„Þessi er í vitlausum lit“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. júní 2020 20:00 Aðsend mynd „Sem foreldri hefur maður alltaf áhyggjur af mótlæti sem barnið manns mun mæta. En vonandi mun Kári Zikora alast upp í upplýstari heimi“, segir Helgi Valur, tónlistarmaður, í viðtali við Vísi um fordóma og mismunun. Helgi Valur og Adanna giftu sig síðasta sumar og eignuðust sitt fyrsta barn, Kára Zikora, í byrjun september það sama ár. Adanna fæddist í Bretlandi en er ættuð frá Nigeríu og er af Igbo ættbálknum. Helgi segir að sem par af ólíkum kynþætti hafi þau ekki mætt mikilli mismunun en þau finni þó fyrir fordómum í garð Adönnu. Í gamni segir Helgi að faðir Adönnu hafi ekki verið par hrifin þegar hann heyrði af því að dóttir hans væri að hitta hvítan strák. Eftir að hann heyrði svo að ég væri tónlistarmaður og hljómaði svolítið eins og David Bowie þá tók hann mig í sátt, haha! Svo þegar ég bað hann um hönd dóttur hans á tungumáli hans ættbálks (Igbo) var hann mjög ánægður með mig. Helgi og Adanna giftu sig síðasta sumar og eignuðust svo sitt fyrsta barn saman í september. Aðsend mynd Helgi segir Adönnu ekki beint hafa fundið fyrir fordómum á Íslandi en það sé vissulega mikill munur á viðhorfi fólks á Íslandi og viðhorfi fólks í London þar sem þau búa. „Á Íslandi tekur fólk meira eftir því þegar þú ert í inter-racial sambandi en í London er það ekkert tiltökumál. Þegar ég fór með Adönnu á ball í Hveragerði kom fólk til hennar og hreinlega starði á hana. En það var samt ekki með neikvæðar athugasemdir heldur sagði henni að hún væri svo falleg. Það er auðvitað bara jákvætt, en sýnir kannski hvað við erum óvön ólíkum kynþáttum á Íslandi“. Helgi segir að Íslendingar taki meira eftir því þegar fólk af ólíkum kynþáttum séu í sambandi og segir að þau lendi stundum í því að starað sé á Adönnu. Aðsend mynd „Nokkrum árum áður mætti ég þó miklum fordómum þegar ég fór með eina vinkonu mína sem var dökk á hörund út á lífið. Þá kom til mín maður og honum fannst hann knúinn til að tjá sig“. „Þessi er í vitlausum lit“, hvíslaði hann að mér. Ég vona innilega að rasismi sé ekki jafn viðtekinn í dag á Íslandi eins og hann var og að fólk sé ekki að láta svona hluti út úr sér. Hvítt fólk réttlætir sinn eigin rasisma Helgi segir að þó að sumt sé kannski ekki illa meint þá kjósi sumir Íslendingar stundum að vera semi-ignorant (e. hálf fáfrótt). „En auðvitað einskorðast það ekki við Íslendinga. Ég held að flest hvítt fólk réttlæti sinn rasisma á einhvern hátt“. Þegar við tölum um þróun kynþáttafordóma í heiminum í kjölfarið á morði George Floyd, segir Helgi Adönnu ekki endilega vera bjartsýna á það að hlutirnir muni breytast. Ég vona að þetta sé ekki allt bara partur af eilífri endurkomu hins sama. Adanna er ekki bjartsýn og eins vongóð og ég um að hlutirnir breytist en við vonum þó að þetta sé að mjakast í rétta átt. „Við erum eðlilega í sjokki yfir morðinu á George Floyd, eins og allur heimurinn líklega. En það er spurning hvort að það breytist eitthvað undir niðri. Það er aftur á móti gott að fylgjast með því að þessir fordómar eru að koma meira upp á yfirborðið. En svo þarf þetta að breytast, þar er helsta áskorunin“. Adanna og Helgi segja það gott að sjá þessa miklu fordóma vera að koma upp á yfirborðið og vona að sú uppreisn sem er að eiga sér stað í heiminum muni hafa áhrif jákvæð áhrif framtíðina. Aðsend mynd Þrátt fyrir að Helgi og Adanna upplifi ekki mikla fordóma sem par á Adanna þó margar sögur af fordómum sem hún kallar stundum subtle rasism. „Fólk á vinnustaðnum hennar skilur til dæmis ekkert af hverju það má ekki bara vaða í það að snerta hárið á svörtu fólki eða setja á sig Black-Face. Þegar fólk í vinnunni hennar segist hafa klætt sig upp sem svört manneskja hefur Adanna stundum sagt: „Ég hef aldrei klætt mig upp sem hvít manneskja, afhverju ætti ég að gera það?” Fjölskyldan klædd í hefbundinn klæðnað Igbo ættbálksins, sem er ættbálkur fjölskyldu Adönnu. Aðsend mynd Þarf að passa sig að vera ekki „The angry black woman“ Helgi segir að Adanna hefi ósjaldan þurft að þola það í vinnunni sinni að hvítt fólk fái frekar hrós og þá stundum fyrir það sem hún hefur innt af hendi. Hún hefur þurft að lifa við fáfræði vinnufélaganna og passa sig á að vera ekki álitin „The angry black woman“. Þegar talið berst að næturlífinu í London segir Helgi að Adanna og systir hennar hafi þurft að venjast hlutum sem hvítt fólk þurfi aldrei að hugsa um. „Eitt sinn þegar við ætluðum að fara saman á klúbb í London var okkur ekki hleypt inn. Við vorum með miða og búin að panta borð en okkur var sagt að við þyrftum að borga fyrir borðið af því staðurinn væri fullur“. Svo þurftum við að horfa á það þegar öllum öðrum var hleypt inn, öllu hvíta fólkinu. Systir Adönnu, sem var með okkur þetta kvöld, var mjög reið en þetta var greinilega eitthvað sem þær þekkja vel frá klúbbalífinu í London. Svörtum konum í hóp er ekki hleypt inn Helgi segir einnig að Adanna þurfi því miður að forðast það að fara með hópi af svörtum konum út á lífið. Því ef þær eru margar svartar konur saman í hóp þá verður þeim ekki hleypt inn. Þetta er eitthvað sem ég sem hvítur maður hef aldrei þurft að hugsa um! Nú eigið þið barn saman sem er af blönduðum kynþætti, hafið þið áhyggjur af því að hann muni upplifa mismunun eða fordóma í framtíðinni? „Sem foreldri hefur maður alltaf áhyggjur af mótlæti sem barnið manns mun mögulega mæta. En hann er blanda af öllu því besta og vonandi mun Kári Zikora alast upp í heimi sem er betur upplýstur“. „Hann er blandan af öllu því besta og ég vona að hann fái að alast upp í upplýstari og betri heimi.“Aðsend mynd Ástin og lífið Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Móðurmál: „Hvar endar þetta? Þú ert bara að springa!“ „Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig en mér leið ekkert sérstaklega vel í eigin skinni“, segir Drífa Atladóttir jógakennari þegar hún talar um þyngdaraukningu á meðgöngu og óþarfa athugasemdir fólks á útlit og líkama óléttra kvenna. 3. júní 2020 22:13 Stálust á stefnumót í samkomubanni Þegar ástin er annars vegar hefur mannfólkinu oft á tíðum reynst erfitt að fylgja boðum og bönnum. Einnig hefur því stundum verið kastað fram að það sem er bannað sé jafnvel ennþá meira spennandi. 29. maí 2020 12:00 Föðurland: „Fáránlegt að snuða unga foreldra um fæðingarorlof, feður ættu að fá lengri tíma“ „Það er nauðsynlegt fyrir feður að taka sér fæðingarorlof. Ég hef náð að tengjast börnunum mínum ótrúlega vel og ég tel að það sé að miklu leyti fæðingarorlofinu að þakka,“ segir Arnaldur Grétarsson í viðtalsliðnum Föðurland. 26. maí 2020 08:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Sem foreldri hefur maður alltaf áhyggjur af mótlæti sem barnið manns mun mæta. En vonandi mun Kári Zikora alast upp í upplýstari heimi“, segir Helgi Valur, tónlistarmaður, í viðtali við Vísi um fordóma og mismunun. Helgi Valur og Adanna giftu sig síðasta sumar og eignuðust sitt fyrsta barn, Kára Zikora, í byrjun september það sama ár. Adanna fæddist í Bretlandi en er ættuð frá Nigeríu og er af Igbo ættbálknum. Helgi segir að sem par af ólíkum kynþætti hafi þau ekki mætt mikilli mismunun en þau finni þó fyrir fordómum í garð Adönnu. Í gamni segir Helgi að faðir Adönnu hafi ekki verið par hrifin þegar hann heyrði af því að dóttir hans væri að hitta hvítan strák. Eftir að hann heyrði svo að ég væri tónlistarmaður og hljómaði svolítið eins og David Bowie þá tók hann mig í sátt, haha! Svo þegar ég bað hann um hönd dóttur hans á tungumáli hans ættbálks (Igbo) var hann mjög ánægður með mig. Helgi og Adanna giftu sig síðasta sumar og eignuðust svo sitt fyrsta barn saman í september. Aðsend mynd Helgi segir Adönnu ekki beint hafa fundið fyrir fordómum á Íslandi en það sé vissulega mikill munur á viðhorfi fólks á Íslandi og viðhorfi fólks í London þar sem þau búa. „Á Íslandi tekur fólk meira eftir því þegar þú ert í inter-racial sambandi en í London er það ekkert tiltökumál. Þegar ég fór með Adönnu á ball í Hveragerði kom fólk til hennar og hreinlega starði á hana. En það var samt ekki með neikvæðar athugasemdir heldur sagði henni að hún væri svo falleg. Það er auðvitað bara jákvætt, en sýnir kannski hvað við erum óvön ólíkum kynþáttum á Íslandi“. Helgi segir að Íslendingar taki meira eftir því þegar fólk af ólíkum kynþáttum séu í sambandi og segir að þau lendi stundum í því að starað sé á Adönnu. Aðsend mynd „Nokkrum árum áður mætti ég þó miklum fordómum þegar ég fór með eina vinkonu mína sem var dökk á hörund út á lífið. Þá kom til mín maður og honum fannst hann knúinn til að tjá sig“. „Þessi er í vitlausum lit“, hvíslaði hann að mér. Ég vona innilega að rasismi sé ekki jafn viðtekinn í dag á Íslandi eins og hann var og að fólk sé ekki að láta svona hluti út úr sér. Hvítt fólk réttlætir sinn eigin rasisma Helgi segir að þó að sumt sé kannski ekki illa meint þá kjósi sumir Íslendingar stundum að vera semi-ignorant (e. hálf fáfrótt). „En auðvitað einskorðast það ekki við Íslendinga. Ég held að flest hvítt fólk réttlæti sinn rasisma á einhvern hátt“. Þegar við tölum um þróun kynþáttafordóma í heiminum í kjölfarið á morði George Floyd, segir Helgi Adönnu ekki endilega vera bjartsýna á það að hlutirnir muni breytast. Ég vona að þetta sé ekki allt bara partur af eilífri endurkomu hins sama. Adanna er ekki bjartsýn og eins vongóð og ég um að hlutirnir breytist en við vonum þó að þetta sé að mjakast í rétta átt. „Við erum eðlilega í sjokki yfir morðinu á George Floyd, eins og allur heimurinn líklega. En það er spurning hvort að það breytist eitthvað undir niðri. Það er aftur á móti gott að fylgjast með því að þessir fordómar eru að koma meira upp á yfirborðið. En svo þarf þetta að breytast, þar er helsta áskorunin“. Adanna og Helgi segja það gott að sjá þessa miklu fordóma vera að koma upp á yfirborðið og vona að sú uppreisn sem er að eiga sér stað í heiminum muni hafa áhrif jákvæð áhrif framtíðina. Aðsend mynd Þrátt fyrir að Helgi og Adanna upplifi ekki mikla fordóma sem par á Adanna þó margar sögur af fordómum sem hún kallar stundum subtle rasism. „Fólk á vinnustaðnum hennar skilur til dæmis ekkert af hverju það má ekki bara vaða í það að snerta hárið á svörtu fólki eða setja á sig Black-Face. Þegar fólk í vinnunni hennar segist hafa klætt sig upp sem svört manneskja hefur Adanna stundum sagt: „Ég hef aldrei klætt mig upp sem hvít manneskja, afhverju ætti ég að gera það?” Fjölskyldan klædd í hefbundinn klæðnað Igbo ættbálksins, sem er ættbálkur fjölskyldu Adönnu. Aðsend mynd Þarf að passa sig að vera ekki „The angry black woman“ Helgi segir að Adanna hefi ósjaldan þurft að þola það í vinnunni sinni að hvítt fólk fái frekar hrós og þá stundum fyrir það sem hún hefur innt af hendi. Hún hefur þurft að lifa við fáfræði vinnufélaganna og passa sig á að vera ekki álitin „The angry black woman“. Þegar talið berst að næturlífinu í London segir Helgi að Adanna og systir hennar hafi þurft að venjast hlutum sem hvítt fólk þurfi aldrei að hugsa um. „Eitt sinn þegar við ætluðum að fara saman á klúbb í London var okkur ekki hleypt inn. Við vorum með miða og búin að panta borð en okkur var sagt að við þyrftum að borga fyrir borðið af því staðurinn væri fullur“. Svo þurftum við að horfa á það þegar öllum öðrum var hleypt inn, öllu hvíta fólkinu. Systir Adönnu, sem var með okkur þetta kvöld, var mjög reið en þetta var greinilega eitthvað sem þær þekkja vel frá klúbbalífinu í London. Svörtum konum í hóp er ekki hleypt inn Helgi segir einnig að Adanna þurfi því miður að forðast það að fara með hópi af svörtum konum út á lífið. Því ef þær eru margar svartar konur saman í hóp þá verður þeim ekki hleypt inn. Þetta er eitthvað sem ég sem hvítur maður hef aldrei þurft að hugsa um! Nú eigið þið barn saman sem er af blönduðum kynþætti, hafið þið áhyggjur af því að hann muni upplifa mismunun eða fordóma í framtíðinni? „Sem foreldri hefur maður alltaf áhyggjur af mótlæti sem barnið manns mun mögulega mæta. En hann er blanda af öllu því besta og vonandi mun Kári Zikora alast upp í heimi sem er betur upplýstur“. „Hann er blandan af öllu því besta og ég vona að hann fái að alast upp í upplýstari og betri heimi.“Aðsend mynd
Ástin og lífið Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Móðurmál: „Hvar endar þetta? Þú ert bara að springa!“ „Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig en mér leið ekkert sérstaklega vel í eigin skinni“, segir Drífa Atladóttir jógakennari þegar hún talar um þyngdaraukningu á meðgöngu og óþarfa athugasemdir fólks á útlit og líkama óléttra kvenna. 3. júní 2020 22:13 Stálust á stefnumót í samkomubanni Þegar ástin er annars vegar hefur mannfólkinu oft á tíðum reynst erfitt að fylgja boðum og bönnum. Einnig hefur því stundum verið kastað fram að það sem er bannað sé jafnvel ennþá meira spennandi. 29. maí 2020 12:00 Föðurland: „Fáránlegt að snuða unga foreldra um fæðingarorlof, feður ættu að fá lengri tíma“ „Það er nauðsynlegt fyrir feður að taka sér fæðingarorlof. Ég hef náð að tengjast börnunum mínum ótrúlega vel og ég tel að það sé að miklu leyti fæðingarorlofinu að þakka,“ segir Arnaldur Grétarsson í viðtalsliðnum Föðurland. 26. maí 2020 08:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Móðurmál: „Hvar endar þetta? Þú ert bara að springa!“ „Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig en mér leið ekkert sérstaklega vel í eigin skinni“, segir Drífa Atladóttir jógakennari þegar hún talar um þyngdaraukningu á meðgöngu og óþarfa athugasemdir fólks á útlit og líkama óléttra kvenna. 3. júní 2020 22:13
Stálust á stefnumót í samkomubanni Þegar ástin er annars vegar hefur mannfólkinu oft á tíðum reynst erfitt að fylgja boðum og bönnum. Einnig hefur því stundum verið kastað fram að það sem er bannað sé jafnvel ennþá meira spennandi. 29. maí 2020 12:00
Föðurland: „Fáránlegt að snuða unga foreldra um fæðingarorlof, feður ættu að fá lengri tíma“ „Það er nauðsynlegt fyrir feður að taka sér fæðingarorlof. Ég hef náð að tengjast börnunum mínum ótrúlega vel og ég tel að það sé að miklu leyti fæðingarorlofinu að þakka,“ segir Arnaldur Grétarsson í viðtalsliðnum Föðurland. 26. maí 2020 08:00