NBA deildin ræddi við KKÍ um að koma með NBA-liðin til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 15:20 LeBron James og Giannis Antetokounmpo eru tvær af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar og voru mögulega á leiðinni til Íslands áður en NBA ákvað að spila allt í Disney World. Getty/Andrew D. Bernstein Ísland átti möguleika á því að vera miðstöðin í endurkomu NBA-deildarinnar í körfubolta eftir COVID-19. Eins og hjá öðrum atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum hefur NBA deildin leitað leiða til að koma keppninni aftur af stað eftir að hætt var að spila vegna kórónuveirunnar. Niðurstaðan liggur nánast fyrir því NBA deildin verður að öllum líkindum spiluð í Disney garðinum í Flórída-fylki. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá áttu sér stað formlegar viðræður á milli forsvarsmanna NBA og Körfuknattleikssambands Íslands. NBA íhugaði það að koma með liðin sín hingað til lands og leika hér hluta þeirra leikja sem eftir eru. Það hefði þýtt að liðin hefðu komið til Íslands með alla sína leikmenn, starfsmenn og þjálfara og gist á íslenskum hótelum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti í samtali við Íþróttadeild að formleg samskipti hefðu átt sér stað á milli sambandsins og NBA. Hann vildi ekki tjá sig um málin að öðru leiti. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, þykir framsækinn og nýjungagjarn. Það var hann sem tók þátt i viðræðunum við Körfuknattleikssamband Íslands. Samband Íslands og NBA hefur í gegnum tíðina verið mjög gott. Stöð 2 var ein fyrsta sjónvarpsstöðin í heiminum fyrir utan Bandaríkin sem sýndi beint frá NBA. David Stern heitinn, sem er af mörgum talinn vera mikilvægasti framkvæmdastjóri NBA, var mikill Íslandsvinur og áttu hann og Einar Bollason, sem lýsti NBA-leikjum á árunum áður í íslensku sjónvarpi, í góðu sambandi. Hugmyndin um að halda leik áfram í NBA hafa snúið að því að liðin gisti á svipuðum stöðum í svokallaðri „búbblu“. Hugmyndin að vera með „búbluna“ á Íslandi var rædd formlega en að lokum ákvað stjórn NBA að fara ekki út fyrir bandaríska grundu. NBA Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Ísland átti möguleika á því að vera miðstöðin í endurkomu NBA-deildarinnar í körfubolta eftir COVID-19. Eins og hjá öðrum atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum hefur NBA deildin leitað leiða til að koma keppninni aftur af stað eftir að hætt var að spila vegna kórónuveirunnar. Niðurstaðan liggur nánast fyrir því NBA deildin verður að öllum líkindum spiluð í Disney garðinum í Flórída-fylki. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá áttu sér stað formlegar viðræður á milli forsvarsmanna NBA og Körfuknattleikssambands Íslands. NBA íhugaði það að koma með liðin sín hingað til lands og leika hér hluta þeirra leikja sem eftir eru. Það hefði þýtt að liðin hefðu komið til Íslands með alla sína leikmenn, starfsmenn og þjálfara og gist á íslenskum hótelum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti í samtali við Íþróttadeild að formleg samskipti hefðu átt sér stað á milli sambandsins og NBA. Hann vildi ekki tjá sig um málin að öðru leiti. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, þykir framsækinn og nýjungagjarn. Það var hann sem tók þátt i viðræðunum við Körfuknattleikssamband Íslands. Samband Íslands og NBA hefur í gegnum tíðina verið mjög gott. Stöð 2 var ein fyrsta sjónvarpsstöðin í heiminum fyrir utan Bandaríkin sem sýndi beint frá NBA. David Stern heitinn, sem er af mörgum talinn vera mikilvægasti framkvæmdastjóri NBA, var mikill Íslandsvinur og áttu hann og Einar Bollason, sem lýsti NBA-leikjum á árunum áður í íslensku sjónvarpi, í góðu sambandi. Hugmyndin um að halda leik áfram í NBA hafa snúið að því að liðin gisti á svipuðum stöðum í svokallaðri „búbblu“. Hugmyndin að vera með „búbluna“ á Íslandi var rædd formlega en að lokum ákvað stjórn NBA að fara ekki út fyrir bandaríska grundu.
NBA Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira