Tvöfalda tölu látinna í faraldrinum í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2020 15:52 Lögreglumenn í Moskvu handtaka blaðamann sem tók þátt í mótmælum gegn fangelsisdómi sem kollegi þeirra hlaut. Rússneskir blaðamenn saka lögregluna um að notfæra sér faraldurinn til þess að láta til skarar skríða gegn aðgerðasinnum. Vísir/EPA Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum. Nú er 1.561 talinn látinn í faraldri nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda í Moskvu. Áður höfðu þau talið 639 hafa látist. Yfirvöld segja að í nýju tölunum séu einnig talin með „umdeilanlegustu“ tilfellin. Tölurnar í Moskvu voru uppfærðar eftir að krufning staðfesti að fólk sem hafði greinst neikvætt í sýnatöku hefði í reynd verið smitað af veirunni. Á áttunda hundrað manns sem létust af öðrum orsökum greindust með kórónuveiruna. Veiran er talin hafa átt þátt í dauða þeirra. Smit í Rússlandi eru nú þau þriðju flestu í heiminum, 387.632 samkvæmt opinberum tölum. Tilkynnt var um 232 ný dauðsföll í dag, þau flestu á einum sólarhring til þessa. Alls hafa nú 4.374 látist í faraldrinum, að sögn yfirvalda. Margir telja að raunverulegur fjöldi smitaðra og látinna sé mun meiri þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um að umfangsmikil skimun hafi dregið úr dauðsföllum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nýja aðferðafræðin við að telja þá látnu í Moskvu muni að líkindum hækka tölur látinna um allt Rússland. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum. Nú er 1.561 talinn látinn í faraldri nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda í Moskvu. Áður höfðu þau talið 639 hafa látist. Yfirvöld segja að í nýju tölunum séu einnig talin með „umdeilanlegustu“ tilfellin. Tölurnar í Moskvu voru uppfærðar eftir að krufning staðfesti að fólk sem hafði greinst neikvætt í sýnatöku hefði í reynd verið smitað af veirunni. Á áttunda hundrað manns sem létust af öðrum orsökum greindust með kórónuveiruna. Veiran er talin hafa átt þátt í dauða þeirra. Smit í Rússlandi eru nú þau þriðju flestu í heiminum, 387.632 samkvæmt opinberum tölum. Tilkynnt var um 232 ný dauðsföll í dag, þau flestu á einum sólarhring til þessa. Alls hafa nú 4.374 látist í faraldrinum, að sögn yfirvalda. Margir telja að raunverulegur fjöldi smitaðra og látinna sé mun meiri þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um að umfangsmikil skimun hafi dregið úr dauðsföllum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nýja aðferðafræðin við að telja þá látnu í Moskvu muni að líkindum hækka tölur látinna um allt Rússland.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent