„Held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 14:31 Auðunn og Kristinn í leikmyndinni sem smíðuð var fyrir myndbandið. Thelma Torfa/RÚV „Þetta var svolítið stór framleiðsla. Þessi hugmynd kom upp í mars þegar platan sjálf kom út og akkúrat þegar samkomubannið var allt að fara í gang,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, leikstjóri ríflega átta mínútna tónlistarmyndbands Auðar sem sýnt var í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Þar tók Auður heila stuttskífu sem ber nafnið Ljós og kom út á dögunum með þessum vinsæla tónlistarmanni. Það má með sanni segja að tæknin hafi verið nýtt til hins ítrasta og vakti myndbandið mikla athygli hjá landanum. „Gísli var búinn að bjóða Auðunni að koma og taka lagið. Ég var búinn að koma áður með honum og gera einhver atriði en okkur langaði að taka einhver aukaskref og gera þetta stærra núna. Ég og Auðunn settumst niður og rissuðum upp þessa hugmynd og úr varð að byrja í Gísla settinu og vinna okkur út frá því og vera með einhverja töfra hvernig við kæmum okkur út úr settinu.“ Kristinn segir að verkefnið hafi síðan verið sett á ís en fyrir um tveimur vikum tóku þeir þráðinn upp á nýjan leik. „Við höfum verið að vinna að þessu núna í tvær vikur. Ég get eiginlega ekki gefið upp hvenær þetta fer úr því að vera bein útsending yfir í upptöku og held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu. Það er gaman fyrir fólk að reyna finna það út sjálft. Við ætlum síðan að gefa út bakvið tjöldin myndband eftir einhvern tíma og þá kemur þetta í ljós,“ segir Kristinn sem staðfestir samt sem áður að myndbandið var að vissu leyti tekið upp í síðustu viku. Kristinn er mjög efnilegur leikstjóri. Saga Sig Lítið sem ekkert sofið í tvær vikur „Þetta var mjög erfitt verkefni og ekki mikið sofið í þessar tvær viku. Þetta var mjög góður hópur sem vann að þessu. Við vorum fjögur sem mynduðu ákveðið kjarnateymi. Ég, Auðunn, Andri Haraldsson myndatökumaður sem er algjör galdramaður og á hann mjög mikið í þessu varðandi allt útlit, lýsingu og myndatökuna og svo Thelma Torfadóttir sem er algjör neglu framleiðandi,“ segir Kristinn og bætir við. „Þetta verkefni er í raun tveir heimar að mætast sem eru reynsluboltarnir á RÚV og við yngra bjartsýna liðið sem heldur að þetta sé ekkert mál. Það náði að blandast mjög vel saman. Leikmyndardeildin á RÚV kom mjög sterkt inn í þetta og á alveg mjög stórt hrós skilið.“ Í myndbandinu má til að mynda sjá Auður stækka sófann og borðið í setti Vikunnar og ganga út úr sjónvarpi. Teymið hefur undirbúið frumsýningu myndbandsins síðan í mars. „Þetta er allt leikmynd en við erum samt einnig með brellumeistara en hann vann í raun bara að því að fela hluti sem áttu ekki að sjást. Sófaatriðið, sjónvarpið og þegar hann fer inn í vegginn er allt smíðað.“ Tónlist Menning Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
„Þetta var svolítið stór framleiðsla. Þessi hugmynd kom upp í mars þegar platan sjálf kom út og akkúrat þegar samkomubannið var allt að fara í gang,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, leikstjóri ríflega átta mínútna tónlistarmyndbands Auðar sem sýnt var í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Þar tók Auður heila stuttskífu sem ber nafnið Ljós og kom út á dögunum með þessum vinsæla tónlistarmanni. Það má með sanni segja að tæknin hafi verið nýtt til hins ítrasta og vakti myndbandið mikla athygli hjá landanum. „Gísli var búinn að bjóða Auðunni að koma og taka lagið. Ég var búinn að koma áður með honum og gera einhver atriði en okkur langaði að taka einhver aukaskref og gera þetta stærra núna. Ég og Auðunn settumst niður og rissuðum upp þessa hugmynd og úr varð að byrja í Gísla settinu og vinna okkur út frá því og vera með einhverja töfra hvernig við kæmum okkur út úr settinu.“ Kristinn segir að verkefnið hafi síðan verið sett á ís en fyrir um tveimur vikum tóku þeir þráðinn upp á nýjan leik. „Við höfum verið að vinna að þessu núna í tvær vikur. Ég get eiginlega ekki gefið upp hvenær þetta fer úr því að vera bein útsending yfir í upptöku og held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu. Það er gaman fyrir fólk að reyna finna það út sjálft. Við ætlum síðan að gefa út bakvið tjöldin myndband eftir einhvern tíma og þá kemur þetta í ljós,“ segir Kristinn sem staðfestir samt sem áður að myndbandið var að vissu leyti tekið upp í síðustu viku. Kristinn er mjög efnilegur leikstjóri. Saga Sig Lítið sem ekkert sofið í tvær vikur „Þetta var mjög erfitt verkefni og ekki mikið sofið í þessar tvær viku. Þetta var mjög góður hópur sem vann að þessu. Við vorum fjögur sem mynduðu ákveðið kjarnateymi. Ég, Auðunn, Andri Haraldsson myndatökumaður sem er algjör galdramaður og á hann mjög mikið í þessu varðandi allt útlit, lýsingu og myndatökuna og svo Thelma Torfadóttir sem er algjör neglu framleiðandi,“ segir Kristinn og bætir við. „Þetta verkefni er í raun tveir heimar að mætast sem eru reynsluboltarnir á RÚV og við yngra bjartsýna liðið sem heldur að þetta sé ekkert mál. Það náði að blandast mjög vel saman. Leikmyndardeildin á RÚV kom mjög sterkt inn í þetta og á alveg mjög stórt hrós skilið.“ Í myndbandinu má til að mynda sjá Auður stækka sófann og borðið í setti Vikunnar og ganga út úr sjónvarpi. Teymið hefur undirbúið frumsýningu myndbandsins síðan í mars. „Þetta er allt leikmynd en við erum samt einnig með brellumeistara en hann vann í raun bara að því að fela hluti sem áttu ekki að sjást. Sófaatriðið, sjónvarpið og þegar hann fer inn í vegginn er allt smíðað.“
Tónlist Menning Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira