Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 20:38 Mynd af lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morðið á George Floyd. RCSO/AP Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. Lögreglumennirnir sem voru viðstaddir atvikið hafa einnig verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað Chauvin. Chauvin hafði áður verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu. vegna andláts Floyd. Chauvin hefur nú einnig verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Þrír aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir hafa verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Stigsmunur er á ákærunum, morð af þriðju gráðu felur í sér að sakborningurinn hafi ekki endilega ætlað sér drepa heldur hafi viðkomandi hagað sér á hættulegan hátt án þess að skeyta um líf annarra. Til þess að sakfella Chauvin fyrir morð af annarri gráðu þurfa saksóknarar að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að drepa Floyd. George Floyd var 46 ára gamall öryggisvörður sem starfaði á veitingastað í borginni. Hann var handtekinn þann 25 maí síðastliðinn og fylgdust vegfarendur með því þegar hann hrópaði á lögregluþjóninn að hann næði ekki andanum. Þá bað hann lögreglumanninn um að drepa sig ekki. Andlát Floyd hefur leitt til mikillar reiði í Bandaríkjunum og hafa óeirðir og víðtæk mótmæli átt sér stað víða í Bandaríkjunum. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Sá Trump aldrei hegða sér ósæmilega og kannast ekki við kúnnalistann Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. Lögreglumennirnir sem voru viðstaddir atvikið hafa einnig verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað Chauvin. Chauvin hafði áður verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu. vegna andláts Floyd. Chauvin hefur nú einnig verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Þrír aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir hafa verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Stigsmunur er á ákærunum, morð af þriðju gráðu felur í sér að sakborningurinn hafi ekki endilega ætlað sér drepa heldur hafi viðkomandi hagað sér á hættulegan hátt án þess að skeyta um líf annarra. Til þess að sakfella Chauvin fyrir morð af annarri gráðu þurfa saksóknarar að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að drepa Floyd. George Floyd var 46 ára gamall öryggisvörður sem starfaði á veitingastað í borginni. Hann var handtekinn þann 25 maí síðastliðinn og fylgdust vegfarendur með því þegar hann hrópaði á lögregluþjóninn að hann næði ekki andanum. Þá bað hann lögreglumanninn um að drepa sig ekki. Andlát Floyd hefur leitt til mikillar reiði í Bandaríkjunum og hafa óeirðir og víðtæk mótmæli átt sér stað víða í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Sá Trump aldrei hegða sér ósæmilega og kannast ekki við kúnnalistann Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58
Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31