Fara inn í sumarið á lausu Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2020 07:00 Kristján Grétarsson, Aron Pálmarsson og Björn Ingi Hrafnsson eiga það allir sameiginlegt að vera einhleypir. Eftir erfiðan vetur er sumarið loks komið og kórónuveiran virðist vera að hverfa úr íslensku samfélagi. Lífið hefur því tekið saman lista yfir eftirsótta einhleypa karlmenn hér á landi. Sérstök nefnd Vísis var skipuð til að velja eftirsóttustu piparsveina landsins og má sjá yfirferðina hér að neðan. Maðurinn sem stal senunni á upplýsingafundum Almannavarna í miðjum faraldri, sjálfur Björn Ingi Hrafnsson er á lausu. Hann heillaði þjóðina með faglegum og góðum spurningum á blaðamannafundunum sem sýndir voru í beinni útsendingu á hverjum degi fyrir alþjóð. Björn er ritstjóri Viljans og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. View this post on Instagram A post shared by Björn Ingi Hrafnsson (@bjorningi) on May 9, 2020 at 10:50am PDT Gítarleikarinn Kristján Grétarsson þykir einn sá allra eftirsóttasti en hann kemur reglulega fram með stærstu hljómsveitum landsins og leikur á hljóðfæri af sinni alkunnu snilld. Kristján er sonur Grétar Örvarssonar og líkist föður sínum óneitanlega. View this post on Instagram A post shared by Kristján Grétarsson (@kiddigretars) on May 8, 2020 at 3:52pm PDT Annar í tónlistarsenunni er trommarinn Benedikt Brynleifsson sem heillar marga á bakvið trommusettið. Rétt eins og Kristján kemur Benni Brynleifs reglulega fram með stórsveitum og sést oft á tíðum á sjónvarpsskjám landsmanna. View this post on Instagram A post shared by Benedikt Brynleifsson (@bennibrynleifs) on Jan 3, 2020 at 12:36am PST Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Eiður Smári Guðjohnsen er á lausu en Eiður starfar í dag sem sérfræðingur í knattspyrnu í sjónvarpi, hér innanlands og erlendis. Hann er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari U-21 landsliðs Íslands. Eiður þykir með eindæmum smekklegur í klæðaburði og kemur vel fyrir. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Oct 9, 2018 at 8:38am PDT Tryggingarsölumaðurinn og knattspyrnuþjálfarinn Mikael Nikulásson hefur heldur betur slegið í gegn í hlaðvarpsþættinum Dr. Football með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni. Mikki, eins og hann er jafnan kallaður, er einhleypur og þykir nokkuð eftirsóttur. Mikael rekur meðal annars barinn St. Eugen´s á Tenerife sem er að verða sannkallaður Íslendingabar á eyjunni. Hann þjálfar karlalið Njarðvíkur í 2. deildinni hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on Nov 2, 2019 at 9:02am PDT Guðmundur Franklín Jónsson sem býður sig fram til forseta Íslands í komandi forsetakosningum er einhleypur. Kosningarnar fara fram 27. júní næstkomandi en fram hefur komið að Guðmundur hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta. Ítarlega var fjallað um feril og líf Guðmundar á Vísi í gær og hefur kappinn heldur betur komið víða við. Guðmundur Franklín ætlar sér að verða næsta forseti Íslands. Vísir/vilhelm Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona og íslenska landsliðsins er án efa einhver allra eftirsóttasti piparsveinn landsins. Aron býr í Barcelona og nýtur lífsins þar. Hann á eina dóttur og hefur verið hér á landi undanfarnar vikur þar sem hann taldi betra að vera hér á Íslandi í miðjum faraldri. Talið er víst að Aron verði næsti landsliðsfyrirliði í handbolta og er hann einn af bestu handboltamönnum heims. Aron er mikill veiðimaður. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) on Jun 27, 2019 at 6:15am PDT Pálmar Ragnarsson er einn vinsælasti fyrirlesari landsins og svo virðist sem það sé ekki fyrirtæki í landinu sem fái hann ekki til að peppa mannskapinn. Hann er með eindæmum lífsglaður og kraftmikill maður og segir það nauðsynlegt að hafa gott hugafar og viðhorf í daglegu lífi eins og fram kom í viðtali við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 á dögunum. Pálmar er án efa einn sá eftirsóttasti hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Pálmαr Rαgnαrssσn (@palmarragg) on Oct 18, 2019 at 11:42am PDT Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Ekki nóg með það, þá er hann einnig einhleypur sem verður að teljast með ólíkindum. Friðrik er með eindæmum skemmtilegur, hress og fyndinn og ekki skemmir útlitið. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Ómar (@fromarinn) on Jan 30, 2020 at 1:54pm PST Rapparinn góðkunni Erpur Eyvindarson hefur síðastliðna tvo áratugi verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Þessi mikli Kópavogsbúi er einhleypur og býr í fallegu einbýlishúsi við Sæbólsbraut. Erpur er hress og skemmtileg týpa sem heillar marga með persónutöfrum sínum. Rapparinn elskar að ferðast um heiminn eins og sjá má á Instagram-reikningi tónlistarmannsins. View this post on Instagram A post shared by slakibabarinn (@slakibabarinn) on Feb 23, 2020 at 10:51am PST Viðskiptamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Barion og Hlöllabátar, er einhleypur. Hann stendur í ströngu þessa dagana og mun á næstunni opna minigolfstaðinn Minigarðinn og einnig Barion Bryggjan Brugghús. Segja má að Simmi Vill sé í raun Instagram-stjarna í dag en hann er með fjölmarga fylgjendur þar og sýnir skemmtilega frá lífi sínu á þeim vettvangi. Þar má meðal annars sjá að Simmi er stórkostlegur í eldhúsinu. View this post on Instagram A post shared by Sigmar Vilhjalmsson (@simmivill) on May 12, 2020 at 1:10am PDT Ástin og lífið Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Sjá meira
Eftir erfiðan vetur er sumarið loks komið og kórónuveiran virðist vera að hverfa úr íslensku samfélagi. Lífið hefur því tekið saman lista yfir eftirsótta einhleypa karlmenn hér á landi. Sérstök nefnd Vísis var skipuð til að velja eftirsóttustu piparsveina landsins og má sjá yfirferðina hér að neðan. Maðurinn sem stal senunni á upplýsingafundum Almannavarna í miðjum faraldri, sjálfur Björn Ingi Hrafnsson er á lausu. Hann heillaði þjóðina með faglegum og góðum spurningum á blaðamannafundunum sem sýndir voru í beinni útsendingu á hverjum degi fyrir alþjóð. Björn er ritstjóri Viljans og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. View this post on Instagram A post shared by Björn Ingi Hrafnsson (@bjorningi) on May 9, 2020 at 10:50am PDT Gítarleikarinn Kristján Grétarsson þykir einn sá allra eftirsóttasti en hann kemur reglulega fram með stærstu hljómsveitum landsins og leikur á hljóðfæri af sinni alkunnu snilld. Kristján er sonur Grétar Örvarssonar og líkist föður sínum óneitanlega. View this post on Instagram A post shared by Kristján Grétarsson (@kiddigretars) on May 8, 2020 at 3:52pm PDT Annar í tónlistarsenunni er trommarinn Benedikt Brynleifsson sem heillar marga á bakvið trommusettið. Rétt eins og Kristján kemur Benni Brynleifs reglulega fram með stórsveitum og sést oft á tíðum á sjónvarpsskjám landsmanna. View this post on Instagram A post shared by Benedikt Brynleifsson (@bennibrynleifs) on Jan 3, 2020 at 12:36am PST Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Eiður Smári Guðjohnsen er á lausu en Eiður starfar í dag sem sérfræðingur í knattspyrnu í sjónvarpi, hér innanlands og erlendis. Hann er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari U-21 landsliðs Íslands. Eiður þykir með eindæmum smekklegur í klæðaburði og kemur vel fyrir. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Oct 9, 2018 at 8:38am PDT Tryggingarsölumaðurinn og knattspyrnuþjálfarinn Mikael Nikulásson hefur heldur betur slegið í gegn í hlaðvarpsþættinum Dr. Football með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni. Mikki, eins og hann er jafnan kallaður, er einhleypur og þykir nokkuð eftirsóttur. Mikael rekur meðal annars barinn St. Eugen´s á Tenerife sem er að verða sannkallaður Íslendingabar á eyjunni. Hann þjálfar karlalið Njarðvíkur í 2. deildinni hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on Nov 2, 2019 at 9:02am PDT Guðmundur Franklín Jónsson sem býður sig fram til forseta Íslands í komandi forsetakosningum er einhleypur. Kosningarnar fara fram 27. júní næstkomandi en fram hefur komið að Guðmundur hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta. Ítarlega var fjallað um feril og líf Guðmundar á Vísi í gær og hefur kappinn heldur betur komið víða við. Guðmundur Franklín ætlar sér að verða næsta forseti Íslands. Vísir/vilhelm Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona og íslenska landsliðsins er án efa einhver allra eftirsóttasti piparsveinn landsins. Aron býr í Barcelona og nýtur lífsins þar. Hann á eina dóttur og hefur verið hér á landi undanfarnar vikur þar sem hann taldi betra að vera hér á Íslandi í miðjum faraldri. Talið er víst að Aron verði næsti landsliðsfyrirliði í handbolta og er hann einn af bestu handboltamönnum heims. Aron er mikill veiðimaður. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) on Jun 27, 2019 at 6:15am PDT Pálmar Ragnarsson er einn vinsælasti fyrirlesari landsins og svo virðist sem það sé ekki fyrirtæki í landinu sem fái hann ekki til að peppa mannskapinn. Hann er með eindæmum lífsglaður og kraftmikill maður og segir það nauðsynlegt að hafa gott hugafar og viðhorf í daglegu lífi eins og fram kom í viðtali við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 á dögunum. Pálmar er án efa einn sá eftirsóttasti hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Pálmαr Rαgnαrssσn (@palmarragg) on Oct 18, 2019 at 11:42am PDT Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Ekki nóg með það, þá er hann einnig einhleypur sem verður að teljast með ólíkindum. Friðrik er með eindæmum skemmtilegur, hress og fyndinn og ekki skemmir útlitið. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Ómar (@fromarinn) on Jan 30, 2020 at 1:54pm PST Rapparinn góðkunni Erpur Eyvindarson hefur síðastliðna tvo áratugi verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Þessi mikli Kópavogsbúi er einhleypur og býr í fallegu einbýlishúsi við Sæbólsbraut. Erpur er hress og skemmtileg týpa sem heillar marga með persónutöfrum sínum. Rapparinn elskar að ferðast um heiminn eins og sjá má á Instagram-reikningi tónlistarmannsins. View this post on Instagram A post shared by slakibabarinn (@slakibabarinn) on Feb 23, 2020 at 10:51am PST Viðskiptamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Barion og Hlöllabátar, er einhleypur. Hann stendur í ströngu þessa dagana og mun á næstunni opna minigolfstaðinn Minigarðinn og einnig Barion Bryggjan Brugghús. Segja má að Simmi Vill sé í raun Instagram-stjarna í dag en hann er með fjölmarga fylgjendur þar og sýnir skemmtilega frá lífi sínu á þeim vettvangi. Þar má meðal annars sjá að Simmi er stórkostlegur í eldhúsinu. View this post on Instagram A post shared by Sigmar Vilhjalmsson (@simmivill) on May 12, 2020 at 1:10am PDT
Ástin og lífið Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Sjá meira