Tvöfalda tölu látinna í faraldrinum í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2020 15:52 Lögreglumenn í Moskvu handtaka blaðamann sem tók þátt í mótmælum gegn fangelsisdómi sem kollegi þeirra hlaut. Rússneskir blaðamenn saka lögregluna um að notfæra sér faraldurinn til þess að láta til skarar skríða gegn aðgerðasinnum. Vísir/EPA Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum. Nú er 1.561 talinn látinn í faraldri nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda í Moskvu. Áður höfðu þau talið 639 hafa látist. Yfirvöld segja að í nýju tölunum séu einnig talin með „umdeilanlegustu“ tilfellin. Tölurnar í Moskvu voru uppfærðar eftir að krufning staðfesti að fólk sem hafði greinst neikvætt í sýnatöku hefði í reynd verið smitað af veirunni. Á áttunda hundrað manns sem létust af öðrum orsökum greindust með kórónuveiruna. Veiran er talin hafa átt þátt í dauða þeirra. Smit í Rússlandi eru nú þau þriðju flestu í heiminum, 387.632 samkvæmt opinberum tölum. Tilkynnt var um 232 ný dauðsföll í dag, þau flestu á einum sólarhring til þessa. Alls hafa nú 4.374 látist í faraldrinum, að sögn yfirvalda. Margir telja að raunverulegur fjöldi smitaðra og látinna sé mun meiri þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um að umfangsmikil skimun hafi dregið úr dauðsföllum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nýja aðferðafræðin við að telja þá látnu í Moskvu muni að líkindum hækka tölur látinna um allt Rússland. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum. Nú er 1.561 talinn látinn í faraldri nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda í Moskvu. Áður höfðu þau talið 639 hafa látist. Yfirvöld segja að í nýju tölunum séu einnig talin með „umdeilanlegustu“ tilfellin. Tölurnar í Moskvu voru uppfærðar eftir að krufning staðfesti að fólk sem hafði greinst neikvætt í sýnatöku hefði í reynd verið smitað af veirunni. Á áttunda hundrað manns sem létust af öðrum orsökum greindust með kórónuveiruna. Veiran er talin hafa átt þátt í dauða þeirra. Smit í Rússlandi eru nú þau þriðju flestu í heiminum, 387.632 samkvæmt opinberum tölum. Tilkynnt var um 232 ný dauðsföll í dag, þau flestu á einum sólarhring til þessa. Alls hafa nú 4.374 látist í faraldrinum, að sögn yfirvalda. Margir telja að raunverulegur fjöldi smitaðra og látinna sé mun meiri þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um að umfangsmikil skimun hafi dregið úr dauðsföllum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nýja aðferðafræðin við að telja þá látnu í Moskvu muni að líkindum hækka tölur látinna um allt Rússland.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16