11 dagar í Pepsi Max: Tólf plús þrettán tímabil Atla og Tryggva eru söguleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 12:00 Atli Guðnason í leik með FH liðinu á móti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni. Vísir/Daníel Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 11 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson varð fyrstur til að gefa þrettán stoðsendingar á einu tímabilið sumarið 2008 og fjórum árum síðar jafnaði Atli Guðnason afrek hans. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Stoðsendingar hafa verið teknar saman síðan sumarið 1992 eða síðan sjónvarpsstöðvarnar fóru að taka upp alla leiki hér á landi. Tryggvi Guðmundsson bætti stoðsendingametið um tvær stoðsendingar þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 12 leik sumarið 2008 en að auki skoraði Tryggvi sjálfur 12 mörk og hjálpaði FH-liðinu að verða Íslandsmeistari. Tryggvi varð þarna sá fyrsti til að skorað tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar á einni leiktíð í efstu deild. Tryggvi bætti metið með sinni tólftu stoðsendingu en þar lagði hann upp sigurmark Atla Viðars Björnssonar í 3-2 sigri á Keflavík. Þetta var eitt allra mikilvægast mark sumarsins, sigurmark í uppbótatíma þar sem jafntefli hefði fært Keflvíkingum Íslandsmeistaratitilinn. Atli Guðnason jafnaði met Tryggva fjórum árum síðar eða þegar hann var með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 22 leikjum á Íslandsmeistarasumri FH 2012. Atli skrifaði þá söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að verða markakóngur og stoðsendingakóngur á sama tímabili í efstu deild. Atli jafnaði stoðsendingamet Tryggvi með því að leggja upp mark fyrir Albert Brynjar Ingason í lokaumferðinni. Hann hafði áður lagt upp tvö mörk í 3-0 sigri á Keflavík en eftir þann sigur þurfti FH-liðið aðeins jafntefli í þriðju síðustu umferðinni til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Atli á einnig ellefu stoðsendingatímabil og er ásamt Haraldi Ingólfssyni sem hefur tvisvar sinnum náð því að gefa ellefu stoðsendingar á einni leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu sumri í efstu deild karla. Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 11 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson varð fyrstur til að gefa þrettán stoðsendingar á einu tímabilið sumarið 2008 og fjórum árum síðar jafnaði Atli Guðnason afrek hans. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Stoðsendingar hafa verið teknar saman síðan sumarið 1992 eða síðan sjónvarpsstöðvarnar fóru að taka upp alla leiki hér á landi. Tryggvi Guðmundsson bætti stoðsendingametið um tvær stoðsendingar þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 12 leik sumarið 2008 en að auki skoraði Tryggvi sjálfur 12 mörk og hjálpaði FH-liðinu að verða Íslandsmeistari. Tryggvi varð þarna sá fyrsti til að skorað tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar á einni leiktíð í efstu deild. Tryggvi bætti metið með sinni tólftu stoðsendingu en þar lagði hann upp sigurmark Atla Viðars Björnssonar í 3-2 sigri á Keflavík. Þetta var eitt allra mikilvægast mark sumarsins, sigurmark í uppbótatíma þar sem jafntefli hefði fært Keflvíkingum Íslandsmeistaratitilinn. Atli Guðnason jafnaði met Tryggva fjórum árum síðar eða þegar hann var með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 22 leikjum á Íslandsmeistarasumri FH 2012. Atli skrifaði þá söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að verða markakóngur og stoðsendingakóngur á sama tímabili í efstu deild. Atli jafnaði stoðsendingamet Tryggvi með því að leggja upp mark fyrir Albert Brynjar Ingason í lokaumferðinni. Hann hafði áður lagt upp tvö mörk í 3-0 sigri á Keflavík en eftir þann sigur þurfti FH-liðið aðeins jafntefli í þriðju síðustu umferðinni til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Atli á einnig ellefu stoðsendingatímabil og er ásamt Haraldi Ingólfssyni sem hefur tvisvar sinnum náð því að gefa ellefu stoðsendingar á einni leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu sumri í efstu deild karla. Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005
Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira