Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:36 Íbúar hverfis í Peking bíða þess að komast í sýnatöku. Getty/Lintao Zhang Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. Í hluta kínversku höfuðborgarinnar var útgöngubann sett í gildi í gærkvöldi og hafa öryggishlið verið sett upp milli hverfa til að koma í veg fyrir óþarfa ferðalög milli þeirra. Þá hefur fólki sem talið er líklegt að sé smitað verið bannað að yfirgefa borgina. Yang Zhanqiu, forseti smitsjúkdómadeildar háskólans í Wuhan, sagði í samtali við innlenda fréttamiðla að hann teldi að það afbrigði veirunnar sem nú herjar á Peking borg sé skæðara en það sem reið yfir Wuhanborg í upphafi faraldursins. Meira en 20 hverfi í Peking hafa verið skilgreind sem miðlungs-áhættusvæði og heilbrigðisyfirvöld sögðu á þriðjudag að fólk sem ekki má yfirgefa heimili sín og þeir sem eru í einangrun muni fá mat og lyf send heim. Allar íþróttamiðstöðvar og -mannvirki voru lokaðar í gær og einhver íþróttalið sem hittust í gær hafa verið send í sýnatöku. Þá hafa 106 ný tilfelli verið staðfest á síðustu dögum, þar á meðal greindust 27 ný tilfelli í dag, þriðjudag. Upptök veirunnar hafa verið rakin til markaðar í suð-vesturhluta Peking sem er sá stærsti sinnar gerðar í Asíu. Meira en 200 þúsund manns hafa farið á markaðinn frá 30. maí. Fleiri héruð hafa hert reglur og er öllum þeim sem ferðast hafa til Peking skylt að fara í sóttkví. Yfirvöld í Sjanghæ hafa gefið út að allir sem ferðist þangað frá svæðum sem talin eru áhættusvæði af miðlungs eða alvarlegu stigi þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Þá hafa meira en átta þúsund starfsmenn markaðarins verið sendir í sýnatöku og halda nú til í farsóttahúsum. Aðrir markaðir í Peking og meira en þrjátíu þúsund veitingastaðir hafa verið hreinsaðir hátt og lágt. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. Í hluta kínversku höfuðborgarinnar var útgöngubann sett í gildi í gærkvöldi og hafa öryggishlið verið sett upp milli hverfa til að koma í veg fyrir óþarfa ferðalög milli þeirra. Þá hefur fólki sem talið er líklegt að sé smitað verið bannað að yfirgefa borgina. Yang Zhanqiu, forseti smitsjúkdómadeildar háskólans í Wuhan, sagði í samtali við innlenda fréttamiðla að hann teldi að það afbrigði veirunnar sem nú herjar á Peking borg sé skæðara en það sem reið yfir Wuhanborg í upphafi faraldursins. Meira en 20 hverfi í Peking hafa verið skilgreind sem miðlungs-áhættusvæði og heilbrigðisyfirvöld sögðu á þriðjudag að fólk sem ekki má yfirgefa heimili sín og þeir sem eru í einangrun muni fá mat og lyf send heim. Allar íþróttamiðstöðvar og -mannvirki voru lokaðar í gær og einhver íþróttalið sem hittust í gær hafa verið send í sýnatöku. Þá hafa 106 ný tilfelli verið staðfest á síðustu dögum, þar á meðal greindust 27 ný tilfelli í dag, þriðjudag. Upptök veirunnar hafa verið rakin til markaðar í suð-vesturhluta Peking sem er sá stærsti sinnar gerðar í Asíu. Meira en 200 þúsund manns hafa farið á markaðinn frá 30. maí. Fleiri héruð hafa hert reglur og er öllum þeim sem ferðast hafa til Peking skylt að fara í sóttkví. Yfirvöld í Sjanghæ hafa gefið út að allir sem ferðist þangað frá svæðum sem talin eru áhættusvæði af miðlungs eða alvarlegu stigi þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Þá hafa meira en átta þúsund starfsmenn markaðarins verið sendir í sýnatöku og halda nú til í farsóttahúsum. Aðrir markaðir í Peking og meira en þrjátíu þúsund veitingastaðir hafa verið hreinsaðir hátt og lágt.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35
Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54