Leikmönnum á Íslandi ráðlagt að fagna mörkunum sínum án snertingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 14:00 Fanndís Friðriksdóttir og félagar hennar í Val spila fyrsta leik Íslandsmótsins 2020 þegar þær mæta KR. Þá mega þær ekki fagna mörkunum sínum svona. Vísir/Daníel Knattspyrnusamband Íslands hefur nú gefið út leiðbeiningar vegna framkvæmdar knattspyrnuleikja í meistaraflokkum vegna sóttvarnaraðgerða heilbrigðisyfirvalda og almannavarna. Leiðbeiningarnar eru byggðar á tilmælum þessara aðila og taka mið af aðstæðum við framkvæmd leikja í meistaraflokkum, en einnig er til hliðsjónar Handbók leikja 2020 og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Markmið leiðbeininganna er að lágmarka áhættuna á að leikmenn, starfsmenn liða, starfsmenn félaga og aðrir þátttakendur leiksins smitist af COVID-19, og gilda þar til annað verður ákveðið. Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu vikurnar. Þessar almennu aðgerðir eru jafn mikilvægar í kringum knattspyrnuleiki og annars staðar í samfélaginu. Það sem vekur vissulega einna mesta athygli er að leikmönnum á Íslandi er þarna ráðlagt að fagna mörkunum sínum án snertingar. Þjóðverjar hafa sem dæmi lagt mikla áherslu á það að leikmenn fari eftir því nú þegar deildin þeirra er komin aftur af stað. Leikmenn eiga líka að hætta þeim ósið að hrækja á völlinn og þeir eiga ekki að heilsa neinum fyrir eða eftir leik. Ekki á heldur að notast við lukkukrakka fyrir leikina. Heimaliðið þarf að sótthreinsa búningsklefa vel áður en gestalið og dómarar mæta til leiks og má ekki sjá um neinar veitingar fyrir gestalið, dómara, fjölmiðla eða starfsmenn leiks. Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf og þarf sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. Ýmsar almennar aðgerðir sem mælt er með Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem leikmenn, starfsmenn liða og starfsmenn leiks koma. Heimalið sótthreinsi búningsklefa vel áður en gestalið og dómarar mæta til leiks, sem og eftir leik. Heimalið sér ekki um neinar veitingar fyrir gestalið, dómara, fjölmiðla eða starfsmenn leiks. Sótthreinsun á sjúkrabörum fyrir leik og eftir notkun. Starfsmaður heimaliðs sér um að koma sjúkrabörum á þann stað þar sem þær eiga að vera á meðan á leik stendur. Heimalið sér um að sótthreinsa bolta fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Umsjónarmaður boltakrakka sér um að sótthreinsa hendur boltakrakka fyrir leik, í hálfleik, eftir leik og meðan á leik stendur eins og aðstæður leyfa. Leikmenn og starfsmenn fagna mörkum án snertingar. Leikmenn, starfsmenn liða og aðrir láti af þeim ósið að hrækja á leikflötinn og markmenn ættu ekki að hrækja í hanskana sína. Ekki verði notast við lukkukrakka fyrir leiki. Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir heilsast ekki með handabandi fyrir leiki eða eftir leik. Dómarar og eftirlitsmenn Dómarar koma með veitingar eftir sínum þörfum með sér. Eftirlitsmaður fær aðstöðu í stúku eins og venja er. Eftirlitsmaður fer ekki inn á tæknisvæði á meðan á takmörkunum stendur. Heimalið sér um að sótthreinsa skiptispjöld fyrir leik og skila þeim á þann stað þar sem dómarar taka við þeim. Eingöngu fjórði dómari meðhöndlar skiptispjöld á meðan á leik stendur. Skiptimiðar verða ekki notaðir á meðan takmarkanir eru í gildi. Áhorfendur Til að mæta þessu er mælt með eftirfarandi aðgerðum: Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingarreglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: “Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu. KSÍ hvetur alla sem koma að framkvæmd knattspyrnuleikja til að temja sér þessar aðgerðir sérstaklega -Handþvottur og sótthreinsun. -Regluleg sótthreinsun snertifleta. -Fækka snertiflötum eins og hægt er (t.d. hafa hurðir opnar, öll ljós kveikt o.s.frv.). -Nota rakningarapp almannavarna. -Þau sem finna fyrir minnstu einkennum veikinda ættu að halda sig heima. -Fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og almannavarna um sóttkví og/eða einangrun. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur nú gefið út leiðbeiningar vegna framkvæmdar knattspyrnuleikja í meistaraflokkum vegna sóttvarnaraðgerða heilbrigðisyfirvalda og almannavarna. Leiðbeiningarnar eru byggðar á tilmælum þessara aðila og taka mið af aðstæðum við framkvæmd leikja í meistaraflokkum, en einnig er til hliðsjónar Handbók leikja 2020 og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Markmið leiðbeininganna er að lágmarka áhættuna á að leikmenn, starfsmenn liða, starfsmenn félaga og aðrir þátttakendur leiksins smitist af COVID-19, og gilda þar til annað verður ákveðið. Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu vikurnar. Þessar almennu aðgerðir eru jafn mikilvægar í kringum knattspyrnuleiki og annars staðar í samfélaginu. Það sem vekur vissulega einna mesta athygli er að leikmönnum á Íslandi er þarna ráðlagt að fagna mörkunum sínum án snertingar. Þjóðverjar hafa sem dæmi lagt mikla áherslu á það að leikmenn fari eftir því nú þegar deildin þeirra er komin aftur af stað. Leikmenn eiga líka að hætta þeim ósið að hrækja á völlinn og þeir eiga ekki að heilsa neinum fyrir eða eftir leik. Ekki á heldur að notast við lukkukrakka fyrir leikina. Heimaliðið þarf að sótthreinsa búningsklefa vel áður en gestalið og dómarar mæta til leiks og má ekki sjá um neinar veitingar fyrir gestalið, dómara, fjölmiðla eða starfsmenn leiks. Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf og þarf sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. Ýmsar almennar aðgerðir sem mælt er með Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem leikmenn, starfsmenn liða og starfsmenn leiks koma. Heimalið sótthreinsi búningsklefa vel áður en gestalið og dómarar mæta til leiks, sem og eftir leik. Heimalið sér ekki um neinar veitingar fyrir gestalið, dómara, fjölmiðla eða starfsmenn leiks. Sótthreinsun á sjúkrabörum fyrir leik og eftir notkun. Starfsmaður heimaliðs sér um að koma sjúkrabörum á þann stað þar sem þær eiga að vera á meðan á leik stendur. Heimalið sér um að sótthreinsa bolta fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Umsjónarmaður boltakrakka sér um að sótthreinsa hendur boltakrakka fyrir leik, í hálfleik, eftir leik og meðan á leik stendur eins og aðstæður leyfa. Leikmenn og starfsmenn fagna mörkum án snertingar. Leikmenn, starfsmenn liða og aðrir láti af þeim ósið að hrækja á leikflötinn og markmenn ættu ekki að hrækja í hanskana sína. Ekki verði notast við lukkukrakka fyrir leiki. Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir heilsast ekki með handabandi fyrir leiki eða eftir leik. Dómarar og eftirlitsmenn Dómarar koma með veitingar eftir sínum þörfum með sér. Eftirlitsmaður fær aðstöðu í stúku eins og venja er. Eftirlitsmaður fer ekki inn á tæknisvæði á meðan á takmörkunum stendur. Heimalið sér um að sótthreinsa skiptispjöld fyrir leik og skila þeim á þann stað þar sem dómarar taka við þeim. Eingöngu fjórði dómari meðhöndlar skiptispjöld á meðan á leik stendur. Skiptimiðar verða ekki notaðir á meðan takmarkanir eru í gildi. Áhorfendur Til að mæta þessu er mælt með eftirfarandi aðgerðum: Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingarreglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: “Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu. KSÍ hvetur alla sem koma að framkvæmd knattspyrnuleikja til að temja sér þessar aðgerðir sérstaklega -Handþvottur og sótthreinsun. -Regluleg sótthreinsun snertifleta. -Fækka snertiflötum eins og hægt er (t.d. hafa hurðir opnar, öll ljós kveikt o.s.frv.). -Nota rakningarapp almannavarna. -Þau sem finna fyrir minnstu einkennum veikinda ættu að halda sig heima. -Fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og almannavarna um sóttkví og/eða einangrun.
Ýmsar almennar aðgerðir sem mælt er með Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem leikmenn, starfsmenn liða og starfsmenn leiks koma. Heimalið sótthreinsi búningsklefa vel áður en gestalið og dómarar mæta til leiks, sem og eftir leik. Heimalið sér ekki um neinar veitingar fyrir gestalið, dómara, fjölmiðla eða starfsmenn leiks. Sótthreinsun á sjúkrabörum fyrir leik og eftir notkun. Starfsmaður heimaliðs sér um að koma sjúkrabörum á þann stað þar sem þær eiga að vera á meðan á leik stendur. Heimalið sér um að sótthreinsa bolta fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Umsjónarmaður boltakrakka sér um að sótthreinsa hendur boltakrakka fyrir leik, í hálfleik, eftir leik og meðan á leik stendur eins og aðstæður leyfa. Leikmenn og starfsmenn fagna mörkum án snertingar. Leikmenn, starfsmenn liða og aðrir láti af þeim ósið að hrækja á leikflötinn og markmenn ættu ekki að hrækja í hanskana sína. Ekki verði notast við lukkukrakka fyrir leiki. Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir heilsast ekki með handabandi fyrir leiki eða eftir leik. Dómarar og eftirlitsmenn Dómarar koma með veitingar eftir sínum þörfum með sér. Eftirlitsmaður fær aðstöðu í stúku eins og venja er. Eftirlitsmaður fer ekki inn á tæknisvæði á meðan á takmörkunum stendur. Heimalið sér um að sótthreinsa skiptispjöld fyrir leik og skila þeim á þann stað þar sem dómarar taka við þeim. Eingöngu fjórði dómari meðhöndlar skiptispjöld á meðan á leik stendur. Skiptimiðar verða ekki notaðir á meðan takmarkanir eru í gildi. Áhorfendur Til að mæta þessu er mælt með eftirfarandi aðgerðum: Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingarreglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: “Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu. KSÍ hvetur alla sem koma að framkvæmd knattspyrnuleikja til að temja sér þessar aðgerðir sérstaklega -Handþvottur og sótthreinsun. -Regluleg sótthreinsun snertifleta. -Fækka snertiflötum eins og hægt er (t.d. hafa hurðir opnar, öll ljós kveikt o.s.frv.). -Nota rakningarapp almannavarna. -Þau sem finna fyrir minnstu einkennum veikinda ættu að halda sig heima. -Fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og almannavarna um sóttkví og/eða einangrun.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira