Gareth Southgate enn að plana það að mæta með enska liðið á Laugardalsvöllinn í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2020 11:30 Wayne Rooney reynir að stoppa Gylfa Þór Sigurðsson í leiknum fræga í Nice á EM 2016 í Frakklandi. Ísland vann 2-1 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Evrim Aydin Mikil óvissa er í kringum alla fótboltalandsleiki í haust en það á enn eftir að spila umspilsleikina um sæti á EM og Þjóðadeildin á byrja í september. Gareth Southgate ræddi stöðuna við Guardian í tilefni af því að Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að funda um framhaldið hjá landsliðunum í næstu viku. Knattspyrnusamband Evrópu setti það í forgang að knattspyrnusamböndin myndu klára sínar deildir í sumar og í framhaldi af því yrðu Evrópukeppnir félagsliða kláraðar í ágúst. Landsliðsmálin hafa því setið aðeins á hakanum opinberlega þó UEFA-menn séu örugglega að fara vel yfir þau mál á bak við tjöldin. Gareth Southgate var í viðtalinu meðal annars spurður út í Þjóðadeildina þar sem Englendingar eru í riðli með Íslandi, Belgíu og Danmörku. Enska landsliðið átti eins og íslenska landsliðið að spila tvo leiki í september, tvo leiki í október og tvo leiki í nóvember. Gareth Southgate fears impact if England unable to return in September @DaveHytner https://t.co/LOvlF7XOt1— Guardian sport (@guardian_sport) June 10, 2020 „Ég er bjartsýnni núna en ég var líklega fyrir sex vikum síða af því að það lítur út eins og að baráttan við veiruna sé á leið í rétta átt,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. „Það var vissulega tímapunktur þar sem ég hélt að það yrðu engir landsleikir spilaði fyrir jól. Þýska bundesligan kom hlutunum á hreyfingu og þá lítur það betur út fyrir fótboltann að koma til baka í okkar landi,“ sagði Southgate. „Leikjadagatalið er samt mjög þétt og það myndi búa til mjög erfiða stöðu ef við mundum tapa einu landsleikjahléi og menn þyrftu að fara troða öllum þeim leikjum inn á milli hinna. Það væri samt mögulegt því HM 2022 fer ekki fram fyrr en um veturinn og það hefur gefið okkur smá andrými,“ sagði Southgate. „Á UEFA fundinum sem ég var á það miðaðist allt við það að landsleikahléin héldu sér í september, október og nóvember. Flækjustigið hefur auðvitað aukist af því að deildirnar þurfa að byrja aftur á þessum tíma. Það er enn margt óljóst og menn verða síðan að taka ferðalögin inn í dæmið,“ sagði Southgate. Uefa Nations League top-tier groups:Netherlands, Italy, Bosnia-Herzegovina and Poland.England, Belgium, Denmark and Iceland.Portugal, France, Sweden and Croatia.Switzerland, Spain, Ukraine and Germany.https://t.co/u7ULqLDgZS— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Við erum í riðli í Þjóðadeildinni með Íslandi og Ísland á eftir að spila umspilsleiki fyrir EM. Í mars á síðan undankeppni HM að hefjast. Það gæti því haft mikil áhrif ef við missum út einn gluggann,“ sagði Southgate. „Við plönum samt allt hjá okkur miðað við það að við séum að fara að spila í september en að sama skapi veit ég að það er langt frá því að vera öruggt að leikirnir fari fram þá,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. Fyrsti leikur Englendinga í Þjóðadeildinni átti að vera leikurinn á móti Íslandi á Laugardalsvellinum í byrjun september. Iceland s 2-1 win in Nice in Euro 2016 to the sound of the thunderclap was one of the most humiliating results in England s history.The two will be reunited in the Nations League, along with Belgium and Denmark, reports @martynziegler https://t.co/quuXb4k18s— Times Sport (@TimesSport) March 4, 2020 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Mikil óvissa er í kringum alla fótboltalandsleiki í haust en það á enn eftir að spila umspilsleikina um sæti á EM og Þjóðadeildin á byrja í september. Gareth Southgate ræddi stöðuna við Guardian í tilefni af því að Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að funda um framhaldið hjá landsliðunum í næstu viku. Knattspyrnusamband Evrópu setti það í forgang að knattspyrnusamböndin myndu klára sínar deildir í sumar og í framhaldi af því yrðu Evrópukeppnir félagsliða kláraðar í ágúst. Landsliðsmálin hafa því setið aðeins á hakanum opinberlega þó UEFA-menn séu örugglega að fara vel yfir þau mál á bak við tjöldin. Gareth Southgate var í viðtalinu meðal annars spurður út í Þjóðadeildina þar sem Englendingar eru í riðli með Íslandi, Belgíu og Danmörku. Enska landsliðið átti eins og íslenska landsliðið að spila tvo leiki í september, tvo leiki í október og tvo leiki í nóvember. Gareth Southgate fears impact if England unable to return in September @DaveHytner https://t.co/LOvlF7XOt1— Guardian sport (@guardian_sport) June 10, 2020 „Ég er bjartsýnni núna en ég var líklega fyrir sex vikum síða af því að það lítur út eins og að baráttan við veiruna sé á leið í rétta átt,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. „Það var vissulega tímapunktur þar sem ég hélt að það yrðu engir landsleikir spilaði fyrir jól. Þýska bundesligan kom hlutunum á hreyfingu og þá lítur það betur út fyrir fótboltann að koma til baka í okkar landi,“ sagði Southgate. „Leikjadagatalið er samt mjög þétt og það myndi búa til mjög erfiða stöðu ef við mundum tapa einu landsleikjahléi og menn þyrftu að fara troða öllum þeim leikjum inn á milli hinna. Það væri samt mögulegt því HM 2022 fer ekki fram fyrr en um veturinn og það hefur gefið okkur smá andrými,“ sagði Southgate. „Á UEFA fundinum sem ég var á það miðaðist allt við það að landsleikahléin héldu sér í september, október og nóvember. Flækjustigið hefur auðvitað aukist af því að deildirnar þurfa að byrja aftur á þessum tíma. Það er enn margt óljóst og menn verða síðan að taka ferðalögin inn í dæmið,“ sagði Southgate. Uefa Nations League top-tier groups:Netherlands, Italy, Bosnia-Herzegovina and Poland.England, Belgium, Denmark and Iceland.Portugal, France, Sweden and Croatia.Switzerland, Spain, Ukraine and Germany.https://t.co/u7ULqLDgZS— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Við erum í riðli í Þjóðadeildinni með Íslandi og Ísland á eftir að spila umspilsleiki fyrir EM. Í mars á síðan undankeppni HM að hefjast. Það gæti því haft mikil áhrif ef við missum út einn gluggann,“ sagði Southgate. „Við plönum samt allt hjá okkur miðað við það að við séum að fara að spila í september en að sama skapi veit ég að það er langt frá því að vera öruggt að leikirnir fari fram þá,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. Fyrsti leikur Englendinga í Þjóðadeildinni átti að vera leikurinn á móti Íslandi á Laugardalsvellinum í byrjun september. Iceland s 2-1 win in Nice in Euro 2016 to the sound of the thunderclap was one of the most humiliating results in England s history.The two will be reunited in the Nations League, along with Belgium and Denmark, reports @martynziegler https://t.co/quuXb4k18s— Times Sport (@TimesSport) March 4, 2020
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira