Bo Henriksen, þjálfari Horsens, lék hér á Íslandi með Fram, ÍBV og Val, gat varla andað eftir spennandi lokaumferð í deildarkeppninni í Danmörku sem fór fram í gær.
Bo kom fyrst til landsins árið 2005 þar sem hann spilaði sjö deildarleiki með Fram eftir að hafa komið til félagsins frá Val. Árið eftir spilaði hann svo í Vestmannaeyjum en hann spilaði þá tíu leiki í Landsbankadeildinni.
Horsens vann hádramatískan 3-2 sigur á Brøndby og eftir seint jöfnunarmark Hobro gegn Lyngby þá endar Horsens í 8. sæti deildarkeppninnar á kostnað Lyngby. Deildinni er nú skipt í þrjá riðla; úrslitakeppni um gullið og tvo fall-riðla.
Danish side AC Horsens beat Brondby IF 3-2 thanks to a last-minute winner.
— B/R Football (@brfootball) June 7, 2020
It meant everything to their coach Bo Henriksen pic.twitter.com/KQjdppsShK
Liðið í 8. sæti fær nefnilega að velja sér í hvorn fall riðilinn þeir fara. Neðsta liðin í báðum riðlum fellur en liðin í 3. sæti spila umspilsleik um fall. Riðlana þrjá má sjá hér.
Eins og áður segir var Bo ansi hátt uppi eftir leikinn í gær og það mátti sjá og heyra í viðtali við TV3+ eftir leikinn.
„Ég fékk að vita það frá Lumb (leikmaður Horsens) 90 sekúndum áður en leikurinn var búinn að Hobro hafði jafna. Ég hélt að hann væri að ljúga en hann sagði að þetta væri rétt og þá trylltist ég,“ sagði Bo.
„Ég prufaði að mæla púlsinn þegar ég var á leiðinni niður og hann var 180. Það var að líða yfir mig og ég gat næstum ekki andað. Þetta er falleg stund og þær gerast ekki oft. Þegar þær gerast á maður að njóta þeirra en vonandi án þess að það líði yfir mann,“ sagði Bo léttur.
Her er vinderne og taberne: Vild afslutning gav Bo Henriksen »magisk« ottendeplads https://t.co/7ldTh9t3Ro pic.twitter.com/mRPxckqxQg
— JP Sport (@sportenJP) June 7, 2020