Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2020 12:00 Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Þær hafa báðar leikið yfir 236 leiki í efstu deild og hafa margoft orðið Íslandsmeistarar. Vísir/Daníel Þór Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals mæta með gríðarlega reynt lið til leiks í titilvörnina fyrstu titilvörn liðsins í tíu ár. Alls hafa fimm leikmenn liðsins spilað tvö hundruð leiki í efstu deild og fjórar þeirra eru meðal fimm leikjahæstu konum sögunnar í efstu deild á Íslandi. Þá vantar Hallberu Guðnýju Gísladóttur aðeins átta leiki upp á að verða sjötti leikmaður Valsliðsins með tvö hundruð leiki í efstu deild. Vinkona hennar Fanndís Friðriksdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik í lokaumferðinni. Fjórar leikjahæstu leikmenn Valsliðsins á komandi tímabili eru aftur á móti allar á topp fimm yfir flesta deildarleiki frá upphafi og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er þar langfremst með 280 leiki og 28 leikja forskot á næstu konu. Dóra Mára Lárusdóttur og Málfríður Erna Sigurðardóttur vantar síðan fimmtán leiki til að verða leikjahæsti útispilarinn í sögu deildarinnar og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er bara einum leik á eftir þeim. Svo gæti vel farið að þær spili allar saman á sama tíma á miðju Valsliðsins sem væri magnað. Dóra Mára Lárusdóttur hefur spilað alla leiki sína fyrir Val og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í efstu deild kvenna. Málfríður Erna Sigurðardóttir er líka komin með yfir tvö hundruð leiki fyrir Val en spilaði í tvö tímabil með Breiðabliki. Svo gæti farið í seinni umferðinni í sumar að meirihluti byrjunarliðs Vals verði með meira en tvö hundruð leikja reynslu á bakinu. Þá er það reyndar undir Pétri Péturssyni komið hvort að hann byrjar inn á með þær Söndru, Dóru Maríu, Málfríði Ernu, Ásgerði Stefaníu, Fanndísi og Hallberu. Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals mæta með gríðarlega reynt lið til leiks í titilvörnina fyrstu titilvörn liðsins í tíu ár. Alls hafa fimm leikmenn liðsins spilað tvö hundruð leiki í efstu deild og fjórar þeirra eru meðal fimm leikjahæstu konum sögunnar í efstu deild á Íslandi. Þá vantar Hallberu Guðnýju Gísladóttur aðeins átta leiki upp á að verða sjötti leikmaður Valsliðsins með tvö hundruð leiki í efstu deild. Vinkona hennar Fanndís Friðriksdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik í lokaumferðinni. Fjórar leikjahæstu leikmenn Valsliðsins á komandi tímabili eru aftur á móti allar á topp fimm yfir flesta deildarleiki frá upphafi og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er þar langfremst með 280 leiki og 28 leikja forskot á næstu konu. Dóra Mára Lárusdóttur og Málfríður Erna Sigurðardóttur vantar síðan fimmtán leiki til að verða leikjahæsti útispilarinn í sögu deildarinnar og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er bara einum leik á eftir þeim. Svo gæti vel farið að þær spili allar saman á sama tíma á miðju Valsliðsins sem væri magnað. Dóra Mára Lárusdóttur hefur spilað alla leiki sína fyrir Val og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í efstu deild kvenna. Málfríður Erna Sigurðardóttir er líka komin með yfir tvö hundruð leiki fyrir Val en spilaði í tvö tímabil með Breiðabliki. Svo gæti farið í seinni umferðinni í sumar að meirihluti byrjunarliðs Vals verði með meira en tvö hundruð leikja reynslu á bakinu. Þá er það reyndar undir Pétri Péturssyni komið hvort að hann byrjar inn á með þær Söndru, Dóru Maríu, Málfríði Ernu, Ásgerði Stefaníu, Fanndísi og Hallberu. Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233
Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira