Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 22:52 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, segir mögulega hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur eftir að skemmtistaðir loka klukkan 23 um næstu helgi áhyggjuefni. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. Þeir loka núna allir á sama tíma, eða klukkan 23, samkvæmt reglum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins en skemmtistaðir og krár opnuðu í fyrsta sinn í gær eftir að hafa verið lokaðir í um tvo mánuði. Næsta helgi er því fyrsta „djammhelgin“ í langan tíma. Þeir sem eldri muna eflaust eftir þeim tíma þegar allir skemmtistaðir lokuðu á sama tíma, klukkan þrjú, og ölvað fólk safnaðist oftar en ekki saman á Lækjartorgi með tilheyrandi vandræðum. Komandi djammhelgi verður eins og í gamla daga, bæði veitingastaðir og skemmtistaðir loka á sömu mínútu 23:00. Göturnar í miðbænum munu fyllast, leigubílarnir hafa ekki undan og það verður svona carnival stemmning í bænum. Við eldri munum 03:00 stemmninguna í gamla daga.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) May 25, 2020 Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk sé mögulega að fara að safnast saman utandyra niðri í bæ eftir að skemmtistaðir loka um komandi helgi segir Víðir svo vera. „En við teljum að það séu minni líkur á því af því að það er lokað klukkan ellefu heldur en ef þeir færu til dæmis að loka klukkan eitt. En auðvitað höfum við áhyggjur af því og eins og hefur komið fram hjá Þórólfi líka þá hefur hann vísað í það að það er þekkt að svona hópsmit hafi verið rakin til skemmtistaða og skemmtana. Það er bara hluti af því þegar fólk er orðið ölvað þá passar það sig minna og þá er þéttleiki í hópum oft mikill. Þannig að það er þetta sem við höfum áhyggjur af í þessu og erum auðvitað að beina tilmælum til fólks að vanda sig, auðvitað hafa gaman af lífinu og skemmta sér, en líka vanda sig. Við verðum bara að djamma fram á morgun einhvern tímann seinna,“ segir Víðir. „Smitleiðirnar geta verið mjög hraðar og margir smitast af einum“ Áhyggjurnar beinist að því þegar hópar séu að myndast, fólk sé þétt saman og mikið ölvað. „Þá geta smitleiðirnar orðið mjög hraðar og margir smitast af einum. Þannig að þetta er bara hluti af þessum sóttvarnamálum og þessari baráttu okkar að fólk passi sig,“ segir Víðir. Það sé þó talin minni áhætta á hópasöfnun þegar staðirnir loka klukkan 23 en ekki síðar um nóttina. „Það er meðal annars ástæðan fyrir því að þessi tímasetning, menn halda að ölvunin verði orðin minni og þar af leiðandi minni líkur á því að þetta fari í einhverja vitleysu. Við erum að lifa alveg rosalega skrýtna tíma og auðvitað skilur maður það að það vilja allir skemmta sér og hafa gaman af lífinu og það er um að gera það en við verðum að vera innan þess ramma að halda áfram að passa okkur og fara varlega til þess að lenda ekki í að fá aðra bylgju. Við þurfum að þrauka í einhverjar vikur í viðbót, kannski mánuði, þannig að það skiptir máli að halda sig innan þessara leiðbeininga og ramma. Það er alveg hægt að gera heilmikið þótt maður sé ekki langt fram á nótt,“ segir Víðir. Hann segir almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ekki hafa beint neinum sérstökum tilmælum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að vera með aukin viðbúnað um næstu helgi vegna þessa. Lögreglan og almannavarnir vinni hins vegar þétt saman og allir séu á sömu blaðsíðu í þessum efnum. Minna um fyrirspurnir nú en í kringum 4. maí Eins og áður segir var slakað á samkomubanninu í gær en auk skemmtistaða og kráa opnuðu til að mynda líkamsræktarstöðvar á ný. Mest mega nú 200 manns koma saman í stað 50 áður. Víðir segir gærdaginn og daginn í dag hafa gengið mjög vel. „Ég held að það hafi allir vitað að hverju þeir ættu að ganga og þetta hefur verið algjörlega vandræðalaust og mun minni fyrirspurnir og spurningar til okkar núna heldur en var til dæmis í kringum 4. maí,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. Þeir loka núna allir á sama tíma, eða klukkan 23, samkvæmt reglum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins en skemmtistaðir og krár opnuðu í fyrsta sinn í gær eftir að hafa verið lokaðir í um tvo mánuði. Næsta helgi er því fyrsta „djammhelgin“ í langan tíma. Þeir sem eldri muna eflaust eftir þeim tíma þegar allir skemmtistaðir lokuðu á sama tíma, klukkan þrjú, og ölvað fólk safnaðist oftar en ekki saman á Lækjartorgi með tilheyrandi vandræðum. Komandi djammhelgi verður eins og í gamla daga, bæði veitingastaðir og skemmtistaðir loka á sömu mínútu 23:00. Göturnar í miðbænum munu fyllast, leigubílarnir hafa ekki undan og það verður svona carnival stemmning í bænum. Við eldri munum 03:00 stemmninguna í gamla daga.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) May 25, 2020 Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk sé mögulega að fara að safnast saman utandyra niðri í bæ eftir að skemmtistaðir loka um komandi helgi segir Víðir svo vera. „En við teljum að það séu minni líkur á því af því að það er lokað klukkan ellefu heldur en ef þeir færu til dæmis að loka klukkan eitt. En auðvitað höfum við áhyggjur af því og eins og hefur komið fram hjá Þórólfi líka þá hefur hann vísað í það að það er þekkt að svona hópsmit hafi verið rakin til skemmtistaða og skemmtana. Það er bara hluti af því þegar fólk er orðið ölvað þá passar það sig minna og þá er þéttleiki í hópum oft mikill. Þannig að það er þetta sem við höfum áhyggjur af í þessu og erum auðvitað að beina tilmælum til fólks að vanda sig, auðvitað hafa gaman af lífinu og skemmta sér, en líka vanda sig. Við verðum bara að djamma fram á morgun einhvern tímann seinna,“ segir Víðir. „Smitleiðirnar geta verið mjög hraðar og margir smitast af einum“ Áhyggjurnar beinist að því þegar hópar séu að myndast, fólk sé þétt saman og mikið ölvað. „Þá geta smitleiðirnar orðið mjög hraðar og margir smitast af einum. Þannig að þetta er bara hluti af þessum sóttvarnamálum og þessari baráttu okkar að fólk passi sig,“ segir Víðir. Það sé þó talin minni áhætta á hópasöfnun þegar staðirnir loka klukkan 23 en ekki síðar um nóttina. „Það er meðal annars ástæðan fyrir því að þessi tímasetning, menn halda að ölvunin verði orðin minni og þar af leiðandi minni líkur á því að þetta fari í einhverja vitleysu. Við erum að lifa alveg rosalega skrýtna tíma og auðvitað skilur maður það að það vilja allir skemmta sér og hafa gaman af lífinu og það er um að gera það en við verðum að vera innan þess ramma að halda áfram að passa okkur og fara varlega til þess að lenda ekki í að fá aðra bylgju. Við þurfum að þrauka í einhverjar vikur í viðbót, kannski mánuði, þannig að það skiptir máli að halda sig innan þessara leiðbeininga og ramma. Það er alveg hægt að gera heilmikið þótt maður sé ekki langt fram á nótt,“ segir Víðir. Hann segir almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ekki hafa beint neinum sérstökum tilmælum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að vera með aukin viðbúnað um næstu helgi vegna þessa. Lögreglan og almannavarnir vinni hins vegar þétt saman og allir séu á sömu blaðsíðu í þessum efnum. Minna um fyrirspurnir nú en í kringum 4. maí Eins og áður segir var slakað á samkomubanninu í gær en auk skemmtistaða og kráa opnuðu til að mynda líkamsræktarstöðvar á ný. Mest mega nú 200 manns koma saman í stað 50 áður. Víðir segir gærdaginn og daginn í dag hafa gengið mjög vel. „Ég held að það hafi allir vitað að hverju þeir ættu að ganga og þetta hefur verið algjörlega vandræðalaust og mun minni fyrirspurnir og spurningar til okkar núna heldur en var til dæmis í kringum 4. maí,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira