Formúla 1 fær grænt ljós í Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 13:45 Lewis Hamilton er eflaust mjög spenntur að keppa á heimavelli í ágúst. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hafa gefið Formúlu 1 kappakstrinum grænt ljós á að keppa á hinni fornfrægu Silverstone-braut í Englandi í sumar. Samkvæmt frétt BBC um málið hefur Formúla 1 fengið leyfi fyrir tveimur keppnum á Silverstone-brautinni. Þá þurfa ökumenn og starfslið liðanna ekki að fara í tveggja vikna einangrun við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld eru að reyna koma íþróttalífi landsins í eðlilegt horf en enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst aftur þann á Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní. Þá fer enska B-deildin aftur af stað þremur dögum síðar eða þann 20. júní. Formula 1 has been given the go-ahead by the UK government to hold two races at Silverstone this summer.Full story https://t.co/lrwXgzMmPV #bbcf1 #F1 pic.twitter.com/EhIQrtKiLc— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2020 Formúla 1 stefnir að því að hefja tímabilið fyrstu vikuna í júlí en fyrstu tíu keppnum ársins var öllum frestað vegna kórónufaraldursins. Tvær keppnir munu fara fram í Austurríki áður en haldið verður til Ungverjalands. Líkt og í öðrum íþróttaviðburðum verður leikið fyrir luktum dyrum og verða fjöldatakmarkanir á fjölda starfsmanna. Stefnt er að því að keppa á Silverstone-brautinni snemma í ágúst áður en haldið verður til Spánar, Belgíu og Ítalíu. Íþróttir Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa gefið Formúlu 1 kappakstrinum grænt ljós á að keppa á hinni fornfrægu Silverstone-braut í Englandi í sumar. Samkvæmt frétt BBC um málið hefur Formúla 1 fengið leyfi fyrir tveimur keppnum á Silverstone-brautinni. Þá þurfa ökumenn og starfslið liðanna ekki að fara í tveggja vikna einangrun við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld eru að reyna koma íþróttalífi landsins í eðlilegt horf en enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst aftur þann á Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní. Þá fer enska B-deildin aftur af stað þremur dögum síðar eða þann 20. júní. Formula 1 has been given the go-ahead by the UK government to hold two races at Silverstone this summer.Full story https://t.co/lrwXgzMmPV #bbcf1 #F1 pic.twitter.com/EhIQrtKiLc— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2020 Formúla 1 stefnir að því að hefja tímabilið fyrstu vikuna í júlí en fyrstu tíu keppnum ársins var öllum frestað vegna kórónufaraldursins. Tvær keppnir munu fara fram í Austurríki áður en haldið verður til Ungverjalands. Líkt og í öðrum íþróttaviðburðum verður leikið fyrir luktum dyrum og verða fjöldatakmarkanir á fjölda starfsmanna. Stefnt er að því að keppa á Silverstone-brautinni snemma í ágúst áður en haldið verður til Spánar, Belgíu og Ítalíu.
Íþróttir Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti