Setji ósætti vegna launamála til hliðar og nýti reynsluna til að eflast Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 21:00 Skagamenn taka á móti KA í langþráðum fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar. VÍSIR/BÁRA Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA er vongóður um að óánægja í leikmannahópnum með launalækkanir vegna kórónuveirukrísunnar hafi ekki slæm áhrif á spilamennsku liðsins í sumar. Fram kom á Vísi í byrjun apríl að kurr væri í leikmannahópi ÍA eftir að laun voru lækkuð um helming án sérstaks samráðs við hópinn. „Þetta er alltaf erfitt staða, eins og var hjá öllum félögum, að menn gátu ekki alveg staðið við gerða samninga. En mennirnir sem hafa verið að vinna þá vinnu eru að reyna eftir bestu geta að leysa það á farsælan hátt. Ég er nokkuð viss um að það muni takast, menn verði sáttir og að þegar við spilum okkar fyrsta leik í deildinni verði fókusinn á það,“ sagði Jóhannes Karl við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Ég hef enga trú á öðru en að menn verði virkilega vel mótíveraðir í það núna þegar mótið byrjar að fara að spila fótbolta, og setji aðra hluti til hliðar. Að þeir séu bara spenntir að fara að byrja,“ sagði Jóhannes Karl en Skagamenn fá KA í heimsókn í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní. Mórallinn í hópnum frábær Aðspurður hvernig mórallinn í hópnum hefði verið og væri núna sagði þjálfarinn hann frábæran, og að raunir vorsins gætu orðið til að efla leikmennina sjálfa og liðið í heild: „Mórallinn í hópnum er alveg frábær. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir að vinna með. Það hefur aldrei verið neitt vesen. Auðvitað var erfitt þegar við máttum ekki æfa saman [vegna samkomubanns] en við skoðuðum það virkilega vel í hvernig ástandi leikmenn voru þegar þeir komu til baka. Þeir sýndu fram á það með sínum æfingum, og það sem þeir lögðu í þetta á erfiðasta tímanum, fjárhagslega og æfingalega séð, að þeir eru virkilega tilbúnir í þetta verkefni. Auðvitað hafa svona atriði áhrif, en það er líka á svona stundum sem að menn mótast. Ungir strákar þurfa kannski að verða pínu fullorðnir. Ég held að við getum nýtt þessa reynslu til að efla okkur, bæði sem einstaklingar sem þurfa að höndla mótlætið og sem hópur sem mun þrýsta sér saman og verða enn samstilltari og viljugri til að fórna sér fyrir hvern annan og félagið sem við spilum fyrir.“ Klippa: Sportið í dag - Jói Kalli um móralinn í Skagaliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla ÍA Sportið í dag Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA er vongóður um að óánægja í leikmannahópnum með launalækkanir vegna kórónuveirukrísunnar hafi ekki slæm áhrif á spilamennsku liðsins í sumar. Fram kom á Vísi í byrjun apríl að kurr væri í leikmannahópi ÍA eftir að laun voru lækkuð um helming án sérstaks samráðs við hópinn. „Þetta er alltaf erfitt staða, eins og var hjá öllum félögum, að menn gátu ekki alveg staðið við gerða samninga. En mennirnir sem hafa verið að vinna þá vinnu eru að reyna eftir bestu geta að leysa það á farsælan hátt. Ég er nokkuð viss um að það muni takast, menn verði sáttir og að þegar við spilum okkar fyrsta leik í deildinni verði fókusinn á það,“ sagði Jóhannes Karl við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Ég hef enga trú á öðru en að menn verði virkilega vel mótíveraðir í það núna þegar mótið byrjar að fara að spila fótbolta, og setji aðra hluti til hliðar. Að þeir séu bara spenntir að fara að byrja,“ sagði Jóhannes Karl en Skagamenn fá KA í heimsókn í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní. Mórallinn í hópnum frábær Aðspurður hvernig mórallinn í hópnum hefði verið og væri núna sagði þjálfarinn hann frábæran, og að raunir vorsins gætu orðið til að efla leikmennina sjálfa og liðið í heild: „Mórallinn í hópnum er alveg frábær. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir að vinna með. Það hefur aldrei verið neitt vesen. Auðvitað var erfitt þegar við máttum ekki æfa saman [vegna samkomubanns] en við skoðuðum það virkilega vel í hvernig ástandi leikmenn voru þegar þeir komu til baka. Þeir sýndu fram á það með sínum æfingum, og það sem þeir lögðu í þetta á erfiðasta tímanum, fjárhagslega og æfingalega séð, að þeir eru virkilega tilbúnir í þetta verkefni. Auðvitað hafa svona atriði áhrif, en það er líka á svona stundum sem að menn mótast. Ungir strákar þurfa kannski að verða pínu fullorðnir. Ég held að við getum nýtt þessa reynslu til að efla okkur, bæði sem einstaklingar sem þurfa að höndla mótlætið og sem hópur sem mun þrýsta sér saman og verða enn samstilltari og viljugri til að fórna sér fyrir hvern annan og félagið sem við spilum fyrir.“ Klippa: Sportið í dag - Jói Kalli um móralinn í Skagaliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Sportið í dag Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira