Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Andri Eysteinsson skrifar 24. maí 2020 13:50 Lyfið Hydroxychloroquine hefur verið lofað af Bandaríkjaforseta en er lastað í nýrri rannsókn. Getty/NurPhoto Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. Rannsóknin hefur verið birt á vef læknisfræðitímaritsins Lancet. Rannsóknin er samantekt á gögnum frá 671 sjúkrahúsi um víða veröld og var heilsa 96.000 sjúklinga skoðuð. Í niðurstöðum kemur fram að dánarhlutfall á meðal sjúklinga sem var gefið malaríulyfið hydroxychloroquine eða chloroquine var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfin. Guardian greinir frá. Í hópi þeirra sem fengu annað lyfið var dánarhlutfallið 1/6. Einn af hverjum fimm sjúklingum sem tóku inn chloroquine ásamt sýklalyfi lést en einn af hverjum fjórum sem tók hydroxychloroquine og sýklalyf lést vegna veirunnar. Á meðal þeirra sjúklinga sem fengu lyfin ekki var dánarhlutfallið 1/11. Þó er sá fyrirvari settur að ekki er um fullkomna rannsókn að ræða, breytur voru margar og er þar nefnt aldur, kyn, almenn heilsa og stig sýkingarinnar. Höfundar rannsóknarinnar segja þó að dauðsfallið sé enn hærra þegar búið er að gera ráð fyrir breytunum. „Þetta er fyrsta stóra rannsóknin sem sýnir fram á sönnunargögn þess efnis að chloroquine eða hydroxychloroquine meðferð gegn Covid-19 sýkingu gerir sjúklingum ekki gott,“ sagði Mandeep R. Mehra prófessor við hjartasjúkdómadeild Brigham og Women‘s spítalans í Boston. „Niðurstöður okkar gefa til kynna að notkun lyfsins gæti orðið til þess að auka líkur á alvarlegum hjartavandamálum og auknum líkum á dauða. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar en þangað til mælum við gegn því að lyfið sé notað við Covid-19 sýkingum,“ sagði Mehra. Bandaríkjastjórn og þá sérstaklega forsetinn sjálfur, Donald Trump, hefur lofað virkni lyfsins gegn veirunni og viðurkenndi forsetinn það á dögunum að hann taki lyfið sjálfur inn til verndar gegn mögulegu smiti. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. Rannsóknin hefur verið birt á vef læknisfræðitímaritsins Lancet. Rannsóknin er samantekt á gögnum frá 671 sjúkrahúsi um víða veröld og var heilsa 96.000 sjúklinga skoðuð. Í niðurstöðum kemur fram að dánarhlutfall á meðal sjúklinga sem var gefið malaríulyfið hydroxychloroquine eða chloroquine var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfin. Guardian greinir frá. Í hópi þeirra sem fengu annað lyfið var dánarhlutfallið 1/6. Einn af hverjum fimm sjúklingum sem tóku inn chloroquine ásamt sýklalyfi lést en einn af hverjum fjórum sem tók hydroxychloroquine og sýklalyf lést vegna veirunnar. Á meðal þeirra sjúklinga sem fengu lyfin ekki var dánarhlutfallið 1/11. Þó er sá fyrirvari settur að ekki er um fullkomna rannsókn að ræða, breytur voru margar og er þar nefnt aldur, kyn, almenn heilsa og stig sýkingarinnar. Höfundar rannsóknarinnar segja þó að dauðsfallið sé enn hærra þegar búið er að gera ráð fyrir breytunum. „Þetta er fyrsta stóra rannsóknin sem sýnir fram á sönnunargögn þess efnis að chloroquine eða hydroxychloroquine meðferð gegn Covid-19 sýkingu gerir sjúklingum ekki gott,“ sagði Mandeep R. Mehra prófessor við hjartasjúkdómadeild Brigham og Women‘s spítalans í Boston. „Niðurstöður okkar gefa til kynna að notkun lyfsins gæti orðið til þess að auka líkur á alvarlegum hjartavandamálum og auknum líkum á dauða. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar en þangað til mælum við gegn því að lyfið sé notað við Covid-19 sýkingum,“ sagði Mehra. Bandaríkjastjórn og þá sérstaklega forsetinn sjálfur, Donald Trump, hefur lofað virkni lyfsins gegn veirunni og viðurkenndi forsetinn það á dögunum að hann taki lyfið sjálfur inn til verndar gegn mögulegu smiti.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25