„Held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 14:31 Auðunn og Kristinn í leikmyndinni sem smíðuð var fyrir myndbandið. Thelma Torfa/RÚV „Þetta var svolítið stór framleiðsla. Þessi hugmynd kom upp í mars þegar platan sjálf kom út og akkúrat þegar samkomubannið var allt að fara í gang,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, leikstjóri ríflega átta mínútna tónlistarmyndbands Auðar sem sýnt var í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Þar tók Auður heila stuttskífu sem ber nafnið Ljós og kom út á dögunum með þessum vinsæla tónlistarmanni. Það má með sanni segja að tæknin hafi verið nýtt til hins ítrasta og vakti myndbandið mikla athygli hjá landanum. „Gísli var búinn að bjóða Auðunni að koma og taka lagið. Ég var búinn að koma áður með honum og gera einhver atriði en okkur langaði að taka einhver aukaskref og gera þetta stærra núna. Ég og Auðunn settumst niður og rissuðum upp þessa hugmynd og úr varð að byrja í Gísla settinu og vinna okkur út frá því og vera með einhverja töfra hvernig við kæmum okkur út úr settinu.“ Kristinn segir að verkefnið hafi síðan verið sett á ís en fyrir um tveimur vikum tóku þeir þráðinn upp á nýjan leik. „Við höfum verið að vinna að þessu núna í tvær vikur. Ég get eiginlega ekki gefið upp hvenær þetta fer úr því að vera bein útsending yfir í upptöku og held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu. Það er gaman fyrir fólk að reyna finna það út sjálft. Við ætlum síðan að gefa út bakvið tjöldin myndband eftir einhvern tíma og þá kemur þetta í ljós,“ segir Kristinn sem staðfestir samt sem áður að myndbandið var að vissu leyti tekið upp í síðustu viku. Kristinn er mjög efnilegur leikstjóri. Saga Sig Lítið sem ekkert sofið í tvær vikur „Þetta var mjög erfitt verkefni og ekki mikið sofið í þessar tvær viku. Þetta var mjög góður hópur sem vann að þessu. Við vorum fjögur sem mynduðu ákveðið kjarnateymi. Ég, Auðunn, Andri Haraldsson myndatökumaður sem er algjör galdramaður og á hann mjög mikið í þessu varðandi allt útlit, lýsingu og myndatökuna og svo Thelma Torfadóttir sem er algjör neglu framleiðandi,“ segir Kristinn og bætir við. „Þetta verkefni er í raun tveir heimar að mætast sem eru reynsluboltarnir á RÚV og við yngra bjartsýna liðið sem heldur að þetta sé ekkert mál. Það náði að blandast mjög vel saman. Leikmyndardeildin á RÚV kom mjög sterkt inn í þetta og á alveg mjög stórt hrós skilið.“ Í myndbandinu má til að mynda sjá Auður stækka sófann og borðið í setti Vikunnar og ganga út úr sjónvarpi. Teymið hefur undirbúið frumsýningu myndbandsins síðan í mars. „Þetta er allt leikmynd en við erum samt einnig með brellumeistara en hann vann í raun bara að því að fela hluti sem áttu ekki að sjást. Sófaatriðið, sjónvarpið og þegar hann fer inn í vegginn er allt smíðað.“ Tónlist Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
„Þetta var svolítið stór framleiðsla. Þessi hugmynd kom upp í mars þegar platan sjálf kom út og akkúrat þegar samkomubannið var allt að fara í gang,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, leikstjóri ríflega átta mínútna tónlistarmyndbands Auðar sem sýnt var í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Þar tók Auður heila stuttskífu sem ber nafnið Ljós og kom út á dögunum með þessum vinsæla tónlistarmanni. Það má með sanni segja að tæknin hafi verið nýtt til hins ítrasta og vakti myndbandið mikla athygli hjá landanum. „Gísli var búinn að bjóða Auðunni að koma og taka lagið. Ég var búinn að koma áður með honum og gera einhver atriði en okkur langaði að taka einhver aukaskref og gera þetta stærra núna. Ég og Auðunn settumst niður og rissuðum upp þessa hugmynd og úr varð að byrja í Gísla settinu og vinna okkur út frá því og vera með einhverja töfra hvernig við kæmum okkur út úr settinu.“ Kristinn segir að verkefnið hafi síðan verið sett á ís en fyrir um tveimur vikum tóku þeir þráðinn upp á nýjan leik. „Við höfum verið að vinna að þessu núna í tvær vikur. Ég get eiginlega ekki gefið upp hvenær þetta fer úr því að vera bein útsending yfir í upptöku og held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu. Það er gaman fyrir fólk að reyna finna það út sjálft. Við ætlum síðan að gefa út bakvið tjöldin myndband eftir einhvern tíma og þá kemur þetta í ljós,“ segir Kristinn sem staðfestir samt sem áður að myndbandið var að vissu leyti tekið upp í síðustu viku. Kristinn er mjög efnilegur leikstjóri. Saga Sig Lítið sem ekkert sofið í tvær vikur „Þetta var mjög erfitt verkefni og ekki mikið sofið í þessar tvær viku. Þetta var mjög góður hópur sem vann að þessu. Við vorum fjögur sem mynduðu ákveðið kjarnateymi. Ég, Auðunn, Andri Haraldsson myndatökumaður sem er algjör galdramaður og á hann mjög mikið í þessu varðandi allt útlit, lýsingu og myndatökuna og svo Thelma Torfadóttir sem er algjör neglu framleiðandi,“ segir Kristinn og bætir við. „Þetta verkefni er í raun tveir heimar að mætast sem eru reynsluboltarnir á RÚV og við yngra bjartsýna liðið sem heldur að þetta sé ekkert mál. Það náði að blandast mjög vel saman. Leikmyndardeildin á RÚV kom mjög sterkt inn í þetta og á alveg mjög stórt hrós skilið.“ Í myndbandinu má til að mynda sjá Auður stækka sófann og borðið í setti Vikunnar og ganga út úr sjónvarpi. Teymið hefur undirbúið frumsýningu myndbandsins síðan í mars. „Þetta er allt leikmynd en við erum samt einnig með brellumeistara en hann vann í raun bara að því að fela hluti sem áttu ekki að sjást. Sófaatriðið, sjónvarpið og þegar hann fer inn í vegginn er allt smíðað.“
Tónlist Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira