Tvíburasystur eiga von á börnum með dags millibili Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 22:32 Steinunn og Stefanía munu báðar eignast börn í byrjun desember. Þær eru spenntar fyrir komandi mánuðum og hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. Facebook Tvíburarsysturnar Stefanía og Steinunn Svavarsdætur tilkynntu ættingjum og vinum í dag að þær ættu báðar von á börnum. Systurnar virðast vera ansi samstíga enda er settur dagur hjá þeim báðum í byrjun desember. „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta hafa komið þeim verulega á óvart. Systurnar tóku óléttupróf með dags millibili svo þær hafa verið samstíga í gegnum ferlið frá upphafi. Stefanía segist spennt fyrir komandi mánuðum og þær hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur.“ Stefanía á 17 mánaða barn fyrir en þetta er fyrsta barn Steinunnar. Sjálf hélt Stefanía að hún myndi klára barneignir áður en Steinunn færi að eiga börn en hún geti nú stutt við systur sína og miðlað reynslu sinni af fyrri meðgöngu. „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía. Þá fagnar hún því að börnin muni að öllum líkindum eiga leikfélaga í hvort öðru, enda hafi þær systur alltaf getað treyst á hvora aðra. Því gæti myndast samskonar tvíburastemning og þær upplifðu í æsku, enda stefnir allt í að þær fari saman í gegnum þetta ferðalag sem meðgangan er og verði jafnvel saman á fæðingardeildinni þegar þar að kemur. „Það væri draumurinn,“ segir Stefanía. Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Fleiri fréttir Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Sjá meira
Tvíburarsysturnar Stefanía og Steinunn Svavarsdætur tilkynntu ættingjum og vinum í dag að þær ættu báðar von á börnum. Systurnar virðast vera ansi samstíga enda er settur dagur hjá þeim báðum í byrjun desember. „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta hafa komið þeim verulega á óvart. Systurnar tóku óléttupróf með dags millibili svo þær hafa verið samstíga í gegnum ferlið frá upphafi. Stefanía segist spennt fyrir komandi mánuðum og þær hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur.“ Stefanía á 17 mánaða barn fyrir en þetta er fyrsta barn Steinunnar. Sjálf hélt Stefanía að hún myndi klára barneignir áður en Steinunn færi að eiga börn en hún geti nú stutt við systur sína og miðlað reynslu sinni af fyrri meðgöngu. „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía. Þá fagnar hún því að börnin muni að öllum líkindum eiga leikfélaga í hvort öðru, enda hafi þær systur alltaf getað treyst á hvora aðra. Því gæti myndast samskonar tvíburastemning og þær upplifðu í æsku, enda stefnir allt í að þær fari saman í gegnum þetta ferðalag sem meðgangan er og verði jafnvel saman á fæðingardeildinni þegar þar að kemur. „Það væri draumurinn,“ segir Stefanía.
Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Fleiri fréttir Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Sjá meira