Mongús fljótur að skila sér aftur heim Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2020 11:00 Kötturinn Mongús hefur gert mörgum bæjarbúanum í Hveragerði lífið leitt síðustu ár. „Hann skilaði sér heim mjög fljótlega. Síðan hefur hann nokkrum sinnum skroppið aðeins út en kemur alltaf aftur og er heima.“ Þetta hafði Hveragerðisbúinn Hörður Vignir Sigurðsson að segja um ferð kattarins Mongúsar út af heimili í gær og sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hörður segir Mongús hafa það bara ljómandi gott og sé hann orðinn eins og heimakær húsköttur. „Það kemur manni svolítið á óvart þar sem þetta er dýr sem er búið að vera í mörg ár á þvælingi, þó að hann hafi haft smá afdrep hjá okkur. Hann hefur svolítið haft þorpið undir.“ Mongús hafði um árabil verið á vergangi í Hveragerði eftir að eigandi hans lést og verið þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti. Hann er nú orðinn heimilisköttur hjá hjónunum Herði og Ingibjörgu Bjarnadóttur. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá þeim Herði og Ingibjörgu. Mongús var þá illa haldinn og eftir að hlúð var að honum í nokkrar vikur hjá Villiköttum og fluttist að því loknu inn á heimili Harðar og Ingibjargar var honum svo loksins hleypt út í gær. Hörður segir að enn hafi engar kvartanir borist eftir útiveru Mongúsar í gær og í morgun og sömuleiðis hafi ekki verið gerðar neinar athugasemdir í Hveragerðissíðum á Facebook. Hveragerði Dýr Tengdar fréttir Segja Mongús algjörlega breyttan Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. 2. júní 2020 20:00 Vandræðagemsinn Mongús vonast eftir öðru tækifæri í Hveragerði Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár eftir að hafa verið á vergangi. 1. júní 2020 22:41 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sjá meira
„Hann skilaði sér heim mjög fljótlega. Síðan hefur hann nokkrum sinnum skroppið aðeins út en kemur alltaf aftur og er heima.“ Þetta hafði Hveragerðisbúinn Hörður Vignir Sigurðsson að segja um ferð kattarins Mongúsar út af heimili í gær og sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hörður segir Mongús hafa það bara ljómandi gott og sé hann orðinn eins og heimakær húsköttur. „Það kemur manni svolítið á óvart þar sem þetta er dýr sem er búið að vera í mörg ár á þvælingi, þó að hann hafi haft smá afdrep hjá okkur. Hann hefur svolítið haft þorpið undir.“ Mongús hafði um árabil verið á vergangi í Hveragerði eftir að eigandi hans lést og verið þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti. Hann er nú orðinn heimilisköttur hjá hjónunum Herði og Ingibjörgu Bjarnadóttur. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá þeim Herði og Ingibjörgu. Mongús var þá illa haldinn og eftir að hlúð var að honum í nokkrar vikur hjá Villiköttum og fluttist að því loknu inn á heimili Harðar og Ingibjargar var honum svo loksins hleypt út í gær. Hörður segir að enn hafi engar kvartanir borist eftir útiveru Mongúsar í gær og í morgun og sömuleiðis hafi ekki verið gerðar neinar athugasemdir í Hveragerðissíðum á Facebook.
Hveragerði Dýr Tengdar fréttir Segja Mongús algjörlega breyttan Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. 2. júní 2020 20:00 Vandræðagemsinn Mongús vonast eftir öðru tækifæri í Hveragerði Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár eftir að hafa verið á vergangi. 1. júní 2020 22:41 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sjá meira
Segja Mongús algjörlega breyttan Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. 2. júní 2020 20:00
Vandræðagemsinn Mongús vonast eftir öðru tækifæri í Hveragerði Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár eftir að hafa verið á vergangi. 1. júní 2020 22:41