Rúnar Páll: Veigar fór í FH og fékk samning lífs síns á þessum aldri Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 21:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Veigar Páll Gunnarsson í bakgrunni. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki hafa verið of harður við eldri og reyndari leikmenn Stjörnunnar eins og Veigar Pál Gunnarsson og Garðar Jóhannsson sem hann hleypti frá félaginu. Báðir eru þeir miklar goðsagnir í Garðabænum. Veigar Páll gekk í raðir FH árið 2017 og spilaði einnig með Víkingi en árið áður fór Garðar í Fylki og þaðan í KR. Rúnar Páll sér ekki eftir þessum ákvörðunum en hann ræddi þær meðal annars í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. „Það er enginn stærri en félagið. Það þarf að koma fram við félagið sitt á réttan hátt. Það er ekkert hægt að hafa leikmenn bara af því bara. Garðar var búinn að vera mikið meiddur og var á góðum launum hjá okkur. Ætlarðu að endursemja við Garðar á sömu kjörum ef hann er meiddur áfram? Nei, það var ekki hægt. Þetta var komið fínt og hann stóð sig vel. Hans tími var liðinn hjá okkur. Hann spilaði eitt ár hjá KR og var líka mikið meiddur þar. Tók ég rétta ákvörðun? Já, ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun þar,“ sagði Rúnar Páll. „Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri. Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“ Rúnar Páll var einnig spurður út í Ólaf Karl Finsen sem yfirgaf Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir Vals þar sem hann varð svo Íslandsmeistari. „Óli Kalli. Það er hægt að skrifa bók um það,“ sagði Rúnar í léttum tón. „Það var rétt fyrir hann að skipta um umhverfi. Honum var farið að líða ekkert alltof vel þarna og það var gott fyrir hann að finna sér nýtt umhverfi og sjá hvernig honum gengur þar. Hefði ég viljað hafa Óla áfram? Að sjálfsögðu og við erum fínir mátar,“ sagði Rúnar og bætti við að dyrnar fyrir Ólaf Karl væru opnar vildi hann koma heim á ný. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Páll Sigmundsson (4/6) Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki hafa verið of harður við eldri og reyndari leikmenn Stjörnunnar eins og Veigar Pál Gunnarsson og Garðar Jóhannsson sem hann hleypti frá félaginu. Báðir eru þeir miklar goðsagnir í Garðabænum. Veigar Páll gekk í raðir FH árið 2017 og spilaði einnig með Víkingi en árið áður fór Garðar í Fylki og þaðan í KR. Rúnar Páll sér ekki eftir þessum ákvörðunum en hann ræddi þær meðal annars í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. „Það er enginn stærri en félagið. Það þarf að koma fram við félagið sitt á réttan hátt. Það er ekkert hægt að hafa leikmenn bara af því bara. Garðar var búinn að vera mikið meiddur og var á góðum launum hjá okkur. Ætlarðu að endursemja við Garðar á sömu kjörum ef hann er meiddur áfram? Nei, það var ekki hægt. Þetta var komið fínt og hann stóð sig vel. Hans tími var liðinn hjá okkur. Hann spilaði eitt ár hjá KR og var líka mikið meiddur þar. Tók ég rétta ákvörðun? Já, ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun þar,“ sagði Rúnar Páll. „Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri. Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“ Rúnar Páll var einnig spurður út í Ólaf Karl Finsen sem yfirgaf Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir Vals þar sem hann varð svo Íslandsmeistari. „Óli Kalli. Það er hægt að skrifa bók um það,“ sagði Rúnar í léttum tón. „Það var rétt fyrir hann að skipta um umhverfi. Honum var farið að líða ekkert alltof vel þarna og það var gott fyrir hann að finna sér nýtt umhverfi og sjá hvernig honum gengur þar. Hefði ég viljað hafa Óla áfram? Að sjálfsögðu og við erum fínir mátar,“ sagði Rúnar og bætti við að dyrnar fyrir Ólaf Karl væru opnar vildi hann koma heim á ný. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Páll Sigmundsson (4/6)
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira