Vildu Hannes í titilbaráttu í Noregi en hann fann mann í sinn stað Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2020 20:00 Hannes Þór Halldórsson verður í marki Vals á laugardagskvöld þegar liðið tekur á móti KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar. VÍSIR/BÁRA Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs. Hannes lék með Glimt hluta EM-ársins 2016, sem lánsmaður frá NEC Nijmegen í Hollandi, og hefur greinilega haldið góðu sambandi við félagið. Eftir að hafa slegið út af borðinu að koma sjálfur til félagsins, með augun á því að berjast um Íslandsmeistaratitil með Val, mælti hann nefnilega með markmanni í sinn stað fyrir Glimt. Sá heitir Joshua Smits og var æfingafélagi Hannesar hjá NEC, og allt útlit er fyrir að hann verði nýr aðalmarkvörður norska liðsins. Í viðtali við Eurosport í Noregi segir Hannes það vissulega hafa verið freistandi að snúa aftur til Bodö og taka þátt í miklum uppgangi síns gamla liðs. Hann hefur verið í góðu sambandi við Jonas Ueland Kolstad, sinn gamla markmannsþjálfara. „Við Jonas höfum haldið góðu sambandi síðan ég var í Bodö og þeir hafa áður spurt mig hvort að ég vilji koma til baka en það hefur ekki verið mögulegt. Þegar að við sáum að það væri ekki hægt þá mælti ég með Smits,“ sagði Hannes, sem staðfesti að Bodö/Glimt hefði síðast falast eftir sér í vor. Þá hefði Valur staðið eftir án markvarðar rétt fyrir mót „Það er ekki langt síðan. En tímabilið á Íslandi hefst á laugardaginn, ég er búinn að koma mér vel fyrir með fjölskyldunni hérna og er með samning til þriggja ára við Val sem ætlar sér að vinna deildina. Þetta var því ekki mögulegt enda stæði Valur þá eftir án markvarðar rétt fyrir upphaf tímabilsins,“ sagði Hannes, og tekur undir að það hefði verið freistandi að koma inn í lið Bodö/Glimt sem gekk svo vel í fyrra. „Einmitt. Þess vegna var þetta freistandi. Þeir áttu stórkostlegt tímabil í fyrra og ég átti mjög góðan tíma í Bodö. Það hefði verið gaman að keppa um gull með Glimt í ár. En nú fær Joshua að njóta lífsins í Bodö. Ég mun óska honum til hamingju ef það endar með meistaratitli en ég verð líka svolítið afbrýðisamur,“ sagði Hannes og hló. Pepsi Max-deild karla Valur Norski boltinn Tengdar fréttir Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs. Hannes lék með Glimt hluta EM-ársins 2016, sem lánsmaður frá NEC Nijmegen í Hollandi, og hefur greinilega haldið góðu sambandi við félagið. Eftir að hafa slegið út af borðinu að koma sjálfur til félagsins, með augun á því að berjast um Íslandsmeistaratitil með Val, mælti hann nefnilega með markmanni í sinn stað fyrir Glimt. Sá heitir Joshua Smits og var æfingafélagi Hannesar hjá NEC, og allt útlit er fyrir að hann verði nýr aðalmarkvörður norska liðsins. Í viðtali við Eurosport í Noregi segir Hannes það vissulega hafa verið freistandi að snúa aftur til Bodö og taka þátt í miklum uppgangi síns gamla liðs. Hann hefur verið í góðu sambandi við Jonas Ueland Kolstad, sinn gamla markmannsþjálfara. „Við Jonas höfum haldið góðu sambandi síðan ég var í Bodö og þeir hafa áður spurt mig hvort að ég vilji koma til baka en það hefur ekki verið mögulegt. Þegar að við sáum að það væri ekki hægt þá mælti ég með Smits,“ sagði Hannes, sem staðfesti að Bodö/Glimt hefði síðast falast eftir sér í vor. Þá hefði Valur staðið eftir án markvarðar rétt fyrir mót „Það er ekki langt síðan. En tímabilið á Íslandi hefst á laugardaginn, ég er búinn að koma mér vel fyrir með fjölskyldunni hérna og er með samning til þriggja ára við Val sem ætlar sér að vinna deildina. Þetta var því ekki mögulegt enda stæði Valur þá eftir án markvarðar rétt fyrir upphaf tímabilsins,“ sagði Hannes, og tekur undir að það hefði verið freistandi að koma inn í lið Bodö/Glimt sem gekk svo vel í fyrra. „Einmitt. Þess vegna var þetta freistandi. Þeir áttu stórkostlegt tímabil í fyrra og ég átti mjög góðan tíma í Bodö. Það hefði verið gaman að keppa um gull með Glimt í ár. En nú fær Joshua að njóta lífsins í Bodö. Ég mun óska honum til hamingju ef það endar með meistaratitli en ég verð líka svolítið afbrýðisamur,“ sagði Hannes og hló.
Pepsi Max-deild karla Valur Norski boltinn Tengdar fréttir Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30