Anníe Mist gerði nánast út af við Fjallið á þrekæfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 08:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Hafþór Júlíus Björnsson höfðu bæði gaman af svona þegar hann var aðeins búinn að fá að jafna sig eftir æfinguna. Skjámynd/Youtube Hafþór Júlíus Björnsson þarf að bæta þrek og þol fyrir hnefaleikabardaga sinn við Eddie Hall í La Vegas. Hann hefur þegar létt sig mikið en þarf að mæta þol og snerpu sína talsvert í viðbót. Ein leið til þess væri að æfa aðeins eins og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist var líka klár í það að taka Fjallið með sér á þrekæfingu. CrossFit fólkið þekkir slíkar æfingar vel enda daglegt brauð hjá þeim en þetta var eitthvað aðeins öðruvísi fyrir kraftajötunn eins og Hafþór. Hafþór setti myndband inn á Youtube-síðu sína þar má sjá hann æfa með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Aegidius. Anníe Mist Þórisdóttur er komin sjö mánuði á leið en hefur æft mikið á meðgöngunni eins og aðdáendur hennar hafa fengið að fylgjast vel með. Anníe Mist skipulagði æfinguna fyrir Hafþór og kláraði hana síðan sjálf með glæsibrag. Það er svo gott sem hægt að krýna hana sem hraustustu óléttu konu í heimi í dag. View this post on Instagram New video up on YouTube now! Killer cardio session with 2x Fittest Woman on Earth @anniethorisdottir Link in bio!! https://youtu.be/N6uSVLRlfbw A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 8, 2020 at 2:28pm PDT Myndbandið á síðu Hafþórs sýnir þau þrjú æfa saman og það fer ekkert á milli mála að Hafþór er á síðustu bensíndropunum. „Þetta er í annað skiptið sem Anníe og Frederik ganga gjörsamlega frá mér en ég ætla ekki að sýna þeim að sé útkeyrður og ætla að halda áfram að pína mig áfram. Ég brotna ekki,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annars á miðri æfingunni eins og sást í myndbandinu. „Ég er strax byrjaður að fá krampa alls staðar í líkamanum,“ sagði Hafþór Júlíus en Frederik Aegidius rekur hann áfram: „Þú verður að klára“ en Anníe Mist leyfði honum síðan að klára á þrekhjólinu. Anníe Mist sagði síðan skemmtilega sögu af fyrstu æfingunni þeirra saman. Hafþór rétt marði hana í fyrstu umferðinni en áttaði sig ekki á því að umferðirnar voru sex. Hann var síðan algjörlega búinn eftir aðra umferð. „Hann lá á gólfinu í tuttugu til þrjátíu mínútur að jafna sig,“ sagði Anníe Mist hlæjandi en hún hrósaði Hafþóri fyrir hversu langt hann er kominn núna. „Hann er eins og nýr maður og orðinn maður sem ég get unnið með,“ sagði Anníe Mist. „Hann mun aldrei koma aftur er það nokkuð, spurði Anníe Mist síðan brosandi en Hafþór lofaði því að koma aftur. „Þú þekkir mig. Ég mun koma aftur. Sérstaklega núna af því að æfingarnar mínar munu breytast núna og ég þarf að vinna meira í þolinu. Ég vil endilega koma ef ég er ekki trufla æfingarnar,“ sagði Hafþór Júlíus. „Hann er ekki að trufla mikið æfingarnar mínar þessa dagana,“ sagði Anníe Mist og vísaði þá í þá staðreynd að hún á að eiga sitt fyrsta barn í ágúst. „Markmiðið hans ætti að vera að komast fram úr mér áður en ég eignast barnið,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Það er ekki slæmt fyrir Fjallið ef tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit ætlar að hjálpa honum að komast í alvöru form fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas. Það má sjá æfinguna þeirra saman hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Kraftlyftingar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson þarf að bæta þrek og þol fyrir hnefaleikabardaga sinn við Eddie Hall í La Vegas. Hann hefur þegar létt sig mikið en þarf að mæta þol og snerpu sína talsvert í viðbót. Ein leið til þess væri að æfa aðeins eins og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist var líka klár í það að taka Fjallið með sér á þrekæfingu. CrossFit fólkið þekkir slíkar æfingar vel enda daglegt brauð hjá þeim en þetta var eitthvað aðeins öðruvísi fyrir kraftajötunn eins og Hafþór. Hafþór setti myndband inn á Youtube-síðu sína þar má sjá hann æfa með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Aegidius. Anníe Mist Þórisdóttur er komin sjö mánuði á leið en hefur æft mikið á meðgöngunni eins og aðdáendur hennar hafa fengið að fylgjast vel með. Anníe Mist skipulagði æfinguna fyrir Hafþór og kláraði hana síðan sjálf með glæsibrag. Það er svo gott sem hægt að krýna hana sem hraustustu óléttu konu í heimi í dag. View this post on Instagram New video up on YouTube now! Killer cardio session with 2x Fittest Woman on Earth @anniethorisdottir Link in bio!! https://youtu.be/N6uSVLRlfbw A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 8, 2020 at 2:28pm PDT Myndbandið á síðu Hafþórs sýnir þau þrjú æfa saman og það fer ekkert á milli mála að Hafþór er á síðustu bensíndropunum. „Þetta er í annað skiptið sem Anníe og Frederik ganga gjörsamlega frá mér en ég ætla ekki að sýna þeim að sé útkeyrður og ætla að halda áfram að pína mig áfram. Ég brotna ekki,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annars á miðri æfingunni eins og sást í myndbandinu. „Ég er strax byrjaður að fá krampa alls staðar í líkamanum,“ sagði Hafþór Júlíus en Frederik Aegidius rekur hann áfram: „Þú verður að klára“ en Anníe Mist leyfði honum síðan að klára á þrekhjólinu. Anníe Mist sagði síðan skemmtilega sögu af fyrstu æfingunni þeirra saman. Hafþór rétt marði hana í fyrstu umferðinni en áttaði sig ekki á því að umferðirnar voru sex. Hann var síðan algjörlega búinn eftir aðra umferð. „Hann lá á gólfinu í tuttugu til þrjátíu mínútur að jafna sig,“ sagði Anníe Mist hlæjandi en hún hrósaði Hafþóri fyrir hversu langt hann er kominn núna. „Hann er eins og nýr maður og orðinn maður sem ég get unnið með,“ sagði Anníe Mist. „Hann mun aldrei koma aftur er það nokkuð, spurði Anníe Mist síðan brosandi en Hafþór lofaði því að koma aftur. „Þú þekkir mig. Ég mun koma aftur. Sérstaklega núna af því að æfingarnar mínar munu breytast núna og ég þarf að vinna meira í þolinu. Ég vil endilega koma ef ég er ekki trufla æfingarnar,“ sagði Hafþór Júlíus. „Hann er ekki að trufla mikið æfingarnar mínar þessa dagana,“ sagði Anníe Mist og vísaði þá í þá staðreynd að hún á að eiga sitt fyrsta barn í ágúst. „Markmiðið hans ætti að vera að komast fram úr mér áður en ég eignast barnið,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Það er ekki slæmt fyrir Fjallið ef tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit ætlar að hjálpa honum að komast í alvöru form fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas. Það má sjá æfinguna þeirra saman hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Kraftlyftingar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira