Katla hefur misst sjötíu kíló eftir magaermisaðgerð: „Maður þarf að taka hausinn í gegn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júní 2020 10:29 Rætt var við Kötlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Árið 2018 fór Katla Snorradóttir í magaermisaðgerð og hefur síðan þá misst rúmlega 70 kíló eða helming þyngdar sinnar. Hún segir að það eina sem hún sjái eftir í dag er að hafa ekki farið fyrr í aðgerðina. Sindri Sindrason hitti Kötlu á dögunum og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var lögð mikið í einelti sem krakki og gert mikið grín af því hvað ég væri stór,“ segir Katla. „Það var mikið talað um það af fólki í kringum mig að ég þyrfti nú að fara grennast og þá bara borðaði ég meira. Sem krakki vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera í þessu. Á unglingsárunum varð þetta verra og verra og maður borðaði bara til þess að bæla niður tilfinningar. Ég missi mömmu mína árið 2008 og þá gerðist það aftur að ég borðaði tilfinningar mínar í burtu. Og alltaf þegar það kom upp eitthvað áfall þá byrjaði ég aftur á því. Þetta er mikil matarfíkn og maður þarf að taka á henni eins og annarri fíkn.“ Katla hefur þurft að kljást við annarskonar fíkn á lífsleiðinni en segir að matarfíkn sé sú erfiðasta að ráða við. „Ég hef verið mikið jójó alla mína ævi. Náð að grennast og tók alla þessa kúra sem til voru. Það virkaði aldrei neitt. Ég fitnaði alltaf meira en það sem ég var áður en ég fór að grennast. Þetta var alltaf stigvaxandi.“ Árið 2017 missti hún síðan góðan vin sinn og tók því illa og leitaði huggunar í mat og þegar hún var þyngst var hún 152 kíló. Það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig „Þarna bætti ég á mig einhverjum þrjátíu kílóum á þremur mánuðum. Þá kom upp umræða á Facebook um magaermisaðgerð. Ég fór að skoða þetta og hugsa um þetta en sagði alltaf við mig að ég gæti þetta alveg sjálf og mig langaði ekki að fara einhverja auðvelda leið út.“ Hún tók þó ákvörðun um að fara þessa leið að lokum og segist hafa verið komin á hættulegan stað. Katla segir að þetta hafi síður en svo verið auðveld leið að fara en góð fyrir hana. „Þetta gerðist snöggt en ég vissi áður en ég fór í aðgerðina að maður þarf að taka hausinn í gegn. Ég var byrjuð að undirbúa mig og þetta er í raun það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig.“ Katla segir að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni enda var hún hætt að geta gert hluti sem flestum finnst sjálfsagt að geta gert. „Ég átti heima á þriðju hæð og gat varla labbað upp stigann án þess að vera að andast. Það var erfitt að fara í sokka og ég gat ekki lengur naglalakkað á mér táneglurnar. Það var alltaf erfitt að setjast í sæti og sérstaklega ef það voru svona hliðarkarmar og flugvélar voru alltaf erfiðar. Þessir litlu hlutir sem fólk pælir ekkert í. Ég var hætt að geta krosslagt á mér fæturnar.“ Hún segir að viðbrögð fólks eftir að hún léttist hafi verið mikil og fólk almennt mun kurteisara við hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Árið 2018 fór Katla Snorradóttir í magaermisaðgerð og hefur síðan þá misst rúmlega 70 kíló eða helming þyngdar sinnar. Hún segir að það eina sem hún sjái eftir í dag er að hafa ekki farið fyrr í aðgerðina. Sindri Sindrason hitti Kötlu á dögunum og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var lögð mikið í einelti sem krakki og gert mikið grín af því hvað ég væri stór,“ segir Katla. „Það var mikið talað um það af fólki í kringum mig að ég þyrfti nú að fara grennast og þá bara borðaði ég meira. Sem krakki vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera í þessu. Á unglingsárunum varð þetta verra og verra og maður borðaði bara til þess að bæla niður tilfinningar. Ég missi mömmu mína árið 2008 og þá gerðist það aftur að ég borðaði tilfinningar mínar í burtu. Og alltaf þegar það kom upp eitthvað áfall þá byrjaði ég aftur á því. Þetta er mikil matarfíkn og maður þarf að taka á henni eins og annarri fíkn.“ Katla hefur þurft að kljást við annarskonar fíkn á lífsleiðinni en segir að matarfíkn sé sú erfiðasta að ráða við. „Ég hef verið mikið jójó alla mína ævi. Náð að grennast og tók alla þessa kúra sem til voru. Það virkaði aldrei neitt. Ég fitnaði alltaf meira en það sem ég var áður en ég fór að grennast. Þetta var alltaf stigvaxandi.“ Árið 2017 missti hún síðan góðan vin sinn og tók því illa og leitaði huggunar í mat og þegar hún var þyngst var hún 152 kíló. Það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig „Þarna bætti ég á mig einhverjum þrjátíu kílóum á þremur mánuðum. Þá kom upp umræða á Facebook um magaermisaðgerð. Ég fór að skoða þetta og hugsa um þetta en sagði alltaf við mig að ég gæti þetta alveg sjálf og mig langaði ekki að fara einhverja auðvelda leið út.“ Hún tók þó ákvörðun um að fara þessa leið að lokum og segist hafa verið komin á hættulegan stað. Katla segir að þetta hafi síður en svo verið auðveld leið að fara en góð fyrir hana. „Þetta gerðist snöggt en ég vissi áður en ég fór í aðgerðina að maður þarf að taka hausinn í gegn. Ég var byrjuð að undirbúa mig og þetta er í raun það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig.“ Katla segir að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni enda var hún hætt að geta gert hluti sem flestum finnst sjálfsagt að geta gert. „Ég átti heima á þriðju hæð og gat varla labbað upp stigann án þess að vera að andast. Það var erfitt að fara í sokka og ég gat ekki lengur naglalakkað á mér táneglurnar. Það var alltaf erfitt að setjast í sæti og sérstaklega ef það voru svona hliðarkarmar og flugvélar voru alltaf erfiðar. Þessir litlu hlutir sem fólk pælir ekkert í. Ég var hætt að geta krosslagt á mér fæturnar.“ Hún segir að viðbrögð fólks eftir að hún léttist hafi verið mikil og fólk almennt mun kurteisara við hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira