hvort að hún sé óeðlileg og að hún hafi aldrei heyrt um þetta áður. Aldrei heyrt talað um að konur æsist við að sjá tvo karlmenn saman. Hún skilur ekki hvernig hún geti verið gagnkynhneigð en samt viljað þetta. Ég hef aldrei heyrt talað um að stelpur vilji þetta, heldur alltaf öfugt. Karlmenn vilja sjá konur með öðrum konum. Afhverju er það? Er ég óeðlileg? Eftir þessa frásögn veltir maður því eðlilega fyrir sér af hverju þetta horfir svona ólíkt við kynjunum. Af hverju þykir í raun svona fullkomlega eðlilegt að gagnkynhneigðum karlmönnum finnist kynæsandi að sjá tvær konur saman, en aldrei á hinn veginn? Af hverju upplifir Eva þessar kenndir sínar, verandi kona, sem svona mikla og djúpa skömm? Hvers vegna er hennar hlið á málinu tabú? Eða er þetta kannski allt bara hið eðlilegasta mál þar sem ég og Eva erum bara að ofhugsa það að það sé einhver munur þarna milli kynja? Fyrir þá sem vilja deila sögum, reynslu eða senda okkur ábendingar, er hægt að senda tölvupóst á netfangið makamal@syn.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég vil láta binda mig“ „Ég hef vitað það frá unga aldri að ég hneigðist til BDSM og bindinga en eins og svo margir þá vissi ég ekki alveg hverju ég væri að leita eftir“. 15. júní 2020 19:59 Haltu mér, slepptu mér Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það hin samböndin. 14. júní 2020 21:32 Helmingur segist hafa leitað aftur í gamla sambandið Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segist helmingur lesenda hafa tekið aftur upp samband með fyrrverandi maka. 13. júní 2020 12:29 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ég vil láta binda mig“ „Ég hef vitað það frá unga aldri að ég hneigðist til BDSM og bindinga en eins og svo margir þá vissi ég ekki alveg hverju ég væri að leita eftir“. 15. júní 2020 19:59
Haltu mér, slepptu mér Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það hin samböndin. 14. júní 2020 21:32
Helmingur segist hafa leitað aftur í gamla sambandið Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segist helmingur lesenda hafa tekið aftur upp samband með fyrrverandi maka. 13. júní 2020 12:29