Gareth Southgate enn að plana það að mæta með enska liðið á Laugardalsvöllinn í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2020 11:30 Wayne Rooney reynir að stoppa Gylfa Þór Sigurðsson í leiknum fræga í Nice á EM 2016 í Frakklandi. Ísland vann 2-1 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Evrim Aydin Mikil óvissa er í kringum alla fótboltalandsleiki í haust en það á enn eftir að spila umspilsleikina um sæti á EM og Þjóðadeildin á byrja í september. Gareth Southgate ræddi stöðuna við Guardian í tilefni af því að Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að funda um framhaldið hjá landsliðunum í næstu viku. Knattspyrnusamband Evrópu setti það í forgang að knattspyrnusamböndin myndu klára sínar deildir í sumar og í framhaldi af því yrðu Evrópukeppnir félagsliða kláraðar í ágúst. Landsliðsmálin hafa því setið aðeins á hakanum opinberlega þó UEFA-menn séu örugglega að fara vel yfir þau mál á bak við tjöldin. Gareth Southgate var í viðtalinu meðal annars spurður út í Þjóðadeildina þar sem Englendingar eru í riðli með Íslandi, Belgíu og Danmörku. Enska landsliðið átti eins og íslenska landsliðið að spila tvo leiki í september, tvo leiki í október og tvo leiki í nóvember. Gareth Southgate fears impact if England unable to return in September @DaveHytner https://t.co/LOvlF7XOt1— Guardian sport (@guardian_sport) June 10, 2020 „Ég er bjartsýnni núna en ég var líklega fyrir sex vikum síða af því að það lítur út eins og að baráttan við veiruna sé á leið í rétta átt,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. „Það var vissulega tímapunktur þar sem ég hélt að það yrðu engir landsleikir spilaði fyrir jól. Þýska bundesligan kom hlutunum á hreyfingu og þá lítur það betur út fyrir fótboltann að koma til baka í okkar landi,“ sagði Southgate. „Leikjadagatalið er samt mjög þétt og það myndi búa til mjög erfiða stöðu ef við mundum tapa einu landsleikjahléi og menn þyrftu að fara troða öllum þeim leikjum inn á milli hinna. Það væri samt mögulegt því HM 2022 fer ekki fram fyrr en um veturinn og það hefur gefið okkur smá andrými,“ sagði Southgate. „Á UEFA fundinum sem ég var á það miðaðist allt við það að landsleikahléin héldu sér í september, október og nóvember. Flækjustigið hefur auðvitað aukist af því að deildirnar þurfa að byrja aftur á þessum tíma. Það er enn margt óljóst og menn verða síðan að taka ferðalögin inn í dæmið,“ sagði Southgate. Uefa Nations League top-tier groups:Netherlands, Italy, Bosnia-Herzegovina and Poland.England, Belgium, Denmark and Iceland.Portugal, France, Sweden and Croatia.Switzerland, Spain, Ukraine and Germany.https://t.co/u7ULqLDgZS— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Við erum í riðli í Þjóðadeildinni með Íslandi og Ísland á eftir að spila umspilsleiki fyrir EM. Í mars á síðan undankeppni HM að hefjast. Það gæti því haft mikil áhrif ef við missum út einn gluggann,“ sagði Southgate. „Við plönum samt allt hjá okkur miðað við það að við séum að fara að spila í september en að sama skapi veit ég að það er langt frá því að vera öruggt að leikirnir fari fram þá,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. Fyrsti leikur Englendinga í Þjóðadeildinni átti að vera leikurinn á móti Íslandi á Laugardalsvellinum í byrjun september. Iceland s 2-1 win in Nice in Euro 2016 to the sound of the thunderclap was one of the most humiliating results in England s history.The two will be reunited in the Nations League, along with Belgium and Denmark, reports @martynziegler https://t.co/quuXb4k18s— Times Sport (@TimesSport) March 4, 2020 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Mikil óvissa er í kringum alla fótboltalandsleiki í haust en það á enn eftir að spila umspilsleikina um sæti á EM og Þjóðadeildin á byrja í september. Gareth Southgate ræddi stöðuna við Guardian í tilefni af því að Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að funda um framhaldið hjá landsliðunum í næstu viku. Knattspyrnusamband Evrópu setti það í forgang að knattspyrnusamböndin myndu klára sínar deildir í sumar og í framhaldi af því yrðu Evrópukeppnir félagsliða kláraðar í ágúst. Landsliðsmálin hafa því setið aðeins á hakanum opinberlega þó UEFA-menn séu örugglega að fara vel yfir þau mál á bak við tjöldin. Gareth Southgate var í viðtalinu meðal annars spurður út í Þjóðadeildina þar sem Englendingar eru í riðli með Íslandi, Belgíu og Danmörku. Enska landsliðið átti eins og íslenska landsliðið að spila tvo leiki í september, tvo leiki í október og tvo leiki í nóvember. Gareth Southgate fears impact if England unable to return in September @DaveHytner https://t.co/LOvlF7XOt1— Guardian sport (@guardian_sport) June 10, 2020 „Ég er bjartsýnni núna en ég var líklega fyrir sex vikum síða af því að það lítur út eins og að baráttan við veiruna sé á leið í rétta átt,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. „Það var vissulega tímapunktur þar sem ég hélt að það yrðu engir landsleikir spilaði fyrir jól. Þýska bundesligan kom hlutunum á hreyfingu og þá lítur það betur út fyrir fótboltann að koma til baka í okkar landi,“ sagði Southgate. „Leikjadagatalið er samt mjög þétt og það myndi búa til mjög erfiða stöðu ef við mundum tapa einu landsleikjahléi og menn þyrftu að fara troða öllum þeim leikjum inn á milli hinna. Það væri samt mögulegt því HM 2022 fer ekki fram fyrr en um veturinn og það hefur gefið okkur smá andrými,“ sagði Southgate. „Á UEFA fundinum sem ég var á það miðaðist allt við það að landsleikahléin héldu sér í september, október og nóvember. Flækjustigið hefur auðvitað aukist af því að deildirnar þurfa að byrja aftur á þessum tíma. Það er enn margt óljóst og menn verða síðan að taka ferðalögin inn í dæmið,“ sagði Southgate. Uefa Nations League top-tier groups:Netherlands, Italy, Bosnia-Herzegovina and Poland.England, Belgium, Denmark and Iceland.Portugal, France, Sweden and Croatia.Switzerland, Spain, Ukraine and Germany.https://t.co/u7ULqLDgZS— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Við erum í riðli í Þjóðadeildinni með Íslandi og Ísland á eftir að spila umspilsleiki fyrir EM. Í mars á síðan undankeppni HM að hefjast. Það gæti því haft mikil áhrif ef við missum út einn gluggann,“ sagði Southgate. „Við plönum samt allt hjá okkur miðað við það að við séum að fara að spila í september en að sama skapi veit ég að það er langt frá því að vera öruggt að leikirnir fari fram þá,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. Fyrsti leikur Englendinga í Þjóðadeildinni átti að vera leikurinn á móti Íslandi á Laugardalsvellinum í byrjun september. Iceland s 2-1 win in Nice in Euro 2016 to the sound of the thunderclap was one of the most humiliating results in England s history.The two will be reunited in the Nations League, along with Belgium and Denmark, reports @martynziegler https://t.co/quuXb4k18s— Times Sport (@TimesSport) March 4, 2020
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira