HönnunarMars með breyttu sniði í júní Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:45 HönnunarMars mun miðla hönnun áfram bæði innanlands og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Mynd frá sýningu Anitu Hirlekar á HönnunarMars árið 2019. Mynd/Hönnunarmars HönnunarMars mun fara fram í júní í ár en það verður gert með breyttu sniði og stórir viðburðir, eins og DesignTalks, hafa verið færðir til ársins 2021. Aðalhátíðin mun fara fram dagana 24. til 28. júní án opnunarhófs. Verið er að leggja lokahönd á nýja dagskrá en ljóst er að þar verða sýnendur og sýningar í lykilhlutverki og áhersla lögð á að miðla þeim áfram bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. „Við viljum nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi skapandi hugsunar á krefjandi tímum,“ segir Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars. Upplifun og öryggi gesta í forgangi Eins og kunnugt er þá var HönnunarMars 2020 frestað frá mars fram í júní vegna Covid-19 faraldursins. Stjórnendur hátíðarinnar hafa fylgst grannt með öllum vendingum er varða samkomubann, fjöldatakmarkanir, möguleika á ferðalögum til og frá landinu og breytt áætlunum um hátíðina jafnóðum eftir því sem fréttir berast. Í kjölfar jákvæðra frétta er nú ljóst að hátíðin mun fara fram, en með breyttu sniði. „Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið,“ segir í tilkynningu. Dagskrá HönnunarMars 2020 er að taka á sig mynd og ljóst að hún verður einstaklega fjölbreytt og forvitnileg í ár. Öll áhersla verður lögð á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta. Unnið verður að því að miðla sýningum og innihaldi þeirra hér á landi og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Að gefnu tilefni munu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar eins og opnunarhóf, DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch bíða til ársins 2021. Stærri viðburðir þar sem mjög stórir hópar fólks safnast saman, hafa verið færðir til ársins 2021 til þess að tryggja betur öryggi gesta.Mynd/Hönnunarmars Innblástur og gleði „HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Nú gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkraft til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu, á þeim óvissutímum sem við lifum nú. Sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur standa vonir til að hátíðin í lok júní veiti íbúum og gestum borgarinnar innblástur og gleði í sumar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með dagskránni taka á sig mynd á heimasíðu HönnunarMars og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar @designmarch - en þar mun allt iða af lífi og hönnun og arkitektúr miðlað í fjölbreyttu formi í júní. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12 „Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35 Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
HönnunarMars mun fara fram í júní í ár en það verður gert með breyttu sniði og stórir viðburðir, eins og DesignTalks, hafa verið færðir til ársins 2021. Aðalhátíðin mun fara fram dagana 24. til 28. júní án opnunarhófs. Verið er að leggja lokahönd á nýja dagskrá en ljóst er að þar verða sýnendur og sýningar í lykilhlutverki og áhersla lögð á að miðla þeim áfram bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. „Við viljum nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi skapandi hugsunar á krefjandi tímum,“ segir Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars. Upplifun og öryggi gesta í forgangi Eins og kunnugt er þá var HönnunarMars 2020 frestað frá mars fram í júní vegna Covid-19 faraldursins. Stjórnendur hátíðarinnar hafa fylgst grannt með öllum vendingum er varða samkomubann, fjöldatakmarkanir, möguleika á ferðalögum til og frá landinu og breytt áætlunum um hátíðina jafnóðum eftir því sem fréttir berast. Í kjölfar jákvæðra frétta er nú ljóst að hátíðin mun fara fram, en með breyttu sniði. „Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið,“ segir í tilkynningu. Dagskrá HönnunarMars 2020 er að taka á sig mynd og ljóst að hún verður einstaklega fjölbreytt og forvitnileg í ár. Öll áhersla verður lögð á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta. Unnið verður að því að miðla sýningum og innihaldi þeirra hér á landi og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Að gefnu tilefni munu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar eins og opnunarhóf, DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch bíða til ársins 2021. Stærri viðburðir þar sem mjög stórir hópar fólks safnast saman, hafa verið færðir til ársins 2021 til þess að tryggja betur öryggi gesta.Mynd/Hönnunarmars Innblástur og gleði „HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Nú gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkraft til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu, á þeim óvissutímum sem við lifum nú. Sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur standa vonir til að hátíðin í lok júní veiti íbúum og gestum borgarinnar innblástur og gleði í sumar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með dagskránni taka á sig mynd á heimasíðu HönnunarMars og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar @designmarch - en þar mun allt iða af lífi og hönnun og arkitektúr miðlað í fjölbreyttu formi í júní.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12 „Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35 Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12
„Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35
Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00