Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, heldur áfram að spila vel í byrjun íslenska golfsumarsins en hún leiðir með einu höggi eftir fyrsta hringinn á Golfbúðarmótinu sem fer fram á Suðurnesjunum um helgina.
Mótið er annað mót keppnistímabilsins á stigamótaröð GSÍ en fyrsta mótið fór fram á Akranesi í maí. Nú er leikið á Hólmsvelli í Leiru en leiknir eru þrír hringir. Þeim fyrsta er lokið.
Ólafía Þórunn lék á 74 höggum í dag, tveimur höggum yfir pari, og leiðir með einu höggi en Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í öðru sætinu. Saga Traustadóttir, Eva Karen Björnsdóttir og Andrea Ýr Ásmundsdóttir eru jafnar í þriðja til fimmta sætinu.
Heildarstöðuna eftir fyrsta hringinn má sjá hér.