Getur ekki sofið og tekur sér hlé frá fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2020 14:15 Madelen Janogy, fyrir miðju, með bronsverðlaunin á HM í Frakklandi í fyrra eftir sigur á Englandi. vísir/getty Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Hin 24 ára gamla Janogy skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar þegar hún lék með bronsliði Svía á HM í Frakklandi og skoraði meðal annars í sigri á Síle. Í desember yfirgaf hún svo heimalandið og fór frá Piteå til þýska stórveldisins Wolfsburg, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur. „Svefnvandamálin byrjuðu fyrir nokkrum árum síðan, um það leyti sem ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn. Þau hafa síðan orðið verri,“ sagði Janogy við sænska miðilinn Expressen. „Ég á mjög, mjög erfiða fortíð sem er ólík þeirri sem flestir hafa átt en ég hef alltaf bara keyrt áfram, alveg síðan að ég var lítil. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu. Fótboltinn hefur alltaf verið minn griðastaður,“ sagði Janogy. Hún segist hafa alveg gert sér grein fyrir því að það gæti verið erfitt að koma sér fyrir í Þýskalandi og spila fyrir Wolfsburg í því ástandi sem hún var í, en vandamálin jukust við það að takast á við nýja menningu, nýtt tungumál og meiri æfingar. Janogy segir að sér hafi liðið vel innan um liðsfélaga sína, hvort sem var á æfingum eða utan þeirra. „En kvöldin voru eins og martröð. Ég hafði sofið illa þegar ég kom til Wolfsburg en þetta varð bara verra og verra.“ Sér eftir því að hafa ekki óskað eftir hjálp fyrr Í mars fór Janogy með sænska landsliðinu á Algarve-mótið í Portúgal og eftir það fór hún til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og var þar lengur en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hún fór að huga að því að fara aftur til Þýskalands fylltist hún hins vegar kvíða. Að lokum lét hún umboðsmann sinn og fólk hjá Wolfsburg vita, og hún segir mikinn létti hafa fylgt því. Hún hafi fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Wolfsburg og liðsfélögum, og sér eftir því að hafa ekki beðið um hjálp fyrr. Hún sækir nú tíma hjá sálfræðingi í Svíþjóð. Janogy segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir viðtalið við Expressen og ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, en hún er staðráðin í að snúa aftur í fótboltann: „Það er engin pressa frá félaginu um að ég flýti mér til baka. Það tekur þann tíma sem það tekur. Ég hlakka til þess að vakna einhvern tímann og líða vel. Að finna aftur gleðina.“ Þýski boltinn Geðheilbrigði Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Sjá meira
Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Hin 24 ára gamla Janogy skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar þegar hún lék með bronsliði Svía á HM í Frakklandi og skoraði meðal annars í sigri á Síle. Í desember yfirgaf hún svo heimalandið og fór frá Piteå til þýska stórveldisins Wolfsburg, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur. „Svefnvandamálin byrjuðu fyrir nokkrum árum síðan, um það leyti sem ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn. Þau hafa síðan orðið verri,“ sagði Janogy við sænska miðilinn Expressen. „Ég á mjög, mjög erfiða fortíð sem er ólík þeirri sem flestir hafa átt en ég hef alltaf bara keyrt áfram, alveg síðan að ég var lítil. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu. Fótboltinn hefur alltaf verið minn griðastaður,“ sagði Janogy. Hún segist hafa alveg gert sér grein fyrir því að það gæti verið erfitt að koma sér fyrir í Þýskalandi og spila fyrir Wolfsburg í því ástandi sem hún var í, en vandamálin jukust við það að takast á við nýja menningu, nýtt tungumál og meiri æfingar. Janogy segir að sér hafi liðið vel innan um liðsfélaga sína, hvort sem var á æfingum eða utan þeirra. „En kvöldin voru eins og martröð. Ég hafði sofið illa þegar ég kom til Wolfsburg en þetta varð bara verra og verra.“ Sér eftir því að hafa ekki óskað eftir hjálp fyrr Í mars fór Janogy með sænska landsliðinu á Algarve-mótið í Portúgal og eftir það fór hún til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og var þar lengur en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hún fór að huga að því að fara aftur til Þýskalands fylltist hún hins vegar kvíða. Að lokum lét hún umboðsmann sinn og fólk hjá Wolfsburg vita, og hún segir mikinn létti hafa fylgt því. Hún hafi fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Wolfsburg og liðsfélögum, og sér eftir því að hafa ekki beðið um hjálp fyrr. Hún sækir nú tíma hjá sálfræðingi í Svíþjóð. Janogy segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir viðtalið við Expressen og ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, en hún er staðráðin í að snúa aftur í fótboltann: „Það er engin pressa frá félaginu um að ég flýti mér til baka. Það tekur þann tíma sem það tekur. Ég hlakka til þess að vakna einhvern tímann og líða vel. Að finna aftur gleðina.“
Þýski boltinn Geðheilbrigði Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti