Æðislegt að spila með fyrirmyndinni: „Hún er líka mjög skemmtilegur karakter“ Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2020 19:00 Karen Lind, Elísabet Sunna og Gunnhildur Hekla frá GKG voru ánægðar með daginn. mynd/stöð 2 „Hún er náttúrulega fyrirmynd allra og það var æðislegt að spila með henni,“ sagði Karen Lind Stefánsdóttir eftir að hafa spilað í holli með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á golfmóti sem sérstaklega er ætlað til að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi. Um er að ræða níu holu golfmót fyrir stúlkur sem KPMG hélt í dag, í samstarfi við GSÍ og Ólafíu Þórunni. Níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar leiðbeindu stúlkunum, sem voru 27 talsins, og svo skiptu þær sér niður í holl sem hvert var skipað þremur stúlkum og einum afrekskylfingi. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef heyrt það frá kennurum á Íslandi að eftir að ég komst á LPGA hefur stelpugolfið aukist svolítið mikið hérna. Það hafi aldrei verið meiri skráning á námskeiðin, og við viljum halda því áfram og hvetja stelpur til að halda áfram og gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær,“ sagði Ólafía Þórunn við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Haraldur Franklín Magnús var í hollinu sem fór með sigur af hólmi, á átta höggum undir pari, og var ánægður með stelpurnar: „Þær voru frábærar. Það var gott veður hérna, völlurinn skemmtilegur og þetta er skemmtilegt framtak. Ég var í mjög skemmtilegu holli,“ sagði Haraldur. Mikil ánægja var hjá stúlkunum með mótið. „Það er sérstaklega gaman að spila með þessum kylfingum. Ólafía er náttúrulega fyrirmynd allra, fyrst inn á [LPGA] túrinn og mjög ung þegar hún fór þangað inn. Það var æðislegt að spila með henni. Hún er líka mjög skemmtilegur karakter,“ sagði Karen Lind sem eins og fyrr segir lék í holli með Ólafíu. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir var í sigurliðinu og naut þess að spila með kylfingi sem leikið hefur á sjálfu Opna breska meistaramótinu, og sjá aðra af þeim bestu á landinu: „Það var bara mjög gaman. Sérstaklega að sjá þau dræva svona langt. Það er alveg rosalegt,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Stúlknamót KPMG og Ólafíu Golf Sportpakkinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Hún er náttúrulega fyrirmynd allra og það var æðislegt að spila með henni,“ sagði Karen Lind Stefánsdóttir eftir að hafa spilað í holli með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á golfmóti sem sérstaklega er ætlað til að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi. Um er að ræða níu holu golfmót fyrir stúlkur sem KPMG hélt í dag, í samstarfi við GSÍ og Ólafíu Þórunni. Níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar leiðbeindu stúlkunum, sem voru 27 talsins, og svo skiptu þær sér niður í holl sem hvert var skipað þremur stúlkum og einum afrekskylfingi. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef heyrt það frá kennurum á Íslandi að eftir að ég komst á LPGA hefur stelpugolfið aukist svolítið mikið hérna. Það hafi aldrei verið meiri skráning á námskeiðin, og við viljum halda því áfram og hvetja stelpur til að halda áfram og gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær,“ sagði Ólafía Þórunn við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Haraldur Franklín Magnús var í hollinu sem fór með sigur af hólmi, á átta höggum undir pari, og var ánægður með stelpurnar: „Þær voru frábærar. Það var gott veður hérna, völlurinn skemmtilegur og þetta er skemmtilegt framtak. Ég var í mjög skemmtilegu holli,“ sagði Haraldur. Mikil ánægja var hjá stúlkunum með mótið. „Það er sérstaklega gaman að spila með þessum kylfingum. Ólafía er náttúrulega fyrirmynd allra, fyrst inn á [LPGA] túrinn og mjög ung þegar hún fór þangað inn. Það var æðislegt að spila með henni. Hún er líka mjög skemmtilegur karakter,“ sagði Karen Lind sem eins og fyrr segir lék í holli með Ólafíu. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir var í sigurliðinu og naut þess að spila með kylfingi sem leikið hefur á sjálfu Opna breska meistaramótinu, og sjá aðra af þeim bestu á landinu: „Það var bara mjög gaman. Sérstaklega að sjá þau dræva svona langt. Það er alveg rosalegt,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Stúlknamót KPMG og Ólafíu
Golf Sportpakkinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira