„Dýrmætt fyrir okkur hin að heyra þessar sögur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júní 2020 07:00 Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Vilhelm Núna í júní fer af stað nýtt hlaðvarp hér á Vísi, Fokk ég er með krabbamein. Hlaðvarpið er unnið af stuðningsfélaginu Krafti og með þáttastjórn fer Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir og hún segir að í þáttunum ætli hún að spyrja óþægilegu spurninganna sem svo margir hugsa en þora ekki alltaf að orða. „Ég myndi segja að Fokk ég er með krabbamein hlaðvarpið væri fyrst og fremst til fræðslu fyrir okkur öll en einnig til að vekja athygli á því gríðarlega mikilvæga, dýrmæta og viðfangsmikla starfi sem fer fram hjá Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinist með krabbamein og aðstandanda þeirra. Þetta félag ber svo innilega nafn með rentu því það er svo mikill kraftur í starfsfólki þess og þeim sem þar koma að. Vinnan sem þar fer fram er ómetanleg og nauðsynleg svo ótal, og því miður, allt of mörgum.“ Spurningarnar sem brenna á fólki Þetta er önnur þáttaröðin af hlaðvarpinu, en einnig verður hægt að nálgast eldri þættina hér á Vísi. „Fyrsta þáttaröðin var í raun gerð upp úr bók Krafts, Fokk ég er með krabbamein, sem var endurútgefin í fyrra að tilefni 20 ára afmælis félagsins. Þá fengu þau hjá Krafti snillinginn Herbert Mckenzie til að stýra þeim þáttum og gerði hann það af miklum áhuga og metnaði. Sú þáttaröð samanstóð af 13 ólíkum þáttum sem ég hvet alla til að kíkja á og hlusta. Dásamlegir viðmælendur þar sem segja sínar sögur.“ Sigríður Þóra segir að viðfangsefnin séu óþrjótandi þegar kemur að þessu málefni, krabbameini og öllu sem því tengist. „Í þessari seinni seríu erum við því svolítið bara að halda áfram þar sem frá var horfið. Halda áfram að heyra reynslusögur og svara spurningum sem oftar en ekki brenna á þeim sem lenda í þeim sporum að annað hvort greinast sjálf með krabbamein eða einhver þeim nákominn. Það er auðvitað annar spyrill í þessari seríu, nýir viðmælendur og ný viðfangsefni og það auðvitað hefur áhrif á útkomuna en í grunninn erum við að byggja ofan á fyrri seríu ásamt því að vekja athygli á félaginu og starfinu þar.“ Hlaðvarpið heitir Fokk ég er með krabbamein og er það vísun í LífsKraft, handbók fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.Mynd/Kraftur Veikindi systurinnar erfiður tími Það var Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts sem fékk Sigríði Þóru í þetta verkefni. „Þegar hún hafði samband við mig og nefndi þessa hugmynd við mig þá hafði ég undir eins áhuga. Ég hef fylgst með Krafti í nokkur ár, stutt þau bæði með mánaðarlegum framlögum og eins keypt perluðu Lífið er núna armböndin þeirra sem við svo mörg könnumst við. Með því að fylgja þeim á samfélagsmiðlum og hafa augun hjá mér gagnvart félaginu hef ég því tekið eftir því magnaða starfi sem þar fer fram og dáðst að lengi. Svo hef ég líka svo óendanlega gaman að því að heyra sögur fólks og fá að vita meira. Við höfum öll sögu að segja, hvort sem er af okkur sjálfum í gegnum líf og eða starf eða af aðstæðum eða fólki sem snertir líf okkar, og það getur verið svo mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur hin að heyra þessar sögur.“ Sigríður Þóra er nú þegar kominn með langan lista af skemmtilegum og dásamlegum viðmælendum sem hún getur ekki beðið eftir að tala við. „Ég hef ekki beina persónulega tengingu við Kraft, þó ég hafi nú samt ekki sloppið frá því að líf mitt hafi verið snert af þessum hræðilega sjúkdóm í gegnum fólkið mitt. Systir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir að verða 13 árum síðan, sem var auðvitað mjög erfiður tími, en öllu góðu sé lof þá náði hún bata og er í dag hraust og hress. En ég hef einnig misst mjög dýrmæta vinkonu alltof allt of snemma og því miður þurft að sitja við nokkrar útfarir hjá ungu dásamlegu fólki sem var tekið frá fjölskyldu og vinum alltof ungt.“ Kemur flestum við Þættirnir Fokk ég er með krabbamein munu birtast hálfs mánaðarlega. „Þættirnir verða aðgengilegir á heimasíðu Krafts, lifidernuna.is/podcast, inni á Vísi og auðvitað öllum helstu hlaðvarpsveitum líkt og Spotify og itunes. Viðfangsefnin eru margvísleg og við förum víða. Við ætlum okkur að tala tæpitungulaust um krabbamein í þessu hlaðvarpi og öllu sem því tengist. Spyrja óþægilegu spurninganna og fá svörin sem svo margir hugsa en þora ekki alltaf að orða.“ Sigríður Þóra segir að þættirnir séu fyrir okkur öll. „Við viljum endilega ná til sem flestra því lífið er margslungið og allskonar og öll höfum við gott af því að heyra af því hvað annað fólk er að ganga í gegnum. Þannig lærum við og þroskumst og getum verið betur til staðar, verið stuðningur og hvatning fyrir hvert annað. Það er sárt að segja það en eins og staðan er núna þá kemur krabbamein við okkur flest á einn eða annan hátt og því öll fræðsla sem því viðkemur af hinu góða.“ Engar reglur í hlaðvarpi Verkefnið er ólíkt því sem Sigríður Þóra hefur áður tekið að sér, enda er þetta fyrsta hlaðvarpið sem hún stjórnar. „Ég hef verið gestur í hlaðvarpi og eins í útvarpi en aðallega hef ég þó verið að vinna við að búa til sjónvarp. Þar hef ég komið að ótal þáttum, á ótal vegu í raun, sem framleiðandi, framkvæmdarstjóri, leikstjóri, spyrill og þáttastjórnandi og finnst brjálæðislega skemmtilegt. Hlaðvarpið hins vegar þykir mér rosalega spennandi og ég hlakka mikið til að spreyta mig á þeim vettvangi. Þetta er vaxandi miðill sem gefur mikla möguleika.“ Það sem Sigríði Þóru finnst mest heillandi við hlaðvarp er að það eru engar sérstakar reglur og að miðillinn sé lifandi og eðlilegur. „Það getur hver sem er gert hlaðvarp, hvenær sem er, um hvað sem er. Það eru að spretta upp allskyns hlaðvörp og allt í boði. Í sjónvarpi og útvarpi er tíminn takmarkaður, það er oft á tíðum dýrt að búa til efni fyrir þá miðla og þarf oftar en ekki að fara í gegnum ýmsar síur og nálaraugu. Þar er valið úr hvað er áhugaverðast hverju sinni og hvað hentar ákveðnum markhópum. Í hlaðvarpi er allt leyfilegt. Svo er bara spurning um hvað lifir og hvað ekki, hvað fær hlustun og hvað ekki. En það eru engin takmörk og öll höfum við tækifæri til að segja okkar sögur eða annarra, hafa rödd og koma því á framfæri sem okkur langar til. Svo vonum við að öðru fólki finnist það jafn áhugavert og vilji hlusta.“ Sjálf hlustar Sigríður Þóra oftast á hlaðvörp þegar hún fer út að hreyfa sig. „Ég hlusta aðallega þegar ég fer út að hreyfa mig. Þá finnst mér geggjað að hlusta á eitthvað sem nærir hugann og hugsun mína um leið og ég hreyfi líkamann. Mér finnst skemmtilegast og best að hlusta á hlaðvörp sem fá mig til að hugsa um eigin líðan, framkomu og hvernig ég get mögulega breytt eða bætt einhverju við líf mitt. Ég er smá svona „self help“ pía sem er í sífelldu, og oftar en ekki ofhugsuðu og óþolandi, spjalli við sjálfa mig um hvað megi betur fara hjá sjálfri mér svo slík hlaðvörp falla vel í kramið. En stundum líka langar mig bara að hlusta á eitthvað fyndið blaður.“ Sigríður Þóra er að vinna sína aðra þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Kviknar. Vísir/Vilhelm Leyfir vindinum að ráða för Sigríður Þóra er dóttir, systir, vinkona, kærasta og móðir og með yfir tíu ára reynslu í fjölmiðlum og framleiðslu. „Ég bý í Garðabæ ásamt manni, barni og hænum og á von á mínum öðru barni í október. Ég bjó í Los Angeles í tæp þrjú ár þar sem ég lærði kvikmyndagerð og heimildamyndagerð og vann við auglýsingagerð áður en ég sneri heim aftur. Það var algjörlega dásamlegur tími og staður sem ég sakna mikið. Ég á enn mikið af góðum vinum þar úti sem ég held góðu sambandi við. Ég hef unnið í fjölmiðla og framleiðsluheiminum í rúm 11 ár en hef tekið að mér allskyns verkefni í gegnum tíðina.“ Meðgangan hefur gengið vel, en þreytan lét þó finna fyrir sér fyrstu vikurnar. „Meðgangan er búin að vera mjög góð. Ég átti draumameðgöngu þegar ég gekk með fyrsta barn mitt fyrir tveimur árum síðan og ég viðurkenni að ég er nú örlítið þreyttari núna. Dagarnir eru auðvitað lengri með einn 20 mánaða, þeir byrja fyrr og það er víst ekki í boði að henda sér í sófann að loknum vinnudegi. En ég get aldeilis ekki kvartað. Ég er mjög heppin, með dásamlegan mann mér við hlið og fjölskyldu sem hefur hlaupið undir bagga með okkur litlu fjölskyldunni og öllum mjög annt um að mér og ófæddu barni líði vel.“ Sem verktaki hefur Sigríður Þóra sinnt fjölbreyttum verkefnum síðustu ár, mjög mörg þeirra voru fyrir sjónvarp. „Ég hef verið svo heppin að vinna með góðu fólki að ólíkum og skemmtilegum þáttum og verkefnum í gegnum tíðina fyrir þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar. Þá hef ég líka unnið sem verkefnastjóri hjá ARG viðburðum þar sem ég hef komið að uppsetningu tónleika og annarra skemmtana og það finnst mér rosalega skemmtilegt. Ég hef oft sagt að það henti mér vel að leyfa vindinum að feykja mér svolítið því þá leita svo oft skemmtileg og ólík verkefni inn á borð mitt og inn í líf mitt. Ég er góð í allskonar og ef ég fæ að vinna með góðu og skemmtilegu fólki þá er ég alltaf til í að skoða öll tækifæri og allar hugmyndir.“ Það eru samt nokkur verkefni sem eru í miklu uppáhaldi hjá Sigríði Þóru, þar á meðal þættirnir Líf kviknar sem hlutu Eddu verðlaun fyrir mannlífsþátt ársins 2019. „Það sem mér þykir allra vænst um er persónulegt og dýrmætt en ég gerði heimildarmynd um ömmu mína og afa fyrir nokkrum árum síðan sem voru saman í 74 ár áður en þau létust með stuttu millibili, þá 99 og 95 ára. Það er kominn matur, þættir gerðir fyrir Sjónvarp símans voru rosalega skemmtilegir í vinnslu því fólkið sem ég vann með var svo hrikalega skemmtilegt. Þegar ég var hjá RÚV þá vann ég í nokkur ár við Söngvakeppni Sjónvarpsins sem er alveg sjúklega skemmtilegt verkefni ár hvert. Ég myndi ekki segja nei við að taka þátt í því aftur. Svo vann ég við þættina Líf kviknar árið 2018 sem ég fékk að taka mikinn þátt í að skapa og koma til lífs og þykir óskaplega vænt um. Ég var sjálf að ganga með mitt fyrsta barn við vinnslu þáttanna og því einstaklega sérstakt ferli og gaman að fá að leggja hjarta, líkama og sál í þá vinnslu.“ Hvernig endar þetta? Sigríður Þóra hefur í nógu að snúast þessa dagana samhliða hlaðvarpinu. „Mitt stærsta verkefni er að huga vel að ófæddu barni mínu sem ég geng með, passa upp á andlega og líkamlega heilsu mína svo krílið skili sér eins farsællega og hægt er í þennan heim í október. Þá er ég að vinna að framhaldi þáttanna Líf kviknar með Andreu minni Eyland og fleira góðu fólki en þeir þættir eru sjálfsætt framhald og kallast Líf dafnar. Þar ætlum við að tala um fyrstu þrjú ár í lífi barns og mörgu því tengdu. Glassriver Productions eru að framleiða þessa seríu sem verður til sýninga á Stöð 2 í byrjun árs 2021. Við erum hálfnuð í tökuferlinu og ég er nú þegar stanslaust að vísa í orð viðmælenda okkar, svo fróð og frábær eru þau.“ Það vakti athygli blaðamanns að Sigríður Þóra var líka ófrísk þegar fyrri þáttaröðin var í framleiðslu. „Ég er bara eins og method leikari, set mig inn í og reyni að tengjast verkefninu til fulls hverju sinni,“ segir Sigríður Þóra og hlær. „Spurning hvernig þetta endar ef seríurnar verða mikið fleiri? En það er nú reyndar svo að þau eru nú þegar orðin þónokkur börnin sem hafa fæðst í kringum okkur sem komum að þessum tveimur þáttaseríum, Líf kviknar og Líf dafnar. Ekki gott að segja hvað veldur. Ég tengi alveg svakalega við þættina persónulega en það auðvitað kemur líka til vegna þess að ég er að brasast í þessum barneignum mínum á sama tíma. Þegar við gerðum Líf kviknar töluðum við við ljósmæður, fæðingarlækna, brjóstagjafarráðgjafa og aðra sérfræðinga sem voru að tala um ferlið allt frá getnaði að sængurlegu. Einmitt þegar ég var að ganga í gegnum það ferli í fyrsta sinn sjálf. Svo ég tali nú ekki um reynslusögur annarra foreldra. Nú, þegar við gerum Líf dafnar, þá hlusta ég á fólk og sérfræðinga tala um mikilvægi fyrstu 1000 dagana og allskyns hugmyndir um uppeldi og það meðan ég er með 20 mánaða drenginn minn að skottast hjá mér í lífinu. Ég er stanslaust að læra og þetta er auðvitað ómetanlegt.“ Fokk ég er með krabbamein Kviknar Heilbrigðismál Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Núna í júní fer af stað nýtt hlaðvarp hér á Vísi, Fokk ég er með krabbamein. Hlaðvarpið er unnið af stuðningsfélaginu Krafti og með þáttastjórn fer Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir og hún segir að í þáttunum ætli hún að spyrja óþægilegu spurninganna sem svo margir hugsa en þora ekki alltaf að orða. „Ég myndi segja að Fokk ég er með krabbamein hlaðvarpið væri fyrst og fremst til fræðslu fyrir okkur öll en einnig til að vekja athygli á því gríðarlega mikilvæga, dýrmæta og viðfangsmikla starfi sem fer fram hjá Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinist með krabbamein og aðstandanda þeirra. Þetta félag ber svo innilega nafn með rentu því það er svo mikill kraftur í starfsfólki þess og þeim sem þar koma að. Vinnan sem þar fer fram er ómetanleg og nauðsynleg svo ótal, og því miður, allt of mörgum.“ Spurningarnar sem brenna á fólki Þetta er önnur þáttaröðin af hlaðvarpinu, en einnig verður hægt að nálgast eldri þættina hér á Vísi. „Fyrsta þáttaröðin var í raun gerð upp úr bók Krafts, Fokk ég er með krabbamein, sem var endurútgefin í fyrra að tilefni 20 ára afmælis félagsins. Þá fengu þau hjá Krafti snillinginn Herbert Mckenzie til að stýra þeim þáttum og gerði hann það af miklum áhuga og metnaði. Sú þáttaröð samanstóð af 13 ólíkum þáttum sem ég hvet alla til að kíkja á og hlusta. Dásamlegir viðmælendur þar sem segja sínar sögur.“ Sigríður Þóra segir að viðfangsefnin séu óþrjótandi þegar kemur að þessu málefni, krabbameini og öllu sem því tengist. „Í þessari seinni seríu erum við því svolítið bara að halda áfram þar sem frá var horfið. Halda áfram að heyra reynslusögur og svara spurningum sem oftar en ekki brenna á þeim sem lenda í þeim sporum að annað hvort greinast sjálf með krabbamein eða einhver þeim nákominn. Það er auðvitað annar spyrill í þessari seríu, nýir viðmælendur og ný viðfangsefni og það auðvitað hefur áhrif á útkomuna en í grunninn erum við að byggja ofan á fyrri seríu ásamt því að vekja athygli á félaginu og starfinu þar.“ Hlaðvarpið heitir Fokk ég er með krabbamein og er það vísun í LífsKraft, handbók fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.Mynd/Kraftur Veikindi systurinnar erfiður tími Það var Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts sem fékk Sigríði Þóru í þetta verkefni. „Þegar hún hafði samband við mig og nefndi þessa hugmynd við mig þá hafði ég undir eins áhuga. Ég hef fylgst með Krafti í nokkur ár, stutt þau bæði með mánaðarlegum framlögum og eins keypt perluðu Lífið er núna armböndin þeirra sem við svo mörg könnumst við. Með því að fylgja þeim á samfélagsmiðlum og hafa augun hjá mér gagnvart félaginu hef ég því tekið eftir því magnaða starfi sem þar fer fram og dáðst að lengi. Svo hef ég líka svo óendanlega gaman að því að heyra sögur fólks og fá að vita meira. Við höfum öll sögu að segja, hvort sem er af okkur sjálfum í gegnum líf og eða starf eða af aðstæðum eða fólki sem snertir líf okkar, og það getur verið svo mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur hin að heyra þessar sögur.“ Sigríður Þóra er nú þegar kominn með langan lista af skemmtilegum og dásamlegum viðmælendum sem hún getur ekki beðið eftir að tala við. „Ég hef ekki beina persónulega tengingu við Kraft, þó ég hafi nú samt ekki sloppið frá því að líf mitt hafi verið snert af þessum hræðilega sjúkdóm í gegnum fólkið mitt. Systir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir að verða 13 árum síðan, sem var auðvitað mjög erfiður tími, en öllu góðu sé lof þá náði hún bata og er í dag hraust og hress. En ég hef einnig misst mjög dýrmæta vinkonu alltof allt of snemma og því miður þurft að sitja við nokkrar útfarir hjá ungu dásamlegu fólki sem var tekið frá fjölskyldu og vinum alltof ungt.“ Kemur flestum við Þættirnir Fokk ég er með krabbamein munu birtast hálfs mánaðarlega. „Þættirnir verða aðgengilegir á heimasíðu Krafts, lifidernuna.is/podcast, inni á Vísi og auðvitað öllum helstu hlaðvarpsveitum líkt og Spotify og itunes. Viðfangsefnin eru margvísleg og við förum víða. Við ætlum okkur að tala tæpitungulaust um krabbamein í þessu hlaðvarpi og öllu sem því tengist. Spyrja óþægilegu spurninganna og fá svörin sem svo margir hugsa en þora ekki alltaf að orða.“ Sigríður Þóra segir að þættirnir séu fyrir okkur öll. „Við viljum endilega ná til sem flestra því lífið er margslungið og allskonar og öll höfum við gott af því að heyra af því hvað annað fólk er að ganga í gegnum. Þannig lærum við og þroskumst og getum verið betur til staðar, verið stuðningur og hvatning fyrir hvert annað. Það er sárt að segja það en eins og staðan er núna þá kemur krabbamein við okkur flest á einn eða annan hátt og því öll fræðsla sem því viðkemur af hinu góða.“ Engar reglur í hlaðvarpi Verkefnið er ólíkt því sem Sigríður Þóra hefur áður tekið að sér, enda er þetta fyrsta hlaðvarpið sem hún stjórnar. „Ég hef verið gestur í hlaðvarpi og eins í útvarpi en aðallega hef ég þó verið að vinna við að búa til sjónvarp. Þar hef ég komið að ótal þáttum, á ótal vegu í raun, sem framleiðandi, framkvæmdarstjóri, leikstjóri, spyrill og þáttastjórnandi og finnst brjálæðislega skemmtilegt. Hlaðvarpið hins vegar þykir mér rosalega spennandi og ég hlakka mikið til að spreyta mig á þeim vettvangi. Þetta er vaxandi miðill sem gefur mikla möguleika.“ Það sem Sigríði Þóru finnst mest heillandi við hlaðvarp er að það eru engar sérstakar reglur og að miðillinn sé lifandi og eðlilegur. „Það getur hver sem er gert hlaðvarp, hvenær sem er, um hvað sem er. Það eru að spretta upp allskyns hlaðvörp og allt í boði. Í sjónvarpi og útvarpi er tíminn takmarkaður, það er oft á tíðum dýrt að búa til efni fyrir þá miðla og þarf oftar en ekki að fara í gegnum ýmsar síur og nálaraugu. Þar er valið úr hvað er áhugaverðast hverju sinni og hvað hentar ákveðnum markhópum. Í hlaðvarpi er allt leyfilegt. Svo er bara spurning um hvað lifir og hvað ekki, hvað fær hlustun og hvað ekki. En það eru engin takmörk og öll höfum við tækifæri til að segja okkar sögur eða annarra, hafa rödd og koma því á framfæri sem okkur langar til. Svo vonum við að öðru fólki finnist það jafn áhugavert og vilji hlusta.“ Sjálf hlustar Sigríður Þóra oftast á hlaðvörp þegar hún fer út að hreyfa sig. „Ég hlusta aðallega þegar ég fer út að hreyfa mig. Þá finnst mér geggjað að hlusta á eitthvað sem nærir hugann og hugsun mína um leið og ég hreyfi líkamann. Mér finnst skemmtilegast og best að hlusta á hlaðvörp sem fá mig til að hugsa um eigin líðan, framkomu og hvernig ég get mögulega breytt eða bætt einhverju við líf mitt. Ég er smá svona „self help“ pía sem er í sífelldu, og oftar en ekki ofhugsuðu og óþolandi, spjalli við sjálfa mig um hvað megi betur fara hjá sjálfri mér svo slík hlaðvörp falla vel í kramið. En stundum líka langar mig bara að hlusta á eitthvað fyndið blaður.“ Sigríður Þóra er að vinna sína aðra þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Kviknar. Vísir/Vilhelm Leyfir vindinum að ráða för Sigríður Þóra er dóttir, systir, vinkona, kærasta og móðir og með yfir tíu ára reynslu í fjölmiðlum og framleiðslu. „Ég bý í Garðabæ ásamt manni, barni og hænum og á von á mínum öðru barni í október. Ég bjó í Los Angeles í tæp þrjú ár þar sem ég lærði kvikmyndagerð og heimildamyndagerð og vann við auglýsingagerð áður en ég sneri heim aftur. Það var algjörlega dásamlegur tími og staður sem ég sakna mikið. Ég á enn mikið af góðum vinum þar úti sem ég held góðu sambandi við. Ég hef unnið í fjölmiðla og framleiðsluheiminum í rúm 11 ár en hef tekið að mér allskyns verkefni í gegnum tíðina.“ Meðgangan hefur gengið vel, en þreytan lét þó finna fyrir sér fyrstu vikurnar. „Meðgangan er búin að vera mjög góð. Ég átti draumameðgöngu þegar ég gekk með fyrsta barn mitt fyrir tveimur árum síðan og ég viðurkenni að ég er nú örlítið þreyttari núna. Dagarnir eru auðvitað lengri með einn 20 mánaða, þeir byrja fyrr og það er víst ekki í boði að henda sér í sófann að loknum vinnudegi. En ég get aldeilis ekki kvartað. Ég er mjög heppin, með dásamlegan mann mér við hlið og fjölskyldu sem hefur hlaupið undir bagga með okkur litlu fjölskyldunni og öllum mjög annt um að mér og ófæddu barni líði vel.“ Sem verktaki hefur Sigríður Þóra sinnt fjölbreyttum verkefnum síðustu ár, mjög mörg þeirra voru fyrir sjónvarp. „Ég hef verið svo heppin að vinna með góðu fólki að ólíkum og skemmtilegum þáttum og verkefnum í gegnum tíðina fyrir þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar. Þá hef ég líka unnið sem verkefnastjóri hjá ARG viðburðum þar sem ég hef komið að uppsetningu tónleika og annarra skemmtana og það finnst mér rosalega skemmtilegt. Ég hef oft sagt að það henti mér vel að leyfa vindinum að feykja mér svolítið því þá leita svo oft skemmtileg og ólík verkefni inn á borð mitt og inn í líf mitt. Ég er góð í allskonar og ef ég fæ að vinna með góðu og skemmtilegu fólki þá er ég alltaf til í að skoða öll tækifæri og allar hugmyndir.“ Það eru samt nokkur verkefni sem eru í miklu uppáhaldi hjá Sigríði Þóru, þar á meðal þættirnir Líf kviknar sem hlutu Eddu verðlaun fyrir mannlífsþátt ársins 2019. „Það sem mér þykir allra vænst um er persónulegt og dýrmætt en ég gerði heimildarmynd um ömmu mína og afa fyrir nokkrum árum síðan sem voru saman í 74 ár áður en þau létust með stuttu millibili, þá 99 og 95 ára. Það er kominn matur, þættir gerðir fyrir Sjónvarp símans voru rosalega skemmtilegir í vinnslu því fólkið sem ég vann með var svo hrikalega skemmtilegt. Þegar ég var hjá RÚV þá vann ég í nokkur ár við Söngvakeppni Sjónvarpsins sem er alveg sjúklega skemmtilegt verkefni ár hvert. Ég myndi ekki segja nei við að taka þátt í því aftur. Svo vann ég við þættina Líf kviknar árið 2018 sem ég fékk að taka mikinn þátt í að skapa og koma til lífs og þykir óskaplega vænt um. Ég var sjálf að ganga með mitt fyrsta barn við vinnslu þáttanna og því einstaklega sérstakt ferli og gaman að fá að leggja hjarta, líkama og sál í þá vinnslu.“ Hvernig endar þetta? Sigríður Þóra hefur í nógu að snúast þessa dagana samhliða hlaðvarpinu. „Mitt stærsta verkefni er að huga vel að ófæddu barni mínu sem ég geng með, passa upp á andlega og líkamlega heilsu mína svo krílið skili sér eins farsællega og hægt er í þennan heim í október. Þá er ég að vinna að framhaldi þáttanna Líf kviknar með Andreu minni Eyland og fleira góðu fólki en þeir þættir eru sjálfsætt framhald og kallast Líf dafnar. Þar ætlum við að tala um fyrstu þrjú ár í lífi barns og mörgu því tengdu. Glassriver Productions eru að framleiða þessa seríu sem verður til sýninga á Stöð 2 í byrjun árs 2021. Við erum hálfnuð í tökuferlinu og ég er nú þegar stanslaust að vísa í orð viðmælenda okkar, svo fróð og frábær eru þau.“ Það vakti athygli blaðamanns að Sigríður Þóra var líka ófrísk þegar fyrri þáttaröðin var í framleiðslu. „Ég er bara eins og method leikari, set mig inn í og reyni að tengjast verkefninu til fulls hverju sinni,“ segir Sigríður Þóra og hlær. „Spurning hvernig þetta endar ef seríurnar verða mikið fleiri? En það er nú reyndar svo að þau eru nú þegar orðin þónokkur börnin sem hafa fæðst í kringum okkur sem komum að þessum tveimur þáttaseríum, Líf kviknar og Líf dafnar. Ekki gott að segja hvað veldur. Ég tengi alveg svakalega við þættina persónulega en það auðvitað kemur líka til vegna þess að ég er að brasast í þessum barneignum mínum á sama tíma. Þegar við gerðum Líf kviknar töluðum við við ljósmæður, fæðingarlækna, brjóstagjafarráðgjafa og aðra sérfræðinga sem voru að tala um ferlið allt frá getnaði að sængurlegu. Einmitt þegar ég var að ganga í gegnum það ferli í fyrsta sinn sjálf. Svo ég tali nú ekki um reynslusögur annarra foreldra. Nú, þegar við gerum Líf dafnar, þá hlusta ég á fólk og sérfræðinga tala um mikilvægi fyrstu 1000 dagana og allskyns hugmyndir um uppeldi og það meðan ég er með 20 mánaða drenginn minn að skottast hjá mér í lífinu. Ég er stanslaust að læra og þetta er auðvitað ómetanlegt.“
Fokk ég er með krabbamein Kviknar Heilbrigðismál Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira