Þegar stjórnendur biðja starfsfólk afsökunar Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. maí 2020 09:00 Kannanir sýna að stjórnendum er ekki alltaf trúað af starfsfólki þegar þeir biðjast afsökunar á mistökum. Vísir/Getty Það er enginn undanskilinn því að gera einhvern tímann mistök í vinnunni. Þó sýna rannsóknir að yfirmenn sem biðjast afsökunar mælast ekki alltaf trúverðugir. Sem dæmi má nefna könnun sem gerð var árið 2018 sem sýndi að meirihluti starfsfólks á erfitt með að trúa yfirmönnum sínum þegar þeir biðjast afsökunar. Önnur könnun sem gerð var árið 2017 sýndi að starfsfólk trúir því frekar að yfirmaður sem biðst afsökunar, sé í raun fyrst og fremst að forðast deilur eða leysa úr málum með afsökunarbeiðni sinni, frekar en að vera að biðjast afsökunar af einlægni. En hvernig geta stjórnendur bætt úr þessu? Hér eru nokkur ráð. Vinnustaðamenningin. Lykilatriði stjórnenda er að byggja upp sterka vinnustaðamenningu. Sterk vinnustaðamenning byggir meðal annars á trausti og virðingu en ekkert síður því að stjórnendur nýti mannauðinn og leyfi starfsfólki að njóta sín í starfi, sköpun og hugmyndaauðgi. Starfsfólk sem finnur að yfirmaður þeirra metur það að verðleikum, ávinnur sér traust og virðingu. Þessum stjórnanda er því betur trúað þegar hann/hún biðst afsökunar. Algeng mistök Annað lykilatriði er að stjórnandi biðjist ekki afsökunar nema hann/hún í raun meini það af einlægni. Að biðjast afsökunar á öðrum forsendum virkar ekki og starfsfólk er fljótt að missa trúnna á þeim. Algeng mistök hjá stjórnendum er til dæmis að biðjast afsökunar á einhverju en fylgja þeirri afsökun síðan ekki eftir. Ef allt fer í sama farið og ekkert breytist í kjölfar afsökunarbeiðninnar, eru litlar líkur á að starfsfólk taki mikið mark á afsökunarbeiðni yfirmanns. Ekki benda á aðra um leið Það gildir það sama um stjórnendur og aðra: Þegar við gerum mistök sem við viljum biðjast afsökunar á, þá tökum við fulla ábyrgð á mistökunum. Ekki bæta við skýringum sem benda á aðra eða í aðrar áttir. Mistökin eru þín og í sumum tilfellum hafa þau leitt til þess að þau bitnuðu á meiri og jafnvel óþarfa vinnu fyrir starfsfólkið. Ef svo er, tiltaktu þá þau atriði sem þú veist að voru afleiðing þinna mistaka þannig að starfsfólkið viti að þú sért meðvitaður um að mistökin þín höfðu afleiðingar. Og síðast en ekki síst: Hlustaðu á það sem starfsfólkið þitt segir í þessu samtali. Brettu upp ermarnar þegar þarf og taktu þátt í að hreinsa upp eða leysa úr því sem mistökin þín áttu hlut í að skapa. Með þessu ertu ekki aðeins að sýna fulla ábyrgð, heldur verður orkan og andrúmsloftið strax mun léttara og jákvæðara innan teymisins. Að biðjast afsökunar faglega Að biðjast afsökunar faglega snýst ekkert um að vera formlegur. Trúverðugur yfirmaður er sá sem sýnir starfsfólkinu sínu einmitt hið gagnstæða: Hann er jafn mannlegur og við öll hin. Að biðjast afsökunar snýst því miklu frekar um að tala við starfsfólk á jafningjagrundvelli. Stundum getur afsökunarbeiðni snúist um lítil atvik. Tökum sem dæmi þegar starfsmaður þarf að afsaka yfirmann sinn sem kemur of seint á fund. Í stað þess að biðjast eingöngu afsökunar á seinaganginum á fundinum, láttu starfsmanninn líka vita eftir fundinn að það var vel metið að viðkomandi dekkaði þig á meðan allir biðu. Um leið þarft þú að taka það fram hvernig þú ætlar að fyrirbyggja að sagan endurtaki sig. Að biðjast afsökunar í tölvupósti Hér er lykilatriðið að koma sér beint að efninu. Skýringin á ekki að vera í löngu máli með löngum formála. Skrifaðu textann og afsökunarbeiðnina á sama hátt og þú myndir gera ef þú værir að tala við viðkomandi og hér gildir það einnig að taka það fram hvernig þú ætlar að passa upp á að sagan endurtaki sig ekki. Að biðja yfirmann sinn afsökunar Sömu reglur gilda þegar starfsfólk þarf að biðja sinn eiginn yfirmann afsökunar en þegar þessar aðstæður koma upp, forðast fólk stundum að viðurkenna á sig mistök af ótta við afleiðingar. Hið rétta er, að það að biðjast afsökunar strax skilar oftast miklu betri útkomu. Hreinsar andrúmsloftið og sem starfsmaður getur þú strax boðist til þess að hjálpa til við að leysa úr málum eða í það minnsta, látið vita að þú gerir þér grein fyrir því að afleiðingar urðu til af mistökunum. Komdu þér beint að efninu, láttu vita hvernig þú sérð fyrir þér að sömu mistök verði ekki endurtekin og bjóddu það fram að yfirmaðurinn þinn geti rætt málin til hlítar við þig sé þess óskað. Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það er enginn undanskilinn því að gera einhvern tímann mistök í vinnunni. Þó sýna rannsóknir að yfirmenn sem biðjast afsökunar mælast ekki alltaf trúverðugir. Sem dæmi má nefna könnun sem gerð var árið 2018 sem sýndi að meirihluti starfsfólks á erfitt með að trúa yfirmönnum sínum þegar þeir biðjast afsökunar. Önnur könnun sem gerð var árið 2017 sýndi að starfsfólk trúir því frekar að yfirmaður sem biðst afsökunar, sé í raun fyrst og fremst að forðast deilur eða leysa úr málum með afsökunarbeiðni sinni, frekar en að vera að biðjast afsökunar af einlægni. En hvernig geta stjórnendur bætt úr þessu? Hér eru nokkur ráð. Vinnustaðamenningin. Lykilatriði stjórnenda er að byggja upp sterka vinnustaðamenningu. Sterk vinnustaðamenning byggir meðal annars á trausti og virðingu en ekkert síður því að stjórnendur nýti mannauðinn og leyfi starfsfólki að njóta sín í starfi, sköpun og hugmyndaauðgi. Starfsfólk sem finnur að yfirmaður þeirra metur það að verðleikum, ávinnur sér traust og virðingu. Þessum stjórnanda er því betur trúað þegar hann/hún biðst afsökunar. Algeng mistök Annað lykilatriði er að stjórnandi biðjist ekki afsökunar nema hann/hún í raun meini það af einlægni. Að biðjast afsökunar á öðrum forsendum virkar ekki og starfsfólk er fljótt að missa trúnna á þeim. Algeng mistök hjá stjórnendum er til dæmis að biðjast afsökunar á einhverju en fylgja þeirri afsökun síðan ekki eftir. Ef allt fer í sama farið og ekkert breytist í kjölfar afsökunarbeiðninnar, eru litlar líkur á að starfsfólk taki mikið mark á afsökunarbeiðni yfirmanns. Ekki benda á aðra um leið Það gildir það sama um stjórnendur og aðra: Þegar við gerum mistök sem við viljum biðjast afsökunar á, þá tökum við fulla ábyrgð á mistökunum. Ekki bæta við skýringum sem benda á aðra eða í aðrar áttir. Mistökin eru þín og í sumum tilfellum hafa þau leitt til þess að þau bitnuðu á meiri og jafnvel óþarfa vinnu fyrir starfsfólkið. Ef svo er, tiltaktu þá þau atriði sem þú veist að voru afleiðing þinna mistaka þannig að starfsfólkið viti að þú sért meðvitaður um að mistökin þín höfðu afleiðingar. Og síðast en ekki síst: Hlustaðu á það sem starfsfólkið þitt segir í þessu samtali. Brettu upp ermarnar þegar þarf og taktu þátt í að hreinsa upp eða leysa úr því sem mistökin þín áttu hlut í að skapa. Með þessu ertu ekki aðeins að sýna fulla ábyrgð, heldur verður orkan og andrúmsloftið strax mun léttara og jákvæðara innan teymisins. Að biðjast afsökunar faglega Að biðjast afsökunar faglega snýst ekkert um að vera formlegur. Trúverðugur yfirmaður er sá sem sýnir starfsfólkinu sínu einmitt hið gagnstæða: Hann er jafn mannlegur og við öll hin. Að biðjast afsökunar snýst því miklu frekar um að tala við starfsfólk á jafningjagrundvelli. Stundum getur afsökunarbeiðni snúist um lítil atvik. Tökum sem dæmi þegar starfsmaður þarf að afsaka yfirmann sinn sem kemur of seint á fund. Í stað þess að biðjast eingöngu afsökunar á seinaganginum á fundinum, láttu starfsmanninn líka vita eftir fundinn að það var vel metið að viðkomandi dekkaði þig á meðan allir biðu. Um leið þarft þú að taka það fram hvernig þú ætlar að fyrirbyggja að sagan endurtaki sig. Að biðjast afsökunar í tölvupósti Hér er lykilatriðið að koma sér beint að efninu. Skýringin á ekki að vera í löngu máli með löngum formála. Skrifaðu textann og afsökunarbeiðnina á sama hátt og þú myndir gera ef þú værir að tala við viðkomandi og hér gildir það einnig að taka það fram hvernig þú ætlar að passa upp á að sagan endurtaki sig ekki. Að biðja yfirmann sinn afsökunar Sömu reglur gilda þegar starfsfólk þarf að biðja sinn eiginn yfirmann afsökunar en þegar þessar aðstæður koma upp, forðast fólk stundum að viðurkenna á sig mistök af ótta við afleiðingar. Hið rétta er, að það að biðjast afsökunar strax skilar oftast miklu betri útkomu. Hreinsar andrúmsloftið og sem starfsmaður getur þú strax boðist til þess að hjálpa til við að leysa úr málum eða í það minnsta, látið vita að þú gerir þér grein fyrir því að afleiðingar urðu til af mistökunum. Komdu þér beint að efninu, láttu vita hvernig þú sérð fyrir þér að sömu mistök verði ekki endurtekin og bjóddu það fram að yfirmaðurinn þinn geti rætt málin til hlítar við þig sé þess óskað.
Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira