Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2020 22:07 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir eldgosi í kjölfarið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grímsvötn gusu síðast árið 2011 stóru eldgosi en gosin þar á undan, 1998 og 2004, voru minni. Núna segir Magnús Tumi að það styttist í að menn geti búist við öðru gosi. Á þessu ári hafi jarðskjálftavirkni aukist og merki séu um meiri jarðhita. Þá sé vísindahópur frá Veðurstofu Íslands nýkominn úr Grímsvötnum og hafi greint gasútsreymi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí árið 2011. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þau sjá merki um aukið gasútstreymi, kvikugas. En það passar alveg við það að það sé svona komið vel á seinni hlutann á hvíldartímabilinu hjá Grímsvötnum núna,“ segir Magnús Tumi. Hann segir vel þekkt úr Grímsvötnum að hlaup framkalli gos þegar farginu léttir af þaki kvikuhólfsins. „Nú er staðan þannig að það er frekar hátt vatnsborð í Grímsvötnum. Þannig að ef það hleypur úr þeim þá þurfum við að vera mjög vakandi yfir þeim möguleika, að fylgjast vel með. Það gæti þá orðið til þess að það kæmi Grímsvatnagos,“ segir Magnús Tumi og telur að það yrði hefðbundið gos. Hlaup úr Grímsvötnum færi að öllum líkindum um farveg Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Þessi mynd var tekin í hlaupi sem hófst í lok október 2010.Stöð 2/Lóa Pind. Hann segir sennilegt að hlaup gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Það kæmi þá niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvernig Grímsvatnagosið 2011 hófst: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir eldgosi í kjölfarið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grímsvötn gusu síðast árið 2011 stóru eldgosi en gosin þar á undan, 1998 og 2004, voru minni. Núna segir Magnús Tumi að það styttist í að menn geti búist við öðru gosi. Á þessu ári hafi jarðskjálftavirkni aukist og merki séu um meiri jarðhita. Þá sé vísindahópur frá Veðurstofu Íslands nýkominn úr Grímsvötnum og hafi greint gasútsreymi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí árið 2011. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þau sjá merki um aukið gasútstreymi, kvikugas. En það passar alveg við það að það sé svona komið vel á seinni hlutann á hvíldartímabilinu hjá Grímsvötnum núna,“ segir Magnús Tumi. Hann segir vel þekkt úr Grímsvötnum að hlaup framkalli gos þegar farginu léttir af þaki kvikuhólfsins. „Nú er staðan þannig að það er frekar hátt vatnsborð í Grímsvötnum. Þannig að ef það hleypur úr þeim þá þurfum við að vera mjög vakandi yfir þeim möguleika, að fylgjast vel með. Það gæti þá orðið til þess að það kæmi Grímsvatnagos,“ segir Magnús Tumi og telur að það yrði hefðbundið gos. Hlaup úr Grímsvötnum færi að öllum líkindum um farveg Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Þessi mynd var tekin í hlaupi sem hófst í lok október 2010.Stöð 2/Lóa Pind. Hann segir sennilegt að hlaup gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Það kæmi þá niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvernig Grímsvatnagosið 2011 hófst:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira