Tómas Ingi um Aron Bjarnason: „Aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 09:00 Aron Bjarnason í leik með Blikum síðasta sumar. Vísir/Bára Tómas Ingi Tómasson, einn sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að koma Arons Bjarnasonar í lið Vals muni ekki skipta sköpum í sumar en þetta sagði hann í fjórða og síðasta miðvikudags-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna sem var á dagskránni í gær. Valur var á meðal þeirra liða sem fjallað var um en einnig var farið yfir lið Stjörnunnar og bikarmeistara Víkings. Stjórnandinn Guðmundur Benediktsson spurði þá Tómas Inga og Atla Viðar Björnsson hvort að koma Arons, á láni frá Újpest í Ungverjalandi, myndi verða punkturinn yfir I-ið hjá Val. „Ekki að mínu mati. Ég hef aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara. Hann tók þarna þrjá til fjóra leiki með Blikum og var svo farinn út,“ sagði Tómas Ingi. Aron gekk í raðir Újpest í Ungverjalandi síðasta sumar en hann spilaði vel með Blikum fyrri hluta tímabils og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum og lagði upp annað eins. „Fyrir mér finnst mér hann ekki jafn góður og öllum öðrum þannig að ég hlýt að hafa vitlaust fyrir mér. Það eru svo margir sem finnst hann rosa góður en mér finnst hann mjög takmarkaður,“ bætti Tómas Ingi við og hélt áfram: „Hann er ösku fljótur en mér finnst hann ekki nýta færin sín. Auðvitað skorar hann úr öllum færunum sínum í þessari klippu en mér finnst hann mjög oft rekja boltann yfir endalínu og klaufalegur í tækniatriðum. Hraðinn hans á Íslandi getur þó auðvitað gert mjög mikið.“ Atli Viðar Björnsson segir að koma Arons minni dálítið á þegar Dion Acoff, núverandi leikmaður Þróttar, lék með Val á árunum 2017 og 2018. Valur varð Íslandsmeistari bæði árin. „Hann á auðvitað sitt lang besta „run“ þessa fyrri umferð með Breiðabliki í fyrra sem verður til þess að hann fái þetta „múv“ til Ungverjalands en að fá hann þarna inn, er það ekki bara svipað og þegar þeir voru með Dion Acoff 2017 og 2018? Þeir eru með eina sprengju og geta ógnað inn fyrir,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Aron Bjarnason Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max-mörkin Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, einn sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að koma Arons Bjarnasonar í lið Vals muni ekki skipta sköpum í sumar en þetta sagði hann í fjórða og síðasta miðvikudags-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna sem var á dagskránni í gær. Valur var á meðal þeirra liða sem fjallað var um en einnig var farið yfir lið Stjörnunnar og bikarmeistara Víkings. Stjórnandinn Guðmundur Benediktsson spurði þá Tómas Inga og Atla Viðar Björnsson hvort að koma Arons, á láni frá Újpest í Ungverjalandi, myndi verða punkturinn yfir I-ið hjá Val. „Ekki að mínu mati. Ég hef aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara. Hann tók þarna þrjá til fjóra leiki með Blikum og var svo farinn út,“ sagði Tómas Ingi. Aron gekk í raðir Újpest í Ungverjalandi síðasta sumar en hann spilaði vel með Blikum fyrri hluta tímabils og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum og lagði upp annað eins. „Fyrir mér finnst mér hann ekki jafn góður og öllum öðrum þannig að ég hlýt að hafa vitlaust fyrir mér. Það eru svo margir sem finnst hann rosa góður en mér finnst hann mjög takmarkaður,“ bætti Tómas Ingi við og hélt áfram: „Hann er ösku fljótur en mér finnst hann ekki nýta færin sín. Auðvitað skorar hann úr öllum færunum sínum í þessari klippu en mér finnst hann mjög oft rekja boltann yfir endalínu og klaufalegur í tækniatriðum. Hraðinn hans á Íslandi getur þó auðvitað gert mjög mikið.“ Atli Viðar Björnsson segir að koma Arons minni dálítið á þegar Dion Acoff, núverandi leikmaður Þróttar, lék með Val á árunum 2017 og 2018. Valur varð Íslandsmeistari bæði árin. „Hann á auðvitað sitt lang besta „run“ þessa fyrri umferð með Breiðabliki í fyrra sem verður til þess að hann fái þetta „múv“ til Ungverjalands en að fá hann þarna inn, er það ekki bara svipað og þegar þeir voru með Dion Acoff 2017 og 2018? Þeir eru með eina sprengju og geta ógnað inn fyrir,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Aron Bjarnason
Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max-mörkin Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Sjá meira