Tvö silfur og yfir tíu milljónir til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 08:30 Hér má sjá efsta fólkið á Rogue Invitational mótinu um helgina. Mynd/Rogue Invitational Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson urðu bæði í öðru sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti um helgina og unnu sér þar með bæði inn 5,4 milljónir íslenskra króna. Rogue Invitational er eitt stærsta mót ársins í CrossFit íþróttinni en á það er hreinlega boðið besta CrossFit fólki heims. Árangur á öðrum mótum og þá aðallega heimsleikunum tryggir þeim bestu sæti á Rogue Invitational. Mótið var þó með breyttu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldarins. Það var ekki hægt að halda mótið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og því var ákveðið að breyta því í netmót. Keppnin fór engu að síður fram í beinni og var sýnt frá öllum keppendum frá þeirra eigin heimastöðvum. Sara og Björgvin Karl voru því að gera æfingar sínar hér heima á Íslandi. View this post on Instagram Congratulations to the 2020 Rogue Invitational podium finishers! #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:06pm PDT Sara og Björgvin Karl stóðu sig frábærlega en réðu þó ekki við sigurvegarana, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu og Patrick Vellner frá Kanada sem voru í nokkrum sérflokki og unnu bæði öruggan sigur. Sara og Björgvin Karl komu sér endanlega upp í annað sætið með því að vinna bæði næstsíðustu greinina. Það gaf þeim hvoru um sig 40 þúsund Bandaríkjadali eða meira en 5,4 milljónir íslenskra króna. Tia-Clair Toomey endaði með 630 stig eða 75 fleiri stig en Sara Sigmundsdóttir. Patrick Vellner var líka 75 stigum á undan Björgvini Karli. Björgvin Karl Guðmundsson endaði með jafnmörg stig og Noah Olsen en Björgvin Karl endaði ofar þar sem hann vann fleiri greinar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir kepptu líka á mótinu. Kartrín Tanja varð í 13. sæti en Þuríður Erla varð að sætta sig við 16. og næstsíðasta sætið. Katrín Tanja fékk 300 stig en Þuríður Erla var með 275 stig, tíu stigum á undan Cheryl Nasso sem endaði í neðsta sætinu. View this post on Instagram 2020 Rogue Invitational Final Results. The competition looked a little different this year, but the athletes rose to the occasion proving you don t need a roaring crowd or a stadium floor to make a memorable event. Thank you to all of the athletes, our partners and to everybody watching this weekend. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:46pm PDT CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson urðu bæði í öðru sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti um helgina og unnu sér þar með bæði inn 5,4 milljónir íslenskra króna. Rogue Invitational er eitt stærsta mót ársins í CrossFit íþróttinni en á það er hreinlega boðið besta CrossFit fólki heims. Árangur á öðrum mótum og þá aðallega heimsleikunum tryggir þeim bestu sæti á Rogue Invitational. Mótið var þó með breyttu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldarins. Það var ekki hægt að halda mótið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og því var ákveðið að breyta því í netmót. Keppnin fór engu að síður fram í beinni og var sýnt frá öllum keppendum frá þeirra eigin heimastöðvum. Sara og Björgvin Karl voru því að gera æfingar sínar hér heima á Íslandi. View this post on Instagram Congratulations to the 2020 Rogue Invitational podium finishers! #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:06pm PDT Sara og Björgvin Karl stóðu sig frábærlega en réðu þó ekki við sigurvegarana, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu og Patrick Vellner frá Kanada sem voru í nokkrum sérflokki og unnu bæði öruggan sigur. Sara og Björgvin Karl komu sér endanlega upp í annað sætið með því að vinna bæði næstsíðustu greinina. Það gaf þeim hvoru um sig 40 þúsund Bandaríkjadali eða meira en 5,4 milljónir íslenskra króna. Tia-Clair Toomey endaði með 630 stig eða 75 fleiri stig en Sara Sigmundsdóttir. Patrick Vellner var líka 75 stigum á undan Björgvini Karli. Björgvin Karl Guðmundsson endaði með jafnmörg stig og Noah Olsen en Björgvin Karl endaði ofar þar sem hann vann fleiri greinar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir kepptu líka á mótinu. Kartrín Tanja varð í 13. sæti en Þuríður Erla varð að sætta sig við 16. og næstsíðasta sætið. Katrín Tanja fékk 300 stig en Þuríður Erla var með 275 stig, tíu stigum á undan Cheryl Nasso sem endaði í neðsta sætinu. View this post on Instagram 2020 Rogue Invitational Final Results. The competition looked a little different this year, but the athletes rose to the occasion proving you don t need a roaring crowd or a stadium floor to make a memorable event. Thank you to all of the athletes, our partners and to everybody watching this weekend. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:46pm PDT
CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira