Hefur enga trú á því að Víkingur verði Íslandsmeistari: „Verða aldrei í topp fjórum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2020 07:30 Ágúst Eðvald og félagar eru ríkjandi bikarmeistarar. Vísir/Daníel Þór Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Möguleikar Víkings voru ræddir í upphitunarþætti Gumma Ben og spekinga hans á miðvikudagskvöldið er þeir ræddu þrjú síðustu liðin í stafrófsröð deildarinnar; Val, Víking og Stjörnuna. Það var farið yfir hverjir eru farnir og komnir frá síðustu leiktíð og Atli Viðar Björnsson segir að liðið sé slakara en það sem lið endaði tímabilið í fyrra en Guðmundur Andri Tryggvason hefur yfirgefið félagið. „Ef þeir ætla að vera Íslandsmeistarar er þetta langt frá því að verða nóg,“ sagði Atli Viðar er farið var yfir hverju voru komnir og farnir frá Víkings-liðinu frá síðustu leiktíð. „Víkingsliðið í dag er ekki betra en Víkingsliðið sem endaði mótið í fyrra og spilaði seinni hlutann. Það lið tók sextán stig í seinni umferðinni. Það gera 32 stig í heilu móti og það skilar þeim um miðja deild. Ég held að þeir þurfi að gera meira og þeir eru ekki tilbúnir að verða Íslandsmeistarar.“ Tómas Ingi er á sama máli og segir að það þurfi meira til. Hann hefur litla trú á Víkingum og segir að þeim vanti mann sem skori hátt í fimmtán mörk. Hann reiknar ekki með að Óttar Magnús Karlsson geti skorað svo mörg mörk og segir að liðið muni sakna Guðmundar Andra. „Þú sýndir skilti þar sem stóð að hann (Guðmundur Andri) var með sjö, Óttar fimm og Kwame (Quee) fjögur. Þeir þurfa tíu, tólf, fjórtán marka mann. Óttar getur verið tíu marka maður en ég held hann fari ekki upp í fjórtán fimmtán.“ „Þeir þurfa að vera með svoleiðis mann ef þeir ætla að vinna mótið. Ég hef enga trú á því á að þeir vinni þetta mót. Arnar spilar frábæran fótbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur en það er yfirleitt stigin sem telja.“ „Þrátt fyrir að hann spili flottan og skemmtilegan fótbolta, eins og hann vill spila hann, þá er hann ekki alltaf árangursríkur. Þeir eru með mikið af ungum strákum í bland við mikla reynslu. Það er gaman að horfa á Víking spila. Fín blanda en ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta verði ágætt eða lélegt. Þetta verður aldrei topp fjórir en ég giska á fimm til níu.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um titilvonir Víkinga Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Möguleikar Víkings voru ræddir í upphitunarþætti Gumma Ben og spekinga hans á miðvikudagskvöldið er þeir ræddu þrjú síðustu liðin í stafrófsröð deildarinnar; Val, Víking og Stjörnuna. Það var farið yfir hverjir eru farnir og komnir frá síðustu leiktíð og Atli Viðar Björnsson segir að liðið sé slakara en það sem lið endaði tímabilið í fyrra en Guðmundur Andri Tryggvason hefur yfirgefið félagið. „Ef þeir ætla að vera Íslandsmeistarar er þetta langt frá því að verða nóg,“ sagði Atli Viðar er farið var yfir hverju voru komnir og farnir frá Víkings-liðinu frá síðustu leiktíð. „Víkingsliðið í dag er ekki betra en Víkingsliðið sem endaði mótið í fyrra og spilaði seinni hlutann. Það lið tók sextán stig í seinni umferðinni. Það gera 32 stig í heilu móti og það skilar þeim um miðja deild. Ég held að þeir þurfi að gera meira og þeir eru ekki tilbúnir að verða Íslandsmeistarar.“ Tómas Ingi er á sama máli og segir að það þurfi meira til. Hann hefur litla trú á Víkingum og segir að þeim vanti mann sem skori hátt í fimmtán mörk. Hann reiknar ekki með að Óttar Magnús Karlsson geti skorað svo mörg mörk og segir að liðið muni sakna Guðmundar Andra. „Þú sýndir skilti þar sem stóð að hann (Guðmundur Andri) var með sjö, Óttar fimm og Kwame (Quee) fjögur. Þeir þurfa tíu, tólf, fjórtán marka mann. Óttar getur verið tíu marka maður en ég held hann fari ekki upp í fjórtán fimmtán.“ „Þeir þurfa að vera með svoleiðis mann ef þeir ætla að vinna mótið. Ég hef enga trú á því á að þeir vinni þetta mót. Arnar spilar frábæran fótbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur en það er yfirleitt stigin sem telja.“ „Þrátt fyrir að hann spili flottan og skemmtilegan fótbolta, eins og hann vill spila hann, þá er hann ekki alltaf árangursríkur. Þeir eru með mikið af ungum strákum í bland við mikla reynslu. Það er gaman að horfa á Víking spila. Fín blanda en ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta verði ágætt eða lélegt. Þetta verður aldrei topp fjórir en ég giska á fimm til níu.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um titilvonir Víkinga
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira